1.6.2011 | 11:52
Ólína Þorvarðardóttir
Ég geri fastlega ráð fyrir þvi að hún sé fyrst og fremst að fjalla um umræðuhefðina í Samfylkingunni. Það er viðhorf Samfylkinarinnar ef þú hefur ekki sömu skoðun og flokkurinn hefur þú rangt fyrir þér sem dæmi esb - ef þú ert ekki einharður og trúfastur esb - sinni þá ert þú einangrunarsinni.
Samfylkingin hótaði stjórnarslitum við Sjálfstæðisfllokkinn ef hann tæki ekki upp stefnu SF í esb málinu og það gerði hann ekki því fann SF annan flokk semvar tilbúinn til að setja sína skoðun til hliðar fyrir skoðun SF.
Segir umræðufasisma á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem hefur alla tíð vantað á Íslandi er einmitt beitt sannleiksumræða. Ekki skil ég hvers vegna Ólína sér það sem galla að fólk láti sig hlutina varða, og gleypi ekki allt hrátt! Ef umræðan er hvöss og beitt er það merki um hversu mikið fólki ofbýður óréttlætið.
Margt væri öðruvísi á Íslandi í dag, ef fólk hefði ekki látið mata sig á hvaða lygi sem er, án þess að efast og gagnrýna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2011 kl. 12:35
Ólína Þorvarðardóttir er ekki manneskja sem hefur efni á að brigsla öðrum um fasisma. Hún reyndi með ljótu orðbragði að skuldsetja íslenska ríkið og þar með þjóðina með Svavarssamningnum og síðar Icesave 3, um mörg hundruð milljarða, hún er já og amen manneskja í lygavef Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J og rökstyður afstöðu sína til fiskveiðistjórnunarkerfisins með frösum sem hún skilur ekki sjálf og hroka gagnvart skoðunum annara.Fussum svei...
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 13:23
Nú er áhugavert að skoða boðskap Ólínu í gegnum tíðina með hliðsjón af eftirfarandi greiningu á fasisma:
(http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3856):
"Fasismi er heiti á alræðistefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi. [...] og lofsama rétt ríkisins til þess að stjórna nánast öllum þáttum mannlegs samfélags. Ríkisvaldið hefur í þeirra augum algjört vald yfir þegnunum en takmarkast hvorki af lögum né mannréttindum. Þeir líta á þjóðríkið sem eina órofa heild sem hverjum einstaklingi beri að beygja sig undir og þjóna. Mannréttindi eru fyrir borð borin, sé það talið til hagsbóta fyrir ríkisheildina."
Eftirfarandi kemur fram í síðustu pistlum Ólínu:
#1 Færa alla tóbakssölu inn í apótekin þar sem sérfræðingar einir mega afgreiða það gegn vottun einstaklings um að hann hafi sótt um námskeið til að berjast gegn tóbaksfíkn
#2 Taka nýtingarrétt útgerðarfyrirtækja (sem útgerðarfyrirtækin keyptu m.a. af ríki og sveitarfélögum skv. ríkjandi lögum alþingis) bótalaust til ríkisins, sem mun svo sjá um að údeila því á "réttlátan" hátt aftur ...gegn gjaldi auðvitað.
#3 Sakar ríkisfjölmiðil um hlutdrægni þegar báðar hliðar máls eru skoðaðar
#4 Taka upp eftirlit með hvítabjörnum (?)
#5 Þjóðaratkvæði um mál sem henta málflutningi samfylkingarinnar en mótfallin öðru (t.d. icesave)
#6 Samþykkja beri Icesave
#7 Búa til ný störf með því að taka þau af öðrum í sjávarútvegi
#8 Setja hálaunaskatt á "ofurlaun".
#9 Jafna kynjahlutfall í nefndum
#10 Eyddi út öllum athugasemdum í athugasemdakerfinu sínu þar sem henni hugnaðist ekki það sem þar kom fram.
#11 Vill taka makrílkvóta af fyrirtækjum sem fjárfest hafa í slíkum veiðum og skapað sér veiðireynslu...og færa til ríkisins og leigja þeim hann aftur.
#12 Setja hömlur á þróun á erfðabreyttri ræktun
#13 Gagnrýnir hæstarétt fyrir að dæma ekki samfylkingunni í vil v/stjórnlagaþingskosninga.
...o.s.frv.
Ég held að Ólína hafi ekki skoðað eigin stíl ef hún sakar annað fólk um fasisma.
Njáll (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 14:28
Takk fyrir commentin
Anna - fjölmiðlar voru mjög meðvirkir og vantaði alla gagnrýni en nú er fólk vissulega orðið mun ákveðnara og lætur ekki ganga yfir sig en fjölmiðar eins og eyjan og fréttablaðið þurfa að skoða sinn fréttafluting
Sveinn - ólína hefur ekki efni á því að gagnrýna aðra enda fór hún í drullusvaðið þegar hún tók þátt í pólítískri árás á Geir í landsdómsatkvæðagreiðslunni - hún var tilbúin að samþykkja svavarsamninginn án þess að hafa séð eða lesið hann
hún er gott dæmi um einstakling sem við verðum að losna við af alþingi ef virðing þess að nást aftur
Njáll - góð samantekt og jú ætli óína sé ekki fasisti
Óðinn Þórisson, 1.6.2011 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.