19.12.2010 | 09:46
Skoðakönnun um fylgi flokkanna
"Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú stuðnings 40,4% kjósenda ef marka má niðurstöður könnunar sem birtar eru í Fréttablaðinu 18. desember. Könnunin var gerð á vegum MMR dagana 7. til 9. desember. Um netkönnun var að ræða meðal 850 manns.
Samkvæmt þessu er Sjálfstæðisflokkurinn langstærsti flokkur landsins og fengi 26 þingmenn, 10 fleiri en hann hefur í dag. Sjálfstæðismenn hafa bætt fylgi sitt miðað við fyrri kannanir: 30,8% í apríl 2009 og 36,4% í febrúar 2010.
Samfylkingin fengi 20,9% og 13 þingmenn, en er nú með 20. Fylgi flokksins hefur hrunið miðað við fyrri kannanir: 31,9% í apríl 2009, 23,1% í febrúar 2010.
Vinstri-grænir fengju 16,4% og 10 þingmenn eru nú með 15. Fylgið hefur hrunið miðað við fyrri kannanir: 27,7% í apríl 2009, 26,5% í febrúar 2010.
Framsóknarflokkurinn fengi 14,7% og níu þingmenn sama fjölda og nú. Flokkurinn hefur aukið fylgi sitt frá apríl 2009, 9,6%, en stendur í stað frá febrúar 2010.
Hreyfingin fengi 7,6% og fimm þingmenn í stað þriggja nú. Fylgi Hreyfingarinnar hefur ekki áður verið mælt af MMR."
Frétt á AMX
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.