Mun Davíð snúa til baka í haust ?

SjálfstæðisflokkurinnÞað hlítur að vera umhugsunarefni fyrir ríkisstjórnarflokkana að mælast samtals með 38 % fylgi meðan Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 35 % fylgi.
Lítið fylgi við Sjálfstæðisflokkin má rekja til afstöðu 11 þingmanna þar á meðal formannsins til Icesave 3 þar sem 75 % sjálfstæðisfmanna voru á öndveðri skoðun og formaðurinn.
Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn ætti að vera vel yfir 40 % miðað við vinnubrögð tæru vinstri " velferðarstjórnarinnar "

Staða Bjarna hefur vissulega veikst og magir telja að dagar hans sem formanns séu taldir og er Davíð kannski rétti maðurinn til að taka aftur við Sjálfstæðisflokknum og leiða hann.

Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt

 


mbl.is Framsókn eykur fylgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekki raunhæft að ætla Davíð Oddsyni endurkomu í pólitík. Davíð hefur einfaldlega ekki heilsu til þess að koma aftur í landspólitík, hvað sem öllum finnst um persónu Davíðs.

Það er þjóðþrifa-þörf á skörpum skilum, milli gamalla og nýrra afla í pólitíkinni. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.7.2011 kl. 18:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í ljósi allra þeirra óvinsælu aðgerða sem ríkisstjórnin hefur þurft að framkvæma ættu Sjálfstæðismenn að íhuga alvarlega af hverju flokkurinn mælist aðeins með 35% fylgi en stjórnin með 38%. 

Aldrei fyrr í Íslandssögunni hefur stjórnarandstaðan haft betra tækifæri til að skora stórt. En þrátt fyrir allt lýðsskrumið er eftirtekjan giska rýr. Sjálfstæðisflokkurinn, þessi 40 prósenta flokkur, að öllu jöfnu,  ætti við þessar aðstæður að mælast með svona 65 til 75% fylgi en nær vart meðaltalskjörfylgi. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2011 kl. 19:37

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Anna - það er ekki hægt að útiloka endurkomu Davíðs í stjórnmál þó ólíklegt sé.
Vissulega og þá sérsaklega þegar fólk hefur ekkert lengur fram að færa eins og JS og eða eins og SJS sem virðist ekki hafa neinar tilfinningar.
Axel - algjörlega sammála varðandi lítið fylgi við flokkinn og það er eitthvað sem menn í valhöll verða að skoða mjög alvarlega.
Stjórnarandstaðan hefur engan vegin nýtt sér öll þau tækifæri sem afglöp vinstri stjórnin hefur gert og er það eitthvað sem hún verður að skoða og nýta betur á komandi þingi.
Ríkisstjórnin hefur í raun og veru ekki meirihluta til að starfa og hefur hver þingmaður stjórarmeirihlutans neitunvald og það á að vera hægt að fell þessa stjórn ef menn keyra betur á þau mál sem engin samstaða er um innan ríkisstjórnarflokkanna.

Óðinn Þórisson, 2.7.2011 kl. 20:57

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Já Sjálfstæðismenn þurfa að brína vopn sín það er ekki vafi. Framsóknarmenn hafa verið mun beittari í stjórnar andstöðu og njóta þess nú í auknu fylgi.

Ragnar Gunnlaugsson, 2.7.2011 kl. 22:21

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Það hlítur að þurfa að brína vopnin....

hilmar jónsson, 2.7.2011 kl. 23:23

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Ragnar - framsókn hefur verið mjög traustur og ef sjálfstæðisflokkurinn tekur sig saman þá eiga þessir flokkar geta komist aftur í stjórn með sf ef JS víkur þar sem vg er ekki stjórntækur með SJS föðurlandssvikara í forystu
Hiilmar - við getum þó verið sammála um það að þegar hryjðjuverkastjórn JS fer frá verður það gert á lýðræðislegan hátt en ekki valdarán eins og var gert þegar minnihultastjónrin tók til valda þar sem t.dsvandis sagði eftir að hún hafði brotið lög að það væri í lagi þar sem hún væri í pólitík en hún hefði átt að segja af sér svo getum við tekið listann af öðrum svikum og lygum vinstri sjórnarinnar

Óðinn Þórisson, 3.7.2011 kl. 09:10

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hilmar. Þurfum við ekki að læra að brýna friðsamleg vopn?

Hvernig gerum við það? Kannski með rökræðum og virðingu fyrir ólíkum skoðunum? Ég held það, en ég er enginn sérfræðingur í þessum málum, né öðrum. Gangi okkur öllum vel í virðingar-rökræðunum.

Ég er ekki barnanna best í að hlusta á aðra og rökræða  

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.7.2011 kl. 17:56

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Þetta var nú svona spaug Þar sem "Brýna og Hlýtur" var skrifað af síðuhafa og Ragnari með " í ".

hilmar jónsson, 3.7.2011 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband