Steingrímur J. Sigfússon

steing1-300x224[1]Það dylst engum að þetta er persónuleg og pólitisk réttarhöld.

Fyrir Steingrím skipta þessu réttarhöld miklu máli til þess að hann fái þá pólitísku fullnægingu að sjá fyrrv. formann Sjálfstæðisflokksins fyrir dómi og helst í fangelsi.

EN er ekki rétt að fara að skoða hans vinnubörð í Icesave, Byr, Sparisjóðunum, stöðugleiksáttmálinn, tók hagsmuni kröfuhafa fram yfir hagsmuni heimilanna, skjaldborgin um fjármálafyrirtækin o.s.frv.

ER Steingrímur kannski með skítlegt eðli ?


mbl.is Greip ekki til tiltækra ráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Finnbogason

Að sjálfssögðu á að skoða vinnubrögð Steingríms og annarra. Vonandi verður hægt að endurskoða starfshætti allra sem sinna ábyrgðarstöðum í samfélaginu sífellt og endalaust til að gæta jafnræðis. Núna er hins vegar verið að skoða sérstaklega þau vinnubrögð sem forsætisráðherra fyrrverandi ástundaði fyrir og á meðan bankakerfi og efnahagslíf landsins hrundi.

Jón Finnbogason, 5.9.2011 kl. 12:39

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er eins gott að Landsdómur verði tilbúin til þess að takast á við öll þau málefni sem núverandi Ríkisstjórn er búin að gera ólöglega gegn Þjóð sinni...

Að ætla að kæra Geir H. einan er veruleikafyrring sérstaklega vegna þess að það hefur komið fram að um mikinn feluleik var að ræða varðandi rétta stöðu bankamála hér á Landi og væri nær að fjármálaeftirlitin og sá Ráðherra sem sjá átti um að allt væri í lagi (minnir að það hafi verið Björgvin G. Sigurðsson) stæðu þar sem Geir er núna...

Þjóðin er ekki einu sinni búin að fá að vita hvað gerðist í raun og veru og það er ekki búið að kæra einn eða neinn af þeim sem komu Þjóðinni í þessa erfiðu fjárhagstöðu. Erfiðu fjárhagsstöðu sem til kom vegna þess að bankarnir voru rændir öllu sínu fé innan-frá...

Er búið að færa sönnur á að það hafi verið Geir H. sem átti þar í hlut spyr ég bara...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.9.2011 kl. 12:42

3 Smámynd: Jón Finnbogason

Er ekki tilgangur Landsdóms að skera úr um sekt og færa sönnur á hlut Geirs í þessu? Ekki ákæran? Sammála þessu með að fleiri hefðu þyrft að ákæra. Núna er hins vegar búið að ákæra forsætisráðherra fyrrverandi, vonandi kemst allt uppá yfirborðið svo þjóðin loksins "fá[i] að vita hvað gerðist í raun og veru". Venju og eðli máls samkvæmt ætti forsætisráðherra að hafa ákveðna ábyrgð á framkvæmdavaldinu þó málaflokkurinn hafi í ríkistjórn hans fallið á annan ráðherra. Annars væri engin tilgangur í því að hafa forsætisráðherra, gætum bara haft handfylli af sjálfstæðum framkvæmdastjórum ráðuneyta, sem sæki heimildir til Alþingis. Kannski ekki svo slæm hugmynd.

Jón Finnbogason, 5.9.2011 kl. 12:50

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Jón - þetta hefur ekkert með annað að gera en pólitík og þeir sem vildu þessi pólitísku réttarhöld munu þurfa að lifa við þá skömm og það á eftir að koma í bakið á þeim síðar.
Ég er ekki að tala fyrir því að SJS verði settur í fangelsi þó ærin ástæða sé til þess ég er einhfaldlega á móti pólitíksum réttarhöldum.

Ingijbörg - við verðum að átta okkur á því hvort pólitísk réttarhöld eins og viðgengust í gömlu Sóvét er eitthvað sem við viljum hér í framtíðinni.
Raumvörulegir brotamennirnir hafa ekki enn og munu aldrei ekki verði settir í steininn.
Að taka einn út sem er aumingjaskapur og mikil lítilmenni sem þar standa að baki.
Hefði ekki verið eðlilegt að SJS, ÖJ og AG sem stóðu fyrir þessari lágkúru myndi sækja þetta mál ?

Óðinn Þórisson, 5.9.2011 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 82
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 888102

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 273
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband