Hanna Birna skýr valkostur

Hanna Birna (2)Eðlilega þá er enginn hugmyndafræðilegur munur á skoðunum Hönnu Birnu og Bjarna Ben. enda væri það fáránlegt enda í sama stjórnmálaflokki.
Það vita það allir að Bjarni tók við flokknum  á erfiðasta tíma í sögu flokksins 2009 og náði miklum varnarsigri í kosningunum það árið og hefur náð fylginu aftur í 36 % og hefur flokkurinn í öllum skoðanakönnunum frá kosningum mælst stærsti flokkurinn.
En nú er spurningin hvort Hanna Birna sé líklegri en Bjarni til að leiða flokkinn til sigurs í næstu kosningum.
Hanna Birna er skýr valkostur fyrir framtíð þessarar þjóðar.


mbl.is Finnur fyrir miklum stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þannig að þínu mati er ekki eðlilegt að um þróun sé að ræða innan stjórnmálaflokks og að tekist sé á um áherslur Óðinn ?

hilmar jónsson, 6.11.2011 kl. 15:35

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er ekki eðlilegt að "þróun" innan stjórnmálaflokks eigi sér stað á miðju kjörtímabili. Ef kjósandinn getur ekki "þróað" sig eða skipt um skoðun, þá á flokkurinn sem hann merkti við ekki að geta það heldur. Vitanlega á þróunarstarfið á að fara fram í kosningabaráttunni svo kjósandinn kaupi ekki köttinn í sekknum.

Í þeim efnum stendur svolítið uppá VG, ekki satt?

Kolbrún Hilmars, 6.11.2011 kl. 15:48

3 Smámynd: Benedikta E

Valkosturinn skerpir áherslurnar og lýðræðið - Hilmar - Sjálfstæðisflokkurinn þorir og getur.

Benedikta E, 6.11.2011 kl. 15:49

4 Smámynd: hilmar  jónsson

En kæra Kolbrún, hlutirni breytast og snúast á alla kanta jafnvel á miðju kjörtímabili. Getur knúið hina bestu flokka til skoðanaskipta innanborðs og meira að segja viðhorfsbreytinga.

hilmar jónsson, 6.11.2011 kl. 15:52

5 Smámynd: Benedikta E

Ég ætla nú ekki einu sinni að nefna ný liðna landsfundi stjórnarflokkanna - þar er bara spólað í gömlu hjólförunum - spillingin vill ekki breytingar.

Benedikta E, 6.11.2011 kl. 15:55

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Miðað við núverandi kosningakerfi ætti stjórnmálaflokkum að vera bannað að skipta um skoðun á miðju kjörtímabili.

Núverandi formaður XD stendur veikt vegna þess að hann skipti um flokksskoðun í einu máli á miðju kjörtímabili. Flokksforysta VG skipti um flokksskoðun strax í upphafi kjörtímabils. Svona nokkuð fer illa í kjósendur og viðkomandi ættu að læra af því.

Kolbrún Hilmars, 6.11.2011 kl. 16:06

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Flugvél leggur í langferð Kolbún. Markmiðið var að lenda á flugvelli í öðru landi. Bilun kemur upp í vél. Val flugstjórans stendur á milli þess að finna heppilegann nauðlendingarstað, ella halda ótrauður áfram og farast á leiðinni.

Öllum ætti að vera ljóst að í pólitíkinni getur þurft að taka afstöðu til mála sem á engann hátt voru fyrirséð í upphafi. Að halda til streitu eða breyta um kúrs í stefnu sem skarast gæti við ófyrisjáanlegar aðstæður sem upp geta komið, gæti líkt og hjá flugstjóranum skilið á milli feigs og ófeigs.

hilmar jónsson, 6.11.2011 kl. 16:16

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ónýt samlíking, Hilmar. Hvað ef flugstjórinn tilkynnir farþegum að nú hafi komið upp bilun og finna þurfi nauðlendingarstað - "en því miður, farþegarnir verða að dvelja þar næstu 4 árin"!

Kolbrún Hilmars, 6.11.2011 kl. 16:23

9 Smámynd: hilmar  jónsson

4 ára dvöl verri en dauði ?

hilmar jónsson, 6.11.2011 kl. 16:24

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Hilmar - þrón á sér alltaf stað innan stjórmálaflokka og málefnastarf og tekist á er um ákveðn mál en hugmyndafræðin er alltaf sú sama.

Kolbrún - VG er flokkur þar sem hugsjónir og stefna skipta nokkur veginn engu máli og má líkja SJS - við dr.jerkill and mr.hyde en VG á mögleika ef SJS stígur til hliðar fyrir næstu kosningar ef ekki þá mun flokkurinn bíða afhroð
Vissulga stendur Bjarni veikt út af því að hann greiddi atkvæði með icesave og fór þar gegn 80 % flokksmanna

Benedikta - himar veit það jafnvel og við að sjálfstæðisflokkurinn getur alveg farið í gegnum formannslag þó svo Sf geti það ekki.
Landfundir stjórnarflokkana voru eins og lég skrautsýning

Óðinn Þórisson, 6.11.2011 kl. 16:31

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Já það verður fróðlegt að fylgjast með lejðjuslagnum Óðin, ekki síst með tilburðum Davíðs til að hræra í pottinum.

hilmar jónsson, 6.11.2011 kl. 16:35

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Hilmar - ummæli TÞH hjálpa ekki og við vitum báðir að DO er hvorki skoðanalaus eða áhrifalaus en ég treysti HBK og BB að fara varlega í allar yfirlýsingar um andstæðinginn en þó hefur BB núþegar því mður tekið eitt fast skot á HBK.

Óðinn Þórisson, 6.11.2011 kl. 16:41

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þó að fólk er í sama flokkið þá geta verið örðvísi áherslur.

Væri ekki skýr munur á ef Þorsteinn Pálsson mundi gefa færi á sér?

Sleggjan og Hvellurinn, 6.11.2011 kl. 20:12

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll félagi - það hefur engann tilgang að ræða eitthvað sem verður aldrei.
Það mætti segja að hann eigi mun fremur heima í landráðaflokknum og gæti þá tekið við af Jóhönnu.

Óðinn Þórisson, 7.11.2011 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband