27 þjóðir dregnar á asnaeyrunum

Það hefði verið betra ef íslenska þjóðin hefði fengið að segja til um það hvort farið yrði af stað í þessar viðræður við evrópusambandið.
Þjóð sækir ekki um aðild að esb nema skýr vilji sé bæði hjá þjóð og þingi að sækja um aðild að esb og í okkar tilviki er hvorugt.

Ég er sammála Þorsteini Pálssyni og Eiríki Bergmann að þessar viðærður verða ekki kláraðar á þessu kjörtímabili vegna þess að ríkisstjórnin er klofin í málinu.

Hvort þetta séu viðræður eða aðlögunarfeli þá geta menn ekki verið annað að sammála um það að það að draga 27 þjóðir á asnaeyrunum getur ekki verið íslandi til framdráttar.


mbl.is Þarf að byggja á vilja til inngöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Furðulegast er það að ESB stjórnendum hlýtur að vera alveg örugglega ljóst hversu lítill stuðningur er meðal Íslensku þjóðarinnar við þessari umsókn og að hún er í raun ekkert annað en bjölluat í Brussel. Hversvegna í ósköpunum þeir láta hafa sig í það að leika við trúðinn Össur Skarphéðinsson?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 16:31

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Kristján - evrópusambandið er með skrifstofu hér og hlítur að gera sér greinf fyrir að þessi umsóknin er bjölluat og móðgun við aðildarþjóðir sambandsins.

Óðinn Þórisson, 23.10.2011 kl. 17:53

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi svo sannarlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 18:17

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæl Ásthildur - það vona ég líka og takk fyrir innlitið

Óðinn Þórisson, 23.10.2011 kl. 19:36

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Förum að Alþingi og látum heyra í okkur hvað þetta mál varðar því að skrif og blogg dag eftir dag hefur því miður lítið að segja, hvers vegna var enginn að mótmæla þegar stækkunarstjórinn kom hér í heimsókn um daginn?

Sigurður Haraldsson, 23.10.2011 kl. 20:11

6 identicon

Sigurður, er ekki bara málið það að fólki finnst varla taka því að vera að mótmæla, ESB og evran eru hvort sem er búin að vera.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 21:17

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Sigurður - það hefur lítið upp á sig að mótmæla þar sem þú ert með annan stjórnarflokkinn sem er með esb sem trúarbragð og hinn sem er tilbúinn að svíkja allt fyrir völd.
Sæll Kristján - það evrópusamband sem við sóttum um er ekki það sama og er í dag  - þannig að ef það verður áfram þá verður það enn miðstýrðara en er í dag og t.d fjárlög verða borin undin fjármálaráðherra esb til samþykkis eða synjunar.
En það er samt mjög sérstak hve lítið er fjallað um hversvegna esb sækir það svo hart að ísland verði aðili þrátt fyrir lítinn sem engan stuðning íslendinga.

Óðinn Þórisson, 24.10.2011 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband