Ólöf Nordal

olof-nordal-bw[1]Það sem hún er að segja er að enginn forsætisráðherra í sögu þjóðarinnar hefur hrakið frá landinu eins mikið af fólki og Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna hefur ekki staðið við þau loforð sem hún hefur gefið sem forsætisráðherra og skrifað undir um atvinnuuppbyggingu.
Enda treysa aðeins 17 % Jóhönnu Sigurðardóttur og það kemur í ljós í síðasta lagi 6sept hvort flokksmenn neyðast til að klappa upp JS sem verður 69  ára 4.oct sem formann.
Þannig að vandamál SF er annarsvegar hvernig flokkurinn á að losa sig við JS og hinsvegar hvernig hann getur losnað úr stórnarsamstarfinu við VG.
Við þurfum að fá fólk eins og Ólöfu í ríkisstórn sem hefur þekkingu og getu til að koma hjólum atvinnulýfins aftur af stað.
mbl.is Eina leiðin að auka hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er oft þannig með patentlausnir að þær verka ekki þegar upp er staðið. Það varð hér algert efnahagshrun árið 2008 með miklu atvinnuleysi. Það tekur tíma að vinna sig úr slíku og á meðan leiðir það óhjákvæmilega til landflótta. Að halda því fram að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta atvinnuleysi og spara sér allar þær atvinnueysisbætur sem greiddar hafa verið frá hruni lýsir algerri veruleikafyrringu.

Hvaða lausnir hafa Sjálfstæðismenn komið fram með.

Auka fiskveiðar langt umfram veiðigetu fiskistofna. Það hefur aldrei þótt góð latína að éga útsæðið og hefði það bara komið niður á okkur síðar.

Fara á fullu út í samninga við stóriðjufyrirtæki án þess að vera búin að afla fjár til virkjunarframkvæmda og án þess að klára eðliegt og nauðsynlegt umhverfismat. Það að fara fram með slíkum hætti gæti leitt til þess að farið væri að óathuguðu máli út í framkvæmdir sem yllu verulegum, varanlegum neikvæðum umhverfisspjöllum sem myndu þá rýra lífsgæði komandi kynslóða. Slíkt panik í atvinnumálum hefði líka leitt til þess að viðsemjendur okkra hefðu getað séð sér leik á borði með að krefjast mjög lágs orkuverðs og lágra skatta sem komandi kynslóðir heðu síðan þurft að takast á við og greiða kostnaðinn af.

Taka strax út skatta af séreignasparnaði. Þetta hefði leitt til minnkandi skatttekna seinni kynslóða sem munu sitja uppi með mun hærra hlutfall þjóðarinnar sem eldri borgara en er í dag og hefur því mun meiri þörf fyrir þessar skatttekjur en núverandi kynslóð þó það sé kreppa.

Þó kreppa sé til staðar er engin ástæða til að fara á límingunum enda getur slíkt verið til mikils skaða til lengri tíma litið. Stóryðjuframkvæmdir verða að taka sinn undirbúningstíma enda þarf í þeim að hugsa til langs tíma. Þær eru því ekki rétta leiðin til að leysa tímabundið atvinnuleysi. Sömuleiðis þarf að hugsa nýtingu fiskistofna til langs tíma og síðat en ekki síst þarf að byggja upp skatttekjur með langtímahugsun og þá þarf sérstaklega að hugsa til þeirra kynslóða sem verða með mun hærra hlutfall eldri borgara en núveransi kynhslóð.

Í gagnum þessa kreppu sem stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leiddi yfir þjóðina hafa þessir sömu flokkar ekki gert neitt annað en að þvælast fyrir björgunaraðgerðum með því að tala niður allar aðgerðir stjórnvalds og draga kjarkinn úr þjóðinni með svarstsýnisrausi. Þeirra framlag til uppbyggingar eftir þeirra eigin klúður hefur því verið minna en ekki neitt.

Sigurður M Grétarsson, 30.8.2011 kl. 08:49

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Óðinn ég er algjörlega sammála þér og eina leiðin sem þessi glataða vinstri Ríkisstjórn kann er að hækka og hækka skatta.

Það er núverandi Ríkisstjórn sem er að setja Þjóðina á hausinn Sigurður M Grétarsson og engin annar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.8.2011 kl. 09:12

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Annað segja erlendir greiningaraðilar og áltistgjafar í erlendum fagtímaritum. Staðreyndin er sú þvert á svartamarkaðsraus hælbíta stjórnarandstöðunnar þá hefur tekist betur til við að reisa Ísland úr þeirr gríðarlegur kreppu sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leiddu þjóðina í heldur en tekist hefur til hjá mörgum öðrum þjóðum sem þó lenntu ekki í nálægt því jafn mikilli kreppu og við. Þegar algert hrun verður í skattstofnum ríkisisn eins og varð í boði Sjálfstæði9sflokks og Framsóknarflokks þá komat menn ekki hjá því að fara út í sársukafullar aðgerðir bæði hvað varðar skattahækkanir og samdrátt í ríkisútgjöldum. Það er alveg merkilegt hvað sumir kenna þeim sem standa í björgunaraðgerðum um afleiðingar hrunsins í stað þess að beina skömmunum á þá sem ollu hruninu.

 Síðan er það einfaldlega röng fullyrðing að þjóðin sé á leiðinni á hausinn. Ástandið er að batna. Hallarekstur ríkissjóðs er að minnka. Hagvöxtur er að fara af stað og atvinnuleysi er að minna og það ekki bara af því að sumir flytja úr landi heldur er störfum að fjölga. Þetta er fyrst og fremst að þakka árangri af styrkri efnahagsstjórn núverandi stjórnvalda sem hafa haft kjark til að taka óvinsælar ákvarðanir þrátt fyrir að vita að þeir fengju bara skammir í hattinn af hælbítum fyrir það. Lykolatriðið er þó að hafa staðist freistingarnar og fara ekki út í skammtímalausnir eins og stjórnarandstaðan hefur krafist með lýðskrumi sínu og hefðu ekki verið neit annað en að "pissa í skóinn til að halda á sér hita".

Sigurður M Grétarsson, 30.8.2011 kl. 09:27

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er að sönnu mikil og djúp stjórnmálakreppa á Íslandi. Fylgi við ríkisstjórnina í skoðanakönnunum er lægra en elstu menn muna.

Fylgið við stjórnarandstöðuna er allmiklu minna og það er líklega einsdæmi í veraldarsögunni.

Árni Gunnarsson, 30.8.2011 kl. 12:13

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Sigurður -Ríkisstjórnin skrifaði undir stöðugleikasaming og þar var gert ráð fyrir ákveðnum framkvæmdum - orð&loforð en engar efndir.
Svo má spyrja sig með árangurinn af ags, úrlausn skulda hefur dregist, kjarasamningar eru í engu samræmi efnahagsstöðuna, verðbólgan átti að vera 4.5 % og fara minnkandi og afnema átti gjaldeyrishöft 2010.
Verið er að festa í sessi ativnnuleysi og fók flýr land - þetta blasir við öllum.
Það var gert ráð fyir 4 % hagvexti 2011, það þarf að, lækka skatta og koma framkvæmdum af stað eins og Helguvík sem allir vita að VG er á móti.
Ég orðinn mjög þreyttur á því hvað vinstri menn dvelja mikið í fortíðinni stað þess að koma með skýra framtíðarsýn og hvert þeir stefna og vilja að ísland verði esb, krónan, stóriðja, gjaldeyrismál o.s.frv í öllum þessum málum eru ríkisstórnarflokkarnir ósammála.
Ingibjörg - ríkisstjórn JS telur að hægt sé að skatta þjóðina út úr kreppunni en það vita allir að það er ekki hægt - það verður að vaxa út úr kreppunni - afrek ríkisstjórnarinnar eru hækka skatt og finna nýr skattstofna

Óðinn Þórisson, 30.8.2011 kl. 12:18

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Árni - það er bara mikið vantraust á stjórnmálamönnum í dag og fáir sem bera trust til alþings

Óðinn Þórisson, 30.8.2011 kl. 17:35

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Vissulega hefur ekki allt tekist eins og til stóð og sumt hefur tafist. Það eru takmörk fyrir því hversu mikið stjórnvöld geta áorkað og það að þurfa stöðugt að kljást við stjórnarandstöðu sem í stað þess að veita stjórnvöldum eðlilegt aðhald og gagnrýni kemur fram með lýðskrum og svartsýnisraus sem dregur kjarkin úr mönnum þar með talið þeim sem vilja koma hér með stóriðju.

Við skulum ekki gleyma því að farið var með offorsi gegn þeim fjármögnunarleiðum sem stjórnvöld vildu fara í vegaframkvæmdum og því þurfti að slá af þá fjármögnunarleið að láta vegfarendur greiða og þar sem ríkissjóður er rekin með miklum halla þá leiðir það af sér að það eru einfalelga ekki til peningar i verkið

Eins og ég sagði áðan þá hefur vissulega ekki tekist eins vel til og menn voru að vona en eitt er alveg á hreinu. Ef farnar hefðu verið þær leiðir sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn vildu fara þá værum við í mun verri málum en við erum þó í núna.

Sigurður M Grétarsson, 30.8.2011 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband