25.11.2011 | 17:33
Óánægja SF með VG en hversvegna er haldið áfram ?
Sigmundur Ernir sagði fyrir rúmu ári að hann væri búinn að setja ríkisstjórnina á skilorð og væri tílbúinn að mynda aðra ríkisstjórn um atvinnuuppbyggingu.
Magnús Orri hefur sent Jóni Bjarnasyni vægast sagt kaldar kveðjur um sjávarútvegs&landbúnaðarmál.
Þingflokkur VG ályktaaði gegn Katrínu Júlíusdóttur vegna breytinga hennar á Byggðastofnun sem er sama og vantraust.
Kristján Möller hefur gagnrýnt atvinnustefnu VG ítrekað og nú síðast að það verði að velta fyrir hvort það mætti yfir höfðu gera eitthvað.
En hversvegna slítur Samfylkingin ekki bara stjórnarsamstarfinu - jú það vita það allir.
Magnús Orri hefur sent Jóni Bjarnasyni vægast sagt kaldar kveðjur um sjávarútvegs&landbúnaðarmál.
Þingflokkur VG ályktaaði gegn Katrínu Júlíusdóttur vegna breytinga hennar á Byggðastofnun sem er sama og vantraust.
Kristján Möller hefur gagnrýnt atvinnustefnu VG ítrekað og nú síðast að það verði að velta fyrir hvort það mætti yfir höfðu gera eitthvað.
En hversvegna slítur Samfylkingin ekki bara stjórnarsamstarfinu - jú það vita það allir.
Andvíg ákvörðun Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 888605
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er hundfúlt að þurfa að drattast með þetta afturhaldssinnaða kommarusl í eftirdragi en því miður eru bara ekki aðrir kostir í stöðunni. Sjálfstæðisflokkurinn er óstjórntækur með alla kúlulánasvikarana, vafningana, dæmdu þjófana og skattsvikarana enn á þingi. Ef Sjálfstæðisflokkurinn losaði sig við þetta lið og axlaði ábyrgð á hruninu sem hann hefur EKKI GERT, þá væri hann hugsanlega betri kostur í stjórnarsamstarfi við Samfylkingu en VG, en bara hugsanlega!
Óskar, 25.11.2011 kl. 18:09
Sæll Óskar - það er allt betra en gamla alþýðubandalagið og þetta stjórnarsamstarf er orðið mjög þunnt og skoða verður alla aðra möguleika.
Kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisfllokkins munu taka ákvörðun um hverjir þeir velja til að vera fulltrúnar flokksins fyrir næstu kosningar.
Óðinn Þórisson, 25.11.2011 kl. 21:02
Ég verð nú að segja að Ögmundur hefur bjargað miklu með þessari ákvörðun, og talandi um kúlulánaþega er ekki nóg af slíkum í Samfylkingunni líka? Og hrunverjar úr innsta hring í mikilvægustu stöðum ríkisstjórnarninnar?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 11:15
Sæl Ásthildur - þessi ákvörðun lá fyrir frá fyrsta degi. Það er mjög sérstakt að JS sem sat í 4 manna ráðherranefnd um ríkisfjármál í ríkisstjórn GHH og Össur höfuðpaur við fall bankanna.
Óðinn Þórisson, 26.11.2011 kl. 12:57
Það getur vel verið að Ögmundur hafi ekki vilja þessa sölu frá fyrsta degi, og í sjálfu sér allt í lagi með það. En þá hefur vinnan líka farið í að finna rökin fyrir því að veita ekki þessa undanþágu. Og þau standa. Ég er á móti því að við seljum stóra landshluta til erlendra aðila. 'Eg hef trú á landi og þjóð, og ég held að umhverfi heimsins sé að breytast og okkur ber að fara varlega. Það er bara þannig að land, hreint vatn og óbeisluð náttura eru að verða fágæti í heiminum, og ásókn auðvaldins í slíkt að koma fram af meiri þunga. Auk þess er ég sannfærð um að Kína í allri sinni dýrð stóð þarna á bak við en ekki bara einn auðkýfingur sem hefur auðgast á ótrúlegan hátt í ríki þar sem slíkt á ekki að vera hægt.
Tek aftur undir það að Jóhanna, Össur, BJörgvin Sigurðsson og jafnvel fleiri bera líka ábyrgð á hruninu, og ættu ekki að sitja á alþingi, hvað þá að vera í lykilstöðum. Meðan svo er, ferst Samfylkingunni ekki að tala um aðra í þeim dúr.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2011 kl. 13:16
Sæl Ásthildur - því miður var Núpo dreginn á asnaeyrunum í þessu máli af ÖJ og ég held að það hefði verið heyðarlegast af honum að segja strax nei þetta er ekki möguleiki. SF vildi semja við hann og í þvi kristallast þessi ágreyingur sem er mili stjórnarflokkana.
EN ég er sammála þér að við höfum trú á landi og þjóð.
Óðinn Þórisson, 27.11.2011 kl. 13:08
Nei hann var ekki dregin á asnaeyrunum af Ögmundi, heldur Hjörleifi og þeim sem voru að reyna að fá hann til landsins. Það var þeirra að segja honum hvernig spilinn lægju. Ögmundur var ekkert bundinn af því að gefa undanþágu. Og honum bar enginn skylda til að leggja eitthvað annað til. Hans var að taka ákvörðun um jánkun eða synjun erindisins. Stundum finnst mér eins og sumir íslendingar gangi ekki á öllum þegar þeir vilja koma sínum áhugamálum að. Þá er hvorki skeytt um skynsemi né heiður, en bara vaðið áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Sem betur fer er fólk almennt að vakna upp við hvað er að gerast í heiminum og það ber að vera á varðbergi, og þá standa þeir með rörsýnina einir á flæðískeri og komast ekki burtu frá eigin kjánaskap.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2011 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.