Davíð Oddsson

Davíð OddssonÞetta var mjög málefnalegt og gott viðtal sem Björn Bjarnason tók við Davíð Oddsson á INN í kvöld.
Þar fór Davíð yfir stöðuna og talaði m.a um það og er ég honum þar sammála að ríkisstjórnin standi ekki fyrir neitt nema þá að halda völdum.
Farið var yfir viðræður Samfylkingarinnar við esb og þar sagði Davíð að Samfylkingin myndi aldrei slíta þessari stjórn þar sem ólíklegt væri að annar flokkur fengist til að svíkja sína stefnu.
Davíð hrósaði Ólafi fyrir að standa með þjóðinni í Icesave - málinu þar sem ríkisstórnin virist hafa lítinn áhuga á að verja hagsmuni íslendainga.
Davíð kom inn á að stuðningsfólki þessarar vinstri stjórnar sem fækkar með hverjum deginum sem líður talar um að það sé styrkur að sitja þrátt fyirr daglega ágreyning milli ríkisstjórnarflokkana þar sem forstætisráðherra finnst það sjálfsagt að gera árásir á samráðherra sinn úr hinum stjórnarflokknum og segist ætla að gera breytingar fyrir áramót og standa ekki við það og persónilega finnst mér það lélegt og ótrúverðugt enda er þetta bæði légleg og ótrúverðug ríkisstjórn.
mbl.is Samskiptin við Ólaf alltaf verið eðlileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sammála.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.12.2011 kl. 21:32

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

foringinn.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.12.2011 kl. 23:12

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta er vægast sagt mjög kostuleg traustyfirlýsing manns sem hrakti forsetaembættið úr Stjórnarráðshúsinu á sínum tíma. Davíð og Ólafur voru engir perluvinir, öðru nær. Man nokkur eftir frægu styggðaryrði sem ÓRG hafði um DO hérna um árið?

ÓRG klauf þjóðina í tvær fylkingar í stað að sameina hana með afstöðu sinni gegn Icesave samningunum. Með þeim var einföld lausn fengin en féll íhaldsmönnum ekki í geð enda hafa þeir ekki viljað fallast á að hafa borið neina ábyrgð á hruninu.

Davíðs verður sennilega minnst fyrir að hafa skipað 26 sendiherra úr röðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks það rúma ár sem hann gegndi sem utanríkisráðherra. Er þetta ekki Íslandsmet í embættaveitingum ef ekki Norðurlandamet ef ekkiEvrópumet og jafnvel heimsmet?

Með þessu voru flestir raftar á sjó dregnir, vildarvinir og velunnarar  þáverandi stjórnarherra.

Hvað skyldi þetta hafa kostað fátæka þjóð?

Davíð hefur reynst okkur dýr, meira að segja rándýr.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.12.2011 kl. 00:08

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta var prýðisgott viðtal og ekki er vafi á því, að Davíð er í hópi mestu stjórnmálaskörunga sem ísland hefur alið góður pistill hjá þér Óðinn.

Ég veit að bókasafnsfræðingurinn Guðjón er ekki sammála mér, en sögulegar staðreyndir tala sínu máli.

Þegar leitað er eftir sögulegum staðreyndum er ekki gott að láta aðalgerendur eða talsmenn þeirra rita hana, þess vegna var gott hjá Illuga Jökulssyni að skrifa bók um sögu 20. aldar, bókin heitir "'island í aldanna rás, 20. öldin og hún ætti að vera tiltæk á flestum bókasöfnum.

Í bók Illuga, en hann er langt frá því að vera sjálfstæðismaður, þannig að gott er að styðjast við hann, segir m.a. á bls. 1107:"almenningur hafði aftur á móti orðið fyrir umtalsverðri kjaraskerðingu meðan kreppan var sem mest og hafði það vakldið mikilli gremju í samfélaginu". En hvernig brást Davíð og hans stjórn við kreppunni sem hafði geisað allt fyrsta kjörtímabilið sem hann sat?

Jú Illugi vinstri maður segir a sömu blaðsíðu, að þótt ríkisstjórnin hafi verið iðulega gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi, þá hafi kjósendur ekki viljað hverfa aftur til tíma vinstri stjórna þar sem var ávalt brugðist við versnandi kj0örum með innihaldslausum kauphækkunum.

 Svo er hægt að lesa það ansi víða, ekki man ég hvort það kemur fram í bók Illuga, að Davíð byrjaði á því að uppræta sjóðasukkið, láta rannsaka Byggðarstofnun osfrv., síðan var hafist handa við að undirbúa lækkun skatta á fyrirtæki, það kláraðist árið 2002 ef ég man rétt, en þegar skattar voru lækaðir niður í 30% á fyrirtæki, árið 1994 að mig minir, eða 5, það skiptir ekki höfuðmáli, þá fóru fyrirtækin að reka sig betur, það skilaði sér í raunhækkun launa, kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkaði osfrv.

En ekki skulum við eingöngu dvelja við það sem íslendingar segja heldur kanna hvað útlendingar sögðu um okkur á tíma Davíðs, þú þekkir það sem fræðimaður Guðjón, að það er gott að leita sér heimilda víða.

Um áramótin 1998-1999 gaf "Economist" út fylgirit sem fjallaði um Norðurlöndin og þar var fjallað nokkuð ítarlega um efnahagsástandið á Íslandi, en stjórnviska Davíðs var þá farin að vekja athygli ansi víða og þetta var skrifað talvert fyrir einkavæðingu bankanna vel að merkja.

Í fylgiritinu kemur m.a. fram að 5% hagvöxtur hafi verið á Íslandi þrjú ár í röð, atvinuleysi tvö prósent og kaupmáttur ráðstöfunartekna var svo góður að Ísland náði fimmta sæti á heimslista OECD. Það má örugglega finna ritið einhversstaðar, ég skrifaði þetta upp eftir blaði sem vinur minn átti, ég get athugað hvort hann eigi það enn og sent þér afrit af því Guðjón minn. það er nefnilega betra að kynna sér staðreyndir en láta ekki reiðina út í Sjálfstæðisflokkinn og Davíð, sem mjög er í tísku um þessar mundir, byrgja sér sýn.

Vitanlega er alltaf eitthvað sem betur má fara, við eigum margt eftir ólært í efnahagsmálum eins og raunar flest lönd hins vestræna heims. En að halda því fram að Davíð hafi reynst okkur dýr, það er della.

Þvert á móti þá sparaði hann okkur stórfé með því að fá góða ráðgjafa frá JP Morgan, eins og fram kemur í skýrslunni frægu, og það var til þess að bankarnir voru látnir falla í stað þess að dæla í þá stórfé, margar þjóðir öfunda okkur af Davíð, sérstaklega þær þjóðir sem búa við stjórnmálamenn sem létu kostnaðinn við björgunaraðgerðir ónýtra banka falla á ríkissjóð, þ.e.a.s. skattgreiðendur.

Árið 2006 kom hingað til lands framkvæmdastjóri smáfyrirtækja innan ESB, hann var að kynna sér Davíðismann.

Hægt er að skrifa endalaust um afrek Davíðs, þegar hann var borgarstjóri árið 1989, þá vildi hann ekki hæka skatta á borgarbúa, en ríkisstjórnin hélt sköttum háum, það varð öfugt þegar R-listinn tók við.

Það ber enginn einn aðili ábyrgð á hruninu, hvorki SJálfstæðisflokkurinn né nokkur annar, þetta voru margir samverkandi þættir.

En ef ég færi út í sambærilegan málflutning, þá gæti ég sagt að þetta væri Samfylkingunni að kenna, á landsfundi árið 2007 sagði ISG að vöxtur fjármálafyrirtækja og útrásin öll væri í boði Samfylkingarinnar, þetta var allt jafnaðarmönnum að þakka og þá væntanlega að kenna eftir að allt hrundi.

Það vita allir ástæðuna, það varð alheimshrun á fjármálamörkuðum eftir óheft flæði af ódýru fjármagni árum saman. Það var of mikið af peningum í gangi, heimurinn blindaðist af græðgi stjórnmálamenn allra landa dönsuðu með, þannig að Sjálfstæðisflokkurin ber sína ábyrgð, en langt frá því alla.

Jón Ríkharðsson, 29.12.2011 kl. 02:05

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Heimir - takk fyrir innlitið
S&H - er hann það í þínum huga ?
Guðjón - Nei þeir voru ekki perluvinir en ætli SJS og ÓRG séu það í dag - efast um það - sérstakt að segja að ÓRG hafi kolfið þjóðina með því að leyfa henni að kjósa um icesave - málið en ef þú vilt skilgreyna það svo er það þitt mál.
Ætli hans verði minnst sem frábærs stjórnmálamanns sem var lengur forstætisráðherra en nokkur annar og vinstrimenn unnu aldrei í kosningum.
Ætli SJS sé ekki að verða okkur rándýr - t.d 500 milljarða icesave - klúðrið.
Jón - takk fyrir ítarlegt og málefnalegt innlegg og ætla ég ekki að hafa mörg orð um hana enda sammála henni.
Það er mikill vilji vinstrimanna að reyna að kenna Sjálfstæðisflokknum um hrunið og Samfylkingin reynir eins og hann best getur að telja fólki trú um það að hann sé nýkominn að borðinu.

Óðinn Þórisson, 29.12.2011 kl. 18:21

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Davíð Oddson er foringi í mínum huga. Við erum skoðanabræður í felstöllu nema ESB.

Svo er Davíð solítið gamaldags og er veikur fyrir spillingu og öðru slíku vafasömu.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.12.2011 kl. 09:16

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll - davíð sagði einu sinni að ef þú værir í minnihluta værir þú einfaldlega á móti þó svo að þú værir sammála viðkomandi máli - alltaf tala gegn þeim sem ráða.

Óðinn Þórisson, 30.12.2011 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband