Guðríður Arnardóttir

Þegar meirihluti Næst Besta, Kópaogslistans, VG og Samfylkinarinnar var myndaður þá var það bæjarfulltrúi Kópavogslistanas Rannveig Ásgeirsdóttir sem stoppaði það að Guðríður Arnardótir oddviti Samfylkingarinnar yrði bæjarstjóri.
Guðríður var ekki sátt við þá niðurstöðu og fór hún því sjálf í það nú að reka Guðrúnu bæjarstjóra til koma sjálfri sér í það embætti  en einræðistilbuðir hennar virðast hafa leitt til þess að meirihutinn er fallinn.
En það sem er jákvætt það verður ekki myndar nýr meirihluti án Sjálfstæðisflokkins það er alveg klárt mál.
mbl.is Meirihlutinn fallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er nú skrýtin skýring: Nú er ljóst að Vg Kópavogslistinn, og Samfylking sem og næst besti flokkurinn voru öll búin að samþykkja að segja bæjarstjóranum upp. Meira að segja Hjálmar sagði það um helgina. Bendi þér á sameiginlega yfirlýsingu Vg Samfylkingar og Kópavogslistans:

"

Þegar núverandi meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs var myndaður eftir kosningar 2010 var eining um það að fá Guðrúnu Pálsdóttur til að taka við starfi bæjarstjóra. Hún hafði starfað lengi hjá bænum sem fjármálastjóri og sviðsstjóri og töldum við það mikilvæga reynslu til að taka á þeim stóru verkefnum sem framundan voru, þ.e. endurskipulagning fjármála bæjarins og uppstokkun í stjórnsýslunni.

Reynsla Guðrúnar í fjármálastjórnun hefur að sönnu reynst vel en hins vegar hefur sú staðreynd að Guðrún hefur starfað lengi hjá bænum gert henni erfitt fyrir að fylgja eftir breytingum innan stjórnsýslunnar.

Þar sem brýnt er að þær gangi hratt og vel fyrir sig töldum við einsýnt að annar einstaklingur þyrfti að taka við því verkefni. Sú ákvörðun var erfið en eigi að síður nauðsynleg. Við urðum því sammála um að hún léti af starfi bæjarstjóra.

Við tökum skýrt fram að ekki er um trúnaðarbrest að ræða og hörmum að í umræðu um málið í fjölmiðlum hefur verið veist ómaklega að persónu Guðrúnar."

Finnst að menn séu að gera of mikið úr persónu Guðríðar sem var reynar búin að lýsa því yfir að það yrði aftur ráðin óbundinn bæjastóri.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.1.2012 kl. 19:59

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Magnús - flétttan hjá oddvita sf í kópavogi einfaldlega gekk ekki upp ef þú telur skýringu mínu vera skýrna þá verður það bara að vera svoleiðins en það breyitnr ekki sannleikanum.
Þetta snýst um þau vinnubrögð sem sf - stundr yfirgang og frekju sem GA fékk í bakið.
En svo kemur í ljós hvort Ómar vill starfa með sf sem hefur jú eins og SDG hefur svikið allt gagnvart Framókn - Ómar mun fara illa úr samstarfi við sf - það gera það allir.

Óðinn Þórisson, 17.1.2012 kl. 20:35

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hér var ekki um neina fléttu að ræða hjá oddvota Samfylkingarinnar í Kópavogi. Allir bæjarfulltrúar meirihlutaflokkanna samþykktu á fundi á fimmtudaginn að segja bæjarstjórnanum upp og með þá samþykkt fór Guðríður á fund hennar daginn eftir. Það eina sem ágreiningur var um var hvernig að þessu væri staðið og hvernig Guðrúnu yrði tilkynnt uppsögnin. Þetta hefur Hjálmar sjálfur staðfest í viðtölum við fjölmiðla og nú síðast allir hinir bæjarfulltrúar meirihlutans í yfirlýsingu sinni.

Listi Kópavogsbúa hafði það sem eitt af sínum kosningaloforðum að þeir tækju ekki þátt í meirihluta þar sem bæjarstjórn væri einn af kjörnum bæjarfulltrúum. Þetta var ljóst þegar gengið var til þessara meirihlutaviðræðna og einnig þegar ákvörðunin um brottvikningu Guðrúnar var tekinn. Því vissi Guðríður það vel að mjög ólíklegt væri að hún yrði bæjarstjóri við brotthvarf Guðrúnar. Hún vissi það líka þegar gengið var til meirihlutaviðræðna með Lista Kópavogsbúa.

Hefði Guðríður fyrst og fremst viljað komast sjálf í bæjarstjórastöðu þá hefði hún lagt áherslu á aðra kosti í meirihlutasamstarfi en þá sem innihalda Lista Kópavogsbúa.

Sigurður M Grétarsson, 17.1.2012 kl. 20:52

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Sigurður - fall meirihlutans hér í kópavogi skrifaast alfarði á oddvinta sf - það blasir við öllum.
Það er alveg rétt með Kóp-listann varðandi pólitískan .bæjarsjóra en það breytir ekki hvað GA ætlaði sér.
En nú veit ég að samstarf þessara 4 flokka sem mynda þennan meirihluta hefur verið mjög erfitt og stíf fundarhöld innan meirihlutans til að sætta ólík sjónarmið og niðurstaðn er algjört aðgerðarleysi meirihlutans.

Óðinn Þórisson, 17.1.2012 kl. 22:01

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hroðalegur sandkassaleikur þessi pólitík er orðin. Það snýst allt um hver fær að vera foringinn. Er fólk ekkert farið að skilja það að það þarf engan bæjarstjóra til að stjórna bæ og það hefur aldrei þurft nokkurtíma? Pólitík verður æ líkari trúarbrögðum og ruglinu þar.

Óskar Arnórsson, 18.1.2012 kl. 03:01

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Óskar - þetta snýst um að halda eða fá völd og fá tækifæri til að hrinda sinni stefnu í gang en þetta hjá GA hér kópavogi var ekkert annað en einræðistilburðir.
Svo kemur í ljós hvað kemur út úr þessu - hverjir taka við.

Óðinn Þórisson, 18.1.2012 kl. 07:34

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sammála um að þetta snýst um að fá völd. Enn ekki til að ná völdum svo hægt sé að koma einhverri stefnu að. Það er bara fyrirsláttur til að ná völdum...

Óskar Arnórsson, 18.1.2012 kl. 09:11

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Óskar - a.m.k hefur þessi ríkisstjórn og þá sérstaklega vg hefur að engu leyfi einu sinni reynt að framfylgja stefnu flokksins.

Óðinn Þórisson, 18.1.2012 kl. 18:29

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óðinn Þórisson. Fall meirihlutans í Kópavogi skrifast alfarið á Hjálmar Hjálmarsson en ekki á Guðríði. Það var hann sem helltist úr skaptinu og vildi gera lítið úr eigin samþykktum.

Það var haldinn fundur á fimmtudagskvöldið þar sem endanlega var ákveðið að segja bæjarstjóranum upp. Það var búið að hafa aðdraganda alveag frá því í sumar og var sameiginlegt álit allra meirihlutafulltrúanna og dró Samfylkingin ekki vagninn í því frekar en aðrir fulltrúar meirihlutans. Það var eitt af kosningaloforðum Lista Kópavogsbúa að taka ekki þátt í meirihlutasamstarfi með bæjarstjóra úr röðum bæjarfulltrúa. Guðríður gekk því að því gefnu rétt eins og aðrir bæjarfulltrúar Samfylkinarinnar að í staðinn kæmi annar ráðinn bæjarstjóru utan raða kjörinna bæjarfulltrúa. Það er því kjaftæði að þetta hafi verið eitthvert plott hjá Guðríði til að koma sér sjálfri í bæjarstjórastólinn.

Á fundinum á fimmtudagskvöldið bar Guðríði falið af hinum bæjarfulltrúum meirihlutans að tilkynna Guðrúnu um uppsögnina. Ástæða þess að það var gert strax bar ótti við að ef það væri ekki gert og eitthvað læki út þá væri hætta á að Guðrún frétti þetta fyrst í fjölmiðlum sem ekki var talið ásættanlegt. Hér var því um að ræða skref sem allir bæjarfulltrúar meirihlutans voru samstíga um að fara þangað til þetta mál fór í fjölmiðla og kom illa út. Þá hafði Hjálmar ekki bein í nefinu til að standa að baki eigin samþykktum. Hann hefur reyndar viðurkennt að allir hafi verið sammála um að segja Guðrúnu upp en er að gera upp einhvern ágreining um hvernig að því hafi verið staðið og flýr undan eigin verkum með því að fella meirhlutann.

Það er einni kjaftæði hjá þér að núverandi meirihluti hafi verið aðgerðarlaus. Hann er búinn að koma í gegn 40 af þeim 68 málum sem samþykkt var í meirihlutasamningnum að framkvæma. Nú síðast var það friðun skerjafjarðar.

Það hefur gengið vel að koma í gegn þeim málum sem bæjarfulltrúar geta framkvæmt. Það hefur hins vegar gengið lítið að koma í gegn þeim samþykktum sem starfsmenn í stjórnkerfi bæjarins þurfa að framkvæma. Það stafar fyrst og fremst af því að eftir 20 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er stór hluti yfirmanna hjá Kópavogsbæ þeirra menn sem þeir hafa komið í sínar stöður. Sumir þeirra hafa einfaldlega dregið lappirnar varðandi þau stefnumál núverandi meirihluta sem þeim hefur verið falið og í sumum tilfellum hreinlega unnið gegn því sem bæjarstjórn hefur falið þeim að gera. Þá reyndi á bæjarstjórann að vera verkstjóri sem tæki á þessum mönnum. Þar kom langur starfstími hennar sem yfirmaður hjá bænum og þar af leiðandi vinskapur við þessa menn í veg fyrir að hún treysti sér í að berja á þessum mönnum að fara að fyrirmælum. Þess vegna var það sameiginleg niðurstaða allra bæjarfulltrúa meirihlutans að það þyrfti að skipta um bæjarstjóra og að nýr bæjarstjóri skyldi ekki koma úr röðum starfsmanna bæjarins eða fyrrverandi starfsmanna bæjarins.

Til viðbótar við þetta er núverandi meirihlutu búinn að koma nokkuð góðu skikki á fjármál bæjarins eftir langa óstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í þeim málum sem skildi fjármál bæjarisn eftir í rjúkandi rúst og var staðan orðin verulega slæm áður en hrunið kom. Þær hagnaðartölur sem komu í reikningum bæjarins seinustu árin fyrir hrun komu til vegna lóðasölu en ekki vegna þess að rekstur bæjarins stæði undir sér.

Sigurður M Grétarsson, 18.1.2012 kl. 20:28

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Sigurður - ef þú vilt hafa það svo að HH beri ábyrð á falli meirihlutans þá er þér frjást að hafa þá skoðun.
Ég hef verið á fundi þar sem farið hefur verið yfir verk þessa verklausa meirihluta og þau vinnubrögð sem þar er ástunduð.
Þu keyrir hér á gamalli bilaðri  plötu um að allt sé Sjálfstæðsflokknum að kenna í stað þess að horfast í augu við ykkar eigin getuleysi til að stjórna.
Það kemur svo í ljós hvort Ómar fremur pólitískt sjálfmorð og gengur til liðs við ykkur - ég vona ekki miðað við hvernig sf og vg hafa farið með Framókn með svikum við hann þegar hann ákvðað að verja minnihlutastjórnina falli og sviku allt.

Óðinn Þórisson, 19.1.2012 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband