Til hamingju Kópavogsbúar með nýjan meirihluta

Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með málflutningi málsvara Samfylkingarinnar í þessu máli og í þessu eins og öllu öðru axlar flokkurinn enga ábyrgð.
En nú er það nýs meirihluta að láta verkin tala, vinna  að heilindum og heiðarleika með hagsmuni Kópvogs að leiðarljósi.

Til  hamingju Kópavogsbúar - nær 2 ára stöðnun hér í Kópavogi er lokið - látum svona slys aldrei gerast aftur að sf og vg komist að stjórn okkar góða bæjarfélags.
mbl.is Ármann verður bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Mér liður strax betur með það að búa í Kópavogi.

Hreinn Sigurðsson, 9.2.2012 kl. 20:35

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hreinn - lægri skattar og öllum mun líða betur að búa í Kópavogi 

Óðinn Þórisson, 9.2.2012 kl. 21:21

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óðinn. Þú ert að þakka röngum aðila. Það var Hjálmar sem klauf síðasta meirihluta en ekki Samfylingin. Síðan er það Rannveig sem lofaði að sópa spillingunni út úr bæjarskrifstofum Kópavogs og náði því með hjalp góðra manna og kvenna og síðan svíkur hún alla og sópar spillingunni inn aftur.

 Og hvað fjármálin varðar. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem setti Kópavog á hausinn með bjárlæðislegri óráðsíu og spillingu meðan hann var við völd. Skuldirnar hækkuðu um 30 milljarða á seinasta kjörtímabili einu og sér. Það gerir heila milljón á mann í Kópavogi.

Nýr meirihluti undir forystu Samfylkiingarinnar hefur náð miklum árangir í því að laga stöðuna sem var þannig að skuldir voru 248% af tekjum þegar þeir tóku við en ef núverandi fjárhagsáætlun gengur eftir þá verða þær komnar niður fyrir 200% í árslok. Þetta kostaði blóð svita og tár og mikið af óvinsælum aðgerðum. Örflokkarnir höfðu ekki maga í að þola þær óvinsældir sem slíkar aðgerir óhjákvæmilega færðu meirihlutanum og yfirgáfu skipið.

Það fyrsta sem maður heyrir frá nýjum meirihluta eru skattalækkanir án nokkurar trúverðugrar áætlunar um sparnað á móti. Það stefnir því allt í að sá árangur sem fyrri meirihluti hafði náð í fjármálum fari fyrir lítið þegar þeir óráðsíumenn sem settu bæinn á hausinn eru aftur komir til valda. Það er síst ástæða til að óska Kópavogsbúum til hamingju með það.

Með því að velja að fara frekar í samstarf með Sjálfstæðisflokknum en Samfylkingunni og VG svíkur Rannveig helstu kostningaloforð sín og það fólk sem studdi hana inn í bæjarstjórn. Hér má sjá einn þeirra.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/02/09/afsokunarbeidni_til_kopavogsbua/

Hún Ásdís er ekki ein um það meðal fyrrum samherja Rannveigar að veara svona innanbrjósts.

Rannveigu stóð til boða samstarf með Safmylkingu, VG og Framsókarflokknum þar sem hún hefði getað komið mun fleiri stefnumálum sínum í framkvæmd og fengið að hafa ópólitískan bæjarstjóra. Það var því ekki nauðsynleg málamiðlun hjá henni að samþykkja pólitískan bæjarstjóra. Þetta skipti greinielga ekki neinu máli í hennar huga. Þetta snerist eftir allt saman um valdagræðgi Rannveigar þar sem hún fær núna næst valdamesta embættið, sem hún reyndar krafðist líka að fá í viðræðum við hina flokkana en fékk ekki.

Rannveig hefur langt frá komið heiðarlega fram og það er ekkert sem bendir til þess að því verði öðruvísi farið gagnvart nýjum samherjum. Verði ykkur að góðu.

Sigurður M Grétarsson, 10.2.2012 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Úkraína
  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 898992

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband