Pólitísk réttarhöld

Björn Valur þingmaður VG vinnur nú að því ásamt öðrum stjórnarþingmönnum sem vilja að pólitísk réttahöld yfir Geir H. Haarde fari fram að koma í veg fyrir að tillaga Bjarna Ben. um að málinu gegn honum verði vísað frá fái umæðu á alþingi.
Það voru 4 þingmenn Samfylkingarinnar sem eiga " heiðurinn " af því að Geir er þarna og þá ákvörðum verða þessir einstaklingar lifa með sjálfum sér.
Núþegar er búið að fella niður 2 af ákæruliðunum og er ekki rétt að gefa þeim sem hafa séð af sér tækifæri til að breyta rétt.
Það verður vart hægt að saka Björn Val um að hafa mikinn mannkærleika.


mbl.is Ræða um frávísunartillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef þú kallar það pólitísk réttarhöld að pólitíkusum sé gert að taka ábyrgð á eigin gerðum, þá má það heita það mín vegna....

hilmar jónsson, 15.1.2012 kl. 14:05

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Hilmar - er þá ekki rétt að SJS fari fyrir landsdóm fyrir Svavarsaminginn ?

Óðinn Þórisson, 15.1.2012 kl. 14:45

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Við skulum sjá. Núna snýst málið um Geir...

hilmar jónsson, 15.1.2012 kl. 14:48

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

3 sluppu og þeim verður að ná. Þannig á þetta með réttu að virka.

Það er enginn pólitískur afsláttur á lögum og réttlæti í boði.

Siðspillinguna verður hreinlega að gera upp, og það verður ekki gert með ólöglegum pólitískum svika-hrossakaupum. Þeir sem ekki skilja það eru ekki búnir að átta sig á hvað er að gerast á Íslandi, og hversu alvarlegar afleiðingar siðblind spillingin hefur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.1.2012 kl. 14:59

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Síðan hvenær er Geir í fleirtölu?

Óskar Guðmundsson, 15.1.2012 kl. 16:00

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Hilmar - eiga stjórnmálamenn að svara fyrir sín aðgerðir í kosningum eða í réttarhöldum - um það snýst málið
Anna - það er ekki hægt að segja að neinn hafi sloppið - það var einfaldlega þannig að Sjálfstæðisflokkurinn einn stjórnmálaflokka hafnaði með öllu pólitískum réttahöldum.
Sú spilling sem hefur verið á undanförunm árum tengist öllum stjórnmálaflokkum.
Kjósendur fá á 4 ára fresti tækifæri til að hafna eða velja nýja stjórnmálamenn/flokka en þessi vegferð með Geir landi og þjóð til skammar og minnkunnar.
Geir bar reyndar ábyrð á neyðarlögunum sem VG studdi ekki og fá AGS til landsins sem VG var mótfallinn.

Óðinn Þórisson, 15.1.2012 kl. 16:17

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Það hlýtur eðlilega að fara eftir alvarleika afbrota þeirra Óðinn.

Stjórnarmeðlimu banka gerist sekur um spillingu og vannrækslu af þeim skala að hudruð fjölskyldna missa heimili sín og ævisparnað..

Er ásættanleg og nægileg refsing að kjósa hann ekki næst í bankaráð ?

hilmar jónsson, 15.1.2012 kl. 17:26

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Hilmar - ekki ætla ég að afsaka banka og fjármálafyrirtækin sem ollu hruninu. Sérsakur saksóknari er að vinna miklu vinnu og sú vinna á eftir að skila sér.
Það er alveg ljóst að stjórnálastéttin brást í aðdraganda hrunsins og enn í dag nýtur hún ekki trausts og það þarf kosningar til að hægt sé að endurnýja það.
SJS þarf t.d að svara fyrir Svavarssaminginn í kosningum.

Óðinn Þórisson, 15.1.2012 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband