1.12.2010 | 07:21
Vilji til að hækka álögur á almenning
Þetta að vinstriflokkarnir í meirihluta borgarstjórnar hækki skatta og álögur á almenning ætti ekki að koma neinum á óvart. Ef við skoðum hvernig ríkisstjórnin hefur staðaið að sínum málum þá er borgarstjórnarmeirihlutinn að nálgast þetta álagningar og skattpíningu á almenning með nákvæmlega sama hætti.
Það er einfaldlega vilji til að gera þetta með það að leiðarljósi að ég held að minnka ráðstöfunartekjur fólks og virðist þetta vera samantekið ráð hjá ríkisstjórn og borgarstjórnarmeirihlutanum - EN svona ákvarðnartökur sem teknar eru á móti fólkinu í landinu geta aldrei annað en styrkt einn flokk.
OG að sjálfsögðu á Hanna Birna oddviti Sjálfstæðisflokksins að segja sig frá fundarstjórnarembættinu þó svo að litlar líkur sé að innan borgarstjórnarmeirihlutans finnst einstkalingur sem getur sinnt þessu embætti af sömu getu og Hanna Birna.
Það er einfaldlega vilji til að gera þetta með það að leiðarljósi að ég held að minnka ráðstöfunartekjur fólks og virðist þetta vera samantekið ráð hjá ríkisstjórn og borgarstjórnarmeirihlutanum - EN svona ákvarðnartökur sem teknar eru á móti fólkinu í landinu geta aldrei annað en styrkt einn flokk.
OG að sjálfsögðu á Hanna Birna oddviti Sjálfstæðisflokksins að segja sig frá fundarstjórnarembættinu þó svo að litlar líkur sé að innan borgarstjórnarmeirihlutans finnst einstkalingur sem getur sinnt þessu embætti af sömu getu og Hanna Birna.
Skattheimta sögð auka samdrátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:23 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Óðinn.
Mig langa aðeins að segja frá og koma svo með skoðun og vona að það sé í lagi.
Ég var vinstri sinnaður fram í fingurgóma á sínum tíma.
Var einn stofnenda F.U.S.A á Akureyri þann 1.maí 1995. Við vorum sem sagt 23 ungmenni sem stofnuðum vinstri hreyfingu og höfðum aðsetur í kjallaranum í Lárusarhúsi og drógum rauðan fána upp á sunnudögum. Nú er ég eldri, já 15 árum eldri og hef verið sjálfstæðismaður í c.a. 4-5 ár og flokksbundinn í c.a. 2 ár.
Ég komst að því að vinstri stefna er byggð á öfund og einnig hræsni. Ég vil taka fram að þetta sem ég mun rita á ekki við um alla en ansi stóran hluta enda þekki ég vinstra samfélag þónokkuð vel. Í vinstri hreyfingum er áberandi að sjá listamenn, bókmenntafræðinga og láglaunafólk. Þetta fólk er almennt ekki á háum launum og öfundar þá sem hafa meira en þau. Ég veit þetta því ég horfði uppá þetta og var einn þessara bitru einstaklinga sem skildi ekki af hverju það var ekki meira launajafnrétti því öll störf eru jöfn var hugsunin.
Ef við hugsum þetta þá má segja að öll störf séu þörf og mikilvæg en á meðan t.d. ómenntað fólk vinnur fyrir sér þá eru t.d. þeir sem eru læknar í námi í fleiri, fleiri ár án launa og þurfa námslán. Sem sagt fá inn skuldir á meðan hinir fá inn tekjur. Er því eitthvað óeðlilegt við að læknir hafi góðar tekjur? Mér finnst það ekki!
Ég er ekki með háskólanám á bakinu en engu að síður þá trúi ég því að þú sem einstaklingur eigir að geta hagnast á því t.d. að eiga fyrirtæki en ekki einhver úti í bæ. Það ert þú sem einstaklingur með hugmyndaflug sem tekur áhættuna með þínum peningum við stofnun fyrirtækis og enginn vill taka sénsinn með þér og síst vinstra fólk. Hinsvegar takist þér vel upp þá kemur þetta fólk eins og blóðsugur og vill sjá þig taka launaskerðingu til að jafna laun í samfélaginu og svo þau hafi það eins gott þrátt fyrir að það vilji ekki taka þátt í startinu. Mörg þessara fyrirtækja fara á hausinn og þú sérð ekki fólk standa upp og segja; Skuldunum þarf að deila jafnt.
Sér fólk í alvörunni ekkert athugavert við þetta?
Ég sé það allavegana og ég set líka stórt spurningarmerki við fólk sem vill vinstri stjórn. Svo ekki sé minnst á Gnarr sem borgarstjóra. Hverjum dettur í hug að kjósa listamenn í stjórn og hvað þá sem borgarstjóra? Þetta er að mínu mati versta blóðsugu stétt sem til er. Nennir ekki að vinna og vill þyggja styrki og vill fá meiri styrki fyrir að sitja á kaffihúsi spjallandi um Karl Marx eða einhverja bókmenntagúrúa frá 18 öld og þykjast svo geta leyst öll heimsins mál yfir kaffibolla. Ég varð mjög oft vitni af þessu og var meðvirkur í þessu bulli.
Ég er á þeirri skoðun að vinstri stjórn sé ekki lýðræði heldur frelsissvipting einstaklinga og ég vona að landinn sjái að sér og kjósi hægri stjórn á nýjan leik.
Júlíus Valdimar Finnbogason, 1.12.2010 kl. 08:13
Já sjáum til eftir 42 mánuði.....en við erum svo sem ekkert að æsa okkur yfir endurjöri í Besta flokknum, það er núið sem telur og við viljum nú fá öll 4 árin til að svíkja loforðin einsog venja er. Kannski full snemmt að fullyrða núna.
En hvað varðar vinstri/hægri þvaðrið þá er ýmislegt til í því sme Júlíus segir, en hann hljómar samt einsog afhommaður hommi í krossinum að segja öllum hversu ógeðslegt líf í hommaheimum er.
Og varðandi skuldirnar þá er þeim nú yfireitt deilt á allt þjóðfélagið þegar fyrirtæki fara á hausinn, sértaklega síðustu 2 ár svo ég veit ekki hvað Júlíus er að tala um. Er hann að halda því fram að eigendur fyrirtækja borgi skuldir gjaldþrota fyrirtækja uppí topp? Ég held nú að heimtur séu ekki þannig.
Vissulega fullyrti einhver að sá sem væri ekki vinstri sinnaður og róttækur sem ungur maður og hallaðist svo til hægri með aldrinum væri fífl.
Ég samsama mér vel með þeirri setningu.
Ég tildæmis vildi alveg tilneyddur hækka útsvarið en mig langaði það alls ekki, en tók ekki í mál að það yrði hækkað í botn....svo við fundum málamiðlun. Er það svo slæmt?
Ég held að lýðræðið það ofnotaða og jagað orð sé hvorki hægri sinnað né vinstri sinnað, ég held að það búi í heilbrigðri skynsemi.
Heilbrigðri skynsemi sem hverfur fyrst af öllu þegar menn sverja plaggi(hægri/vinstri) og flokki fólks hollustu sína og framselja skoðanir sínar í þágu einhvers óskilgreinds baklands.
Þannig hegða kindur sér og koma sér í sjálfheldu og fyrir björg í humátt eftir forystusauðnum.
Kv Ágúst
Einhver Ágúst, 1.12.2010 kl. 11:22
Takk fyrir commentin
Júlíus - vinstri stjórn og velferð þjóðarinnar fer ekki saman - en öðru hvoru þá gerist það að fólk gleymir sér á kjörstað þar sem það hefur gleymt hvernig vinstri stjórnir vinna - vinstrimenn hugsa ekki í láusun heldur í að hækka álögur og skattpína almenning - þeir kunna ekki annað - gnarrinn hefur líkt sér við geymveru sem lofaði að svíkja öll sín kosningaloforð - hann verður ekki kosinn aftur
Einhver Ágúst - þú hefur greynilega mikinn áhuga á því sem ég skrifa um besta -
Hvernig var það hjá ykkur allskonar fyrir aumingja og frítt sund - en bíddu hefur það kannski vikið fyrir allskonar gjöldum, gjaldskrárhækkunum og skattahækkunum-
en viðkennur þú ekki að þið hafið enga framtiðarsýn OG hvað með þessu nýju vinnubrögð sem þið töluð um - hafa ekki sést ennþá og mun væntanlega ekki gera það - eins og þú veist þá mun þetta mest bitna á fjölskyldum og einkaneysla mun dragast saman en ef það er ykkur ætlun þá mun það takst með þessri skattpíningar og gjaldskrárhækkunum -
ætluð þið ekki bara í þetta eina tímabil - ég held að þið séuð að tyggja ykkur það og rúmlega það
Óðinn Þórisson, 1.12.2010 kl. 18:29
Nýju vinnubrögðin felast tildæmis í að klíkan þín ræður ekki lengur þó að hún sé ekki að skilja það
Og við erum líka að spara og skera niður fyrr 1700 milljónir.....en einsog þú veist best sjálfur hafið þið skorið vel niður í 2 ár og staðið ykkur vel þar. Megið eiga það en nú er kominn tími á annað.
Já við erum að reisa við OR sem er í lamasessi eftir áralanga snilldarstjórn, hvað tafði ykkur þar? Ótti við að ná ekki endurkjöri sem olli því að staða OR var falin og ekki rædd í kosningabaráttunni? Og svo þurfum við að bregðast við lækkun fasteignamats og lækkun tekjustofna almennt.
Allskonar fyrir aumingja er hækkun framfærslunnar tildæmis sem þitt fólk hefur ekki einu sinni bein í nefinu til að kjósa gegn heldur velur hásetu væntanlega eftir skipanir úr einhverju "baklandi". Allt af ótta við óvinsældir.
Frítt var í sund fyrir börn í allt sumar en vissulega hafa handklæðin reynst erfið, en það rætist þegar OR hefur efni á handklæðum í allar laugar með stóru OR merki.
Svo krefst ég þess nú að fá öll fjögur árin til að svíkja loforð einsog þið sakið okkur um sértaklega, einsog það sé ekki meira svona venjan í stjórnmálum.
Reikninga og forsendur sem þið gefið ykkur eru í meira lagi ýktar og reynt að gera þetta sem svartast....það er svo sem góður spuni ef maður vill vera froðusnakkur og popúlisti sem höfðar til reiði fólks og ótta.
Gangi þér vel Óðinn
Einhver Ágúst, 1.12.2010 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.