Jón spilar inn á veikleika Samfylkingarinnar

Jón er og verður ráðherra meðan þessi ríkisstjórn lifir og hann mun ekkert gera til þess að auðvelda esb - ferlið frekar vinna gegn því.
Styrkleiki Jóns er veikleiki Samfylkingarinar að þora ekki að setja VG úrslitakost varðandi Jón og að hann vinni sínu vinnu varðandi sjávarútvegs&landbúnarkaflana.
Nú spyrja menn sig hvort Jóhanna fylgi eftir tillögu sinni frá flokkstjórnarfundi 29.mai 2011 á landsfundi í okt að breyta nafni og númeri flokksins til að ná til allra innlimunarsinna.
mbl.is „Einfaldlega til að stöðva viðræðurnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er aðeins ein ástæða þess að Jón heldur ráðherrastöðu sinni. Hún er fólgin í tölunum 32/31.

Ég veit ekki um neina "innlimunarsinna" í Samfylkingunni. Ég veit hins vegar um þó nokkra þar sem eru fylgjandi því að Ísland gerist aðili að samstarfsvettvangi 27 sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisþjóða í Evrópu sem hefur það að markmiði að bæta lífskjör íbúa aðildarríkja, halda friði í Evrópu og auka áhrif Evrópuríkja á alþjóðavettvangi og hefur náð miklum árangir á öllum þeim sviðum þó vissulega komi fleira þar til en ESB.

Sigurður M Grétarsson, 24.9.2011 kl. 18:51

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"...sem eru fylgjandi því að Ísland gerist aðili að samstarfsvettvangi 27 sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisþjóða í Evrópu sem hefur það að markmiði að bæta lífskjör íbúa aðildarríkja", ertu að tala um fólk eins og í Grikklandi? Eða öðrum löndum sem eru á svipuðu róli eins og Írlandi, Spáni, portúgal Ítalíu svo nokkur dæmi séu tekinn.

Jón má eiga það, að hann er maður orða sinna, sennilega er það ástæða þess hversu illa Samfylkingarmönnum er illa við hann

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.9.2011 kl. 11:05

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Siguður - Jón nýtur góðs af veikri ríkisstjórn og það að SF er ekki tilbúin að gera VG úrslitakosti varðandi JB EN það myni væntanlega leiða til fall fyrstu tæru ríkisstjórnarinnar - og það má alls ekki.
Bynjar - JB er eitur í beinum SF þar sem hann hefur sjálfstæða skoðun og lætur ekki teyms sig eins hund í bandi.

Óðinn Þórisson, 25.9.2011 kl. 11:54

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Brynjar. Staðan Grikkja, Íra, Spánverja, Portúgala og Ítala er heimatilbúinn vandi vegan óstjórnar þeirra eigin stjórnvalda í fjármálum ríkisins en er hvorki afleiðing af ESB aðild þeirra né þátttöku þeirra í Evru samstarfinu. Reyndar bendir allt til þess að staða þessara þjóða væri enn verri ef þær væru ekki í ESB eða Evru samstarfi.

Óðinn. Jón var einn af þeim sem samþykkti stjórnarsáttmálan til að komast í ríkisstjórn. Hann er að brjóta þann stjórnarsáttmála og þar með að ganga á bak orða sinna.

Samfyflkingin samþykkti að fara með VG í stjórn af því að VG samþykkti að sækja um aðild að ESB og bera niðurstöðuna undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Annars hefði Samfylkingin ekki farið í það stjórnarsamstarf og því hefði orðið eitthvert annað stjórnarmyntur. Það getur ekki talist til þess að "láta ekki teyma sig eins og hundur í bandi" að samþykkja slíkt til að komast í ríkisstjórn en svíkja það síðan þegar í ríkisstjórn er komið. Það kallast svik og eru ekki til eftirbreytni né eitthvað sem vert er að hrósa mönnum fyrir og allara síst eru það viðeigandi ummæli um mann sem hagar sér með slíkum hætt að hann "sé maður orða sinna" eins og Brynjar segir hér.

Sigurður M Grétarsson, 25.9.2011 kl. 15:35

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sigurður," ...er heimatilbúinn vandi vegan óstjórnar þeirra eigin stjórnvalda í fjármálum ríkisins en er hvorki afleiðing af ESB aðild þeirra né þátttöku þeirra í Evru samstarfinu. Reyndar bendir allt til þess að staða þessara þjóða væri enn verri ef þær væru ekki í ESB eða Evru samstarfi." Hvaða vísbending er það? Ísland var í enn verri málum en sumar af þessum þjóðum 2008 en Ísland hefur eitt sem hinar þjóðirnar hafa ekki, og það er von, enda með gjaldmiðil sem bregst við eins og við þurfum en ekki viljum.

Sigurður, Jón gaf öðrum flokk eitt loforð en þúsundum manna önnur sem stangast á við þau við samfylkinguna. Ég myndi frekar halda gefin orð við kjósendur en við samfylkinguna, enda er samfylkingin "ónýtt vörumerki"

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.9.2011 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 888614

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband