Sjálfstæðisflokkurinn skýr valkostur

Stefnulausi flokkurinnÞessi skoðanakönnun er mjög jákvæð fyrir Sjálfstæðisflokkinn en ennfremur hvati fyrir flokkinn að sækja enn meira fylgi.
Í gær var kynntur nýr nafnlaus, stefnulaus og skemmtilegur flokkur undir forystu SamfykinarFramsóknarmanns og framkvæmdastjóra Besta sem lofaði að svíkja allt og því enn mikilvægra fyrir fólk að hafa skýran valkost flokks allra stétta.

En það sem er líka jákvætt er staðfesting á fylgishruni VG 13,7 % og vonandi sjáum við þann flokk aldrei við stjórn landsins aftur.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já samála þér með VG en um leið ekki með Sjáfstæðisflokkin því að hann ætti líka að heyra sögunni til og sætir það furðu minni hvað þessar kannanir eru að sýna eftir það sem undan er gengið ásamt því að pabbastrákurinn hann Bjarni Ben er ekki góður kostur sem næsti forsætisráðherra.

Sigurður Haraldsson, 9.12.2011 kl. 19:31

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef þessi skoðanakönnun væri marktæk (44% þátttaka) væri þetta skelfilegt. Íslenskt samfélag er búið að líða nóg fyrir óreiðinu og ráðaleysi Sjálfstæðisflokksins. Við eigum betra skilið en að fá þessa þokkapilta aftur í Stjórnarráðið!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.12.2011 kl. 20:00

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Sigurður - við erum með lifandi dauða ríkisstjórn þar sem innanhúsdeilur eru daglegur viðburður. Skattalögum hefur verið breytt 140 sinnum síðan þessi ríkisstjórn tók við. SJS hefur aldrei horft til einkageirans aðeins ríkisbúskapar. Mundu þetta er sósíalísk ríkisstjórn og þeirra aðalmarkmið er að útrýma millistéttinni.
Stjórnarflokkarninr eru rúnir trausti og ný framboð koma tómhent til leiks.
Við verðum að gefa fólki tækifæri til að hjálpa sér sjálf.
Guðjón - þessi umræða er orðin þreytt að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt - það varð alþjóðlegt fjármálahrun - eða var hrunið í Grikklandi og Ítalí Sjálfstæðsifllokknum að kenni - NEi.
Þjóðin á ekki skilið þessa vinstri stjórn þar sem t.d 2 ráðherrar hafa brotið lög svo ekki sé minnst á Svavarssaminginn - 500 milljaraða sem við værum búin að borga 100 milljarða ef hann hefði verið samþykktur.

Óðinn Þórisson, 9.12.2011 kl. 20:35

4 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Á nýja framboðið ætla ég að skutla fram nafninu Framfylkingin... ef þessar manneskur vilja viðurkenna sinn boðskap skulu þau taka hann.

Arngrímur Stefánsson, 9.12.2011 kl. 22:56

5 Smámynd: Sandy

Hvað á að kjósa næst???? Við ættum að hætta að tala um að kjósa flokka, við getum allt eins talað um að kjósa hagsmunagæslu.

Ef við kjósum Sjálfstæðisflokkinn þá erum við að styðja áhrif LÍÚ inn á þing.

Ef við Kjósum Samfylkinguna erum við að stiðja aukin áhrif banka og fjármálafyrirtækja inn á þing,ásamt inngöngu í ESB með stuðningi ASÍ.

 Ef við kjósum VG erum við að kjósum við yfir okkur endalausa skattpíningu ( veit ekki hvaða hagsmunasamtök stjórna þeim, en kæmi ekki á óvart að þeir væru bara stuðningsflokkur fyrir alla hina svo fremi að þeir fái að vera áfram í stjórn).

Ef við kjósum Framsókn þá erum við að kjósa áhrif bændasamtakana inn á þing.

Ef við kjósum Hreyfinguna eða nýja framboðið hans Guðmundar, erum við að kjósa útibú frá Samfylkingunni.(Svo oft stiður það fólk frekjuna í Jóhönnu).

Svo hvað er þá til ráða? Eitt er þó alveg víst það dugar mér ekki að hlusta á Sjálfstæðisflokkinn tala, ég þarf að fá efndir á a.m.k. aðgerðum til hjálpar heimilunum og fólkinu í landinu. Mér þykir það mjög miður því að ég kaus þá í mörg ár,og mundi gjarna vilja kjósa þá aftur, en þá gegn því að þeir sem ég kýs á þing stjórni landinu, en ekki einhver hagsmunasamtök út í bæ.

Sandy, 10.12.2011 kl. 07:25

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Arngrímur - þessi kynning á þessu parýi, samtökum, flokki eða hvað þetta nú er var hrein hörmug en þau geta ekki skotist frá tengslum sínum við SF og Framsókn
Sæl - Sandy - það er margt til í þessu hjá þér og varðandi SF þá er hann ekki jafnaðarmannaflokkur og hefur engan áhuga á vinnandi fólki og VG er bara hagsmunsamtök um völd - Framsókn stóð sig  vel í Icesave - málinu og eru mjög ákveðna afstöðu til esb og Brh/Hhr er´búin að vera enda sviku allir 4 þingmenn Bhr sitt fólk en Sjálfstæðisflokkurinn á að geta nýtt þetta betur og ef það eru einhver tengsl við LíU verður að slíta þeim núþegar því flokkurinn á að vera flokkur allra stétta og með frelsi einstklingsins að leiðaljósi.

Óðinn Þórisson, 10.12.2011 kl. 09:01

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Óðinn: þú ert greinilegu í þeirri stöðu að vilja EKKI viðurkenna að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi gert nokkuð rangt. Í raun steinsvaf hún á verðinum meðan verið var að ræna bankana. þú getur ekki neitað því eða varst þú kannski tengdur ræningjunum eða tókst þátt í ráninu og skildir þjóðina allt að því á vonarvöl?

Ekki veit eg hvernig staðið var að þessari könnun en reynslan hefur sýnt okkur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf fengið töluvert meira fylgi í skoðanakönnunum en þegar talið er upp úr kjörkössunum eftir kosningar. Sennilega er aðferðafræðin við þessar skoðanakannanir ekki í lagi.

Eg leyfi mér að halda því fram að núverandi stjórnarandstaða er steindauð. Hún er líkust afturgöngum sem eru að tuða aftur og aftur um það sama í þeirri vona að þeir sem nenna að hlusta klappi og kalli upp: þið eruð alveg æðislegir! En fulltrúar stjórnarandstöðunnar eru nátengdir því braskaraliði sem ábyrgð ber á hruninu.

Með von um betri stundir en án braskaranna!

Guðjón Sigþór Jensson, 10.12.2011 kl. 20:30

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Guðjón - ekki vera með dylgjur  í minn garð sem er ekkert á bakvið.
En við verðum að horfa á störf og vinnubögð núverandi vinstri stjórnar og það hvernig þeirra stjórnarfar er og hvaða skaða hún hefur valdið þjóðinni.
En það er magnað að enn sé til fólk sem talar og eru klappsýrur þessarar ríkisstjónar.
Það er ekkert mál að gagnrýna stjórnarandstöðuna, hvað með Bhr. þar sem allir 4 þingmenn flokksins sviku sína kjósendur, Guðmudnur St. fór úr Framsókn og þetta fólk hefur ekki verið heilt í að standa með Framsókn og Sjálfstæðisflokknum í stjórnarandstöðu við ríkisstjónina og þannig veikt stjórnarandstöðuna.


En ég er sammála að vonandi eru betri tímar í hönd.

Óðinn Þórisson, 11.12.2011 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 888609

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband