Besta ástæðan til að segja já

Nei Laugardaginn 9.apríl mun bara þjappa ríkisstjórninni betur saman um að halda áfram að gera ekki neitt.
Ríkisstjórnin hefur notað það sem sína helstu ástæðu að ekki sé búið að ljúka Icesave að við komumst ekkert áfram og hér ríki stöðunun.
Nú er það ekki rétt, heldur er það sú pólitíska óvissa, sundurlyndi og ósætti sem er milli ríkisstjórnarflokkana í öllum lykilmálum og svo einnig að forsætisráðherra hefur hótað að ríkið taki Magma eignarnámi.
mbl.is 2.700 kusu í Höllinni í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hef vissulega hugsað það sama. En veltu þá hinu fyrir þér hvort já muni ekki einfaldlega líka þjappa þeim saman um að halda áfram að gera ekki neitt.

Með öðrum orðum held ég að líf eða dauði stjórnarinnar sé ekki það sem nú er kosið um heldur hvort við viljum skrifa undir opinn tékka til að leysa milliríkjadeilu. Það myndu fæstar þjóðir gera, held ég. 

Þorsteinn Siglaugsson, 8.4.2011 kl. 11:08

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þessi þjóðaratkvæða-greiðsla snýst alls ekki um stjórn eða stjórnmálaskoðanir, heldur réttlæti fyrir almenning. Getur fólk ekki skilið þessi sannindi?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2011 kl. 11:14

3 identicon

Því á ég bágt með að trúa að þú gangir heill til skógar.  Í um höfund segir þú þig vera sjálfstæðismann en þú ert tilbúinn að samþykkja óréttlæti yfir þjóðinna til þess að vinstri stjórnin geti farið að standa við það að gera ekki neitt ?

Altt sem ríkisstjórnin gerir veldur skaða.  Miðað við fyrirætlanir þessara ríkisstjórnar held ég að við getum prísað okkur sæl við aðgerðarleysi hennar.

Ef þetta verður samþykkt verður e.t.v. 80% ofurskattur Ólínu Þorvarðar að veruleika.

Og hvað gerist þá ?  Jú allir sem eiga peninga flýja land og ofurskattana og skatttekjur dragast saman um tugi milljarða á ári.

Það ætla ég að vona að þú hugsir þig vel um áður en þú leyfir þér að vona að eitthvað batni við það að segja já.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 13:08

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Þorsteinn - það er alveg hægt að leggja þetta upp á þennan veg en það breytir því ekki að veruleikinn er að þetta er það sem ríkisstjórnin hefur sagt að hamli framförum og fjárfestinum á íslandi
Anna - en er þetta ekki spurning um að vera þjóð meðal þjóða og vera hluti af alþjóðasamfélaginu ?
Arnar - þar sem ég er lýðræðissinni ætla ég að leyfa þessari ath.semd hjá þér að standa en svo ég gefi þér smá ráðlegginu - það er allt í lagi að sýna lágmarkskurteisi en þetta er eitthvað sem þú verður að eiga við þig sjálfan EN bara eitt að lokum sem ég held að þú hafir misst af þá samþykktu 11 þingmenn sjálfstæðisflokksins þetta og þar má meðal formaður og varaformaður

Óðinn Þórisson, 8.4.2011 kl. 13:54

5 Smámynd: Benedikta E

Óðinn - Kosningarnar snúast um það hvort við viljum samþykkja ríkisábyrgð með opnu skuldabréfi sem enginn veit hver krónutalan gæti verið árið 2046 eða segja - NEI - eins og ég hef valið að gera -

Með því að samþykkja ríkisábyrgðina þá er ólöglegri fjárkúgun Breta og Hollendinga breytt í löglega skuld okkar sem gæti leitt til þjóðargjaldþrots. Ég segi NEI og aftur -NEI - við icesave III fjárkúgun Breta og Hollendinga.

Við þurfum að afla okkur fjár með öðrumóti en lánum og meiri lánum - Við þolum ekki meiri lán - það lifir enginn á lánabúskap einum saman - Við höfum alla möguleika til þess að vera sjálfbær og sparsöm og segja - NEI við Icesave.

Benedikta E, 9.4.2011 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 888610

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband