Steingrímur J. Sigfússon endurkjötinn

steing1-300x224[1]Það er vert að velta því fyrir sér hvaða þýðingu endurkjör Steingríms mun hafa á flokkinn og þá möguleika sem ný framboð munu hafa.
Vart verður hægt að taka lengur mark á VG undir hans forystu það sanna dæmin að hann er ekki maður sem framfylgir stefnu flokksins varðandi t.d esb ags og velferðarkerfið.
Leiðtogar stjórnarflokkana eru þeir stjórnmálmen sem hafa setið hvað lengst á alþingi Jóhanna síðan 1978 og Steingrímur síðan 1982 og klárlega talsmenn gamla tímans.
Í þessu felast tækifæri fyrir framboð á vinstri kanti stjórnmálanna Besta/Guðmund Steingrímsson og nýtt framboð Lilju Mósesdóttur og VG  er fyrir löngu hættur að vera trúverðugur flokkur.

VG þar sem hugsjónir og stefna skipta ekki máli.


mbl.is Steingrímur áfram formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Fínt mál að Steingrímur var endurkjörinn af útvaldri strengjahirðinni, það styttir dauðastríð flokksins.

Sólbjörg, 29.10.2011 kl. 13:43

2 Smámynd: Vendetta

Eftir þennan landsfund hefur ESB-armur Vinstri grænna ennþá töglin og hagldirnar í flokknum. Þeir einfeldningar sem halda að forystan sé á móti ESB-aðild, einungis af því að Steingrímur hefur haldið því fram, verða að taka sig saman og fara að hugsa sjálfstætt.

Í fyrsta lagi ætti aldrei að leggja trúnað á það sem kommúnistar á þingi segja. Þetta með að "kíkja í pakkann" og "sjá hvað er í boði" er hreinasta blekking, sem flestir ættu að vera búnir að átta sig á. Eini þingmaður VG sem er andsnúnir aðild (og þeirri aðlögun að ESB sem nú er í gangi) er Jón Bjarnason. Það var m.a. vegna ESB-velgju flokksins sem Atli G. og Lilja M. sögðu sig úr þingflokknum og síðan úr flokknum alveg. Brotthvarf þessa hugsjónafólks rýrir trúverðugleika flokksins gríðarlega.

Í öðru lagi er ESB-báknið, sem er næsti bær við við Sovétríkin, draumur hvers kommúnista vegna miðstýringarinnar og skorts á lýðræði og jöfnuði.

Og þegar kosningarnar koma, þá kemur skellurinn fyrir flokkinn. VG mun þá lenda úti í hinni pólítísku eyðimörk. En ég ætla að biðja áheyrendur þá að taka vel eftir því, hvernig Steingrímur mun snúast 180° eina ferðina enn um leið og hann er kominn í stjórnarandstöðu.

Ég þori að hengja mig upp það, að ef til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild kemur á þessu kjörtímabili, þá muni 12 af 13 þingmönnum VG  setja X við "Aðild? - Já, takk" á kjörseðlinum.

Vendetta, 29.10.2011 kl. 14:01

3 identicon

Sammála Sólbjörgu VG er löngu rúinn öllu trausti kjósenda.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 15:56

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Sólbjörg -Steingrímur hefur þá einu sannfæringu að vera við völd og valdagræðgi hans mun eyðileggja flokkinn
Vendetta - esb - er miðstýrt og ólýðræðislegt ríkjasamband sem byggir á því að valdið fer frá viðkomandi þjóð til evrópusamansins.
Landsfundinn kaus áfram SJS og þá um leið styðja að ísland verði aðili að esb og mikill meirihluti þingmanna mun svíkja kjósendur sína þegar kemur að esb - aðild.
En hafa ber í huga að þjóðaratkvæðagreiðslan um esb er bara ráðgefandi og þingmenn aðeins bundnir af sannfæringu sinni.
Kristján - VG er í rúst og þessi landsfundur tók ekki þá ákvörðun að fari fram þjóðaratkvæðagreilsa um það hvort haldið sé áfram þessu esb - ferli.

Óðinn Þórisson, 29.10.2011 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband