Áflall fyrir Samfylkinguna

Þessi ákvörðun Ögmundar er gríðarlegt áfall fyrir Samfylkinguna. Vilji Samfylkingarinnar að þetta yrði að veruleika var öllum ljós.
" Gal ákvörðun " " hér skilur að atvinnustefnu SF og VG " segir Sigmundur Ernir sem setti ríkisstjórnina á skiloð fyrir rúmu ári.
Augu manna mun beinast að SER og KM á næstu dögum - munu þeir hætta stuðningi við ríkisstjórnina - hæpið en maður skyldi aldrei segja aldrei.
Eflaust verður samt erftitt að ná í þingflokk SF um helgin þar sem eflaust flestir nú að leita sér áfallhjálpar.


mbl.is Huang Nubo er hættur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að leggja trúnað á það að einhver lúxushótel og golfvellir verði byggð á Grímstöðum á fjöllum ber vott um algeran barnaskap viðkomandi, og að þessu fylgi einhver fjöldi starfa er álíka trúverðugt og þegar Árni bæjó í Keflavík er að tala fjálglega um öll störfin sem gagnaver Björgólfs Thors muni skapa suður með sjó, sannleikurinn er sá að gagnaver þurfa afar lítinn mannafla fjölda starfa er nánast hægt að telja á fingrum annarar handar.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 13:02

2 identicon

Síðan er spurning hvort Huang Nubo hafi ekki verið í sama hlutverki fyrir samfylkingun og einhver uppskáldaður erlendur banki fyir Búnaðarbanka gengið forðum, hann hættir svo snarlega við þannig að áhugi hans er kannsi ekki eins mikill og í veðri er látið vaka ef þessi maður yfir höfuð til. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 13:05

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála síðasta ræðumanni. Bæði þingmenn og ráðherra Samfylkingarinnar hafa ítrekað hótað stjórnarslitum út af hinu og þessu. Það verður ekki. Það sem því ræður er áframhaldandi völd umfram hugsjón. Einfalt mál.

Guðmundur St Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 13:26

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta voru algerlega galnar hugmyndir hjá þessum kínverska draumóramanni. Ögmundur gerði hárrétt fyrir þjóðina með því að blása þetta af og hann gerði Huang Nubo líka stórgreiða.

Þessar fyrirhuguðu framkvæmdir hans hefðu kannski farið af stað með tilheyrandi jarðraski og upp hefðu risið grindur af stensteypumannvirkjum sem síðan hefðu aldrei klárast og framkvæmdir stöðvast og maðurinn horfið og við hefðum setið uppi með þetta sem fáránlegt minnismerki um heimsku okkar mannanna.

Þetta hefði orðið svona álíka lýti á landslaginu eins og það sem Afríkubúar kalla "Hvíta fíla" og finna má sem drauga minnismerki um heimsku og græðgi hvíta mannsins um alla Afríku.

Við höfum ekkert að gera við hvorki hvíta eða gula fíla hér í landslagi Íslands.

Nóg er á þjóðina lagt að þurfa sitja uppi með apaketti eins og Árna Pál og Össur hinn skarpa og svo sjálfa Samfylkinguna !

Gunnlaugur I., 26.11.2011 kl. 13:28

5 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er athyglisvert að viðbrögð SF eru miklu meiri við þessari ákvörðun Ögmundar en öllum þeim hindrunum sem VG er stöðugt að beita gegn öðrum fjárfestingum, sérstaklega í orku- og iðnaðarmálum. Svo virðist sem gert hafi verið samkomulag milli sósíalísku flokkanna um að VG geti beitt öllum tiltækum vörnum gegn uppbyggingu í orku- og iðnaðarmálum gegn stuðngingi við inngönguviðræður um ESB. Þetta mál fellur líklega ekki undir samkomulagið og þá brjálast SF.

Skúli Víkingsson, 26.11.2011 kl. 13:31

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Kristján - þessi ákvörðun lá fyrir frá fyrsta degi. Það má spyrja hvaða hagsmunda SF er að gæta og fyrir hverja þeir eru að vinna.
Guðmundur - vg er hætt að taka mark á stjórnarslitshótunum SF og jú þau munu að sitja áfram valdanna vegna
Gunnlaugur - þetta mál kristallar að stjórnarflokkarnir ná ekki saman um eitt eða neitt og enn einn kross í stjórnarsamsarfið eins og KM orðaði það.
Skúli - vg er ekki flokkur sem hefur áhuga á atvinnuuppbyggingu en það ma á segja í þeir hafi tekið upp það vesta í stefnu hvors annars - skattahækkanir VG og hjá SF - blind trú á esb og tilbúinir að fórna öllu svo af því verði.

Óðinn Þórisson, 26.11.2011 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 888605

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband