9.2.2012 | 22:25
Björn Valur og kosningaloforðin
Björn Valur hefur verið heiðarlegur í heift sinni og hatri á Sjálfstæðisflokknum og verður aðeins að skoða hans skrif í samræmi við það.
En hann þarf eins og aðrir stjórnmálamenn að svara fyrir sín verk í kosningum og þá verður Björn Valur spurður út í Svavarsamnginn, skattahækkanir, skaldborgina um heimlin sem varð að gjaldborg um heimlin, esb umsóknina sem vg samþykkti til að komast í ríkisstjórn, óvissuna sem ríkir sjávarútvegsmál o.s.frv. enda er fylgið við vg komið niður í 13 % og ljóst að stefnir í afhorð flokksins í næstu kosnigum
Ætli Björn Valur frekar en margir aðrir þingmenn VG þurði að hafa áhyggur að því að sinna störfum á alþngi eftir næstu kosningar.
Ekki ætla ég að rifja hér upp orð Svandísar hvað hún sagði eftir að hafa brotið lög að það væri í lagi þar sem hún væri í pólitík.
VG þar sem hugsjónir og stefna skipta ekki máli.
En hann þarf eins og aðrir stjórnmálamenn að svara fyrir sín verk í kosningum og þá verður Björn Valur spurður út í Svavarsamnginn, skattahækkanir, skaldborgina um heimlin sem varð að gjaldborg um heimlin, esb umsóknina sem vg samþykkti til að komast í ríkisstjórn, óvissuna sem ríkir sjávarútvegsmál o.s.frv. enda er fylgið við vg komið niður í 13 % og ljóst að stefnir í afhorð flokksins í næstu kosnigum
Ætli Björn Valur frekar en margir aðrir þingmenn VG þurði að hafa áhyggur að því að sinna störfum á alþngi eftir næstu kosningar.
Ekki ætla ég að rifja hér upp orð Svandísar hvað hún sagði eftir að hafa brotið lög að það væri í lagi þar sem hún væri í pólitík.
VG þar sem hugsjónir og stefna skipta ekki máli.
Gjörspilltir stjórnmálamenn til valda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú bý ég ekki á Íslandi og hef ekki gert síðan 2005 en hef fylgst með úr fjarska og allir vinir og fjölskyldan búa á Íslandi þannig að maður hefur aðeins getað fylgst með þróun mála.
Sjálfur er ég flokksbundinn sjálfstæðismaður í dag en 1995 var ég rosalega ungur og vinstri sinnaður en oft finnst mér það haldast í hendur en heldur áfram meðal þeirra sem eru hvað mest bitrir út í þá sem eiga meira(mitt mat), ég var einn þeirra.
Núverandi ríkisstjórn vissi það þegar að kosningar voru að þetta voru loforðin sem þurfti að koma með vitandi það að þau gætu aldrei staðið við stóru orðin. Almenningur var reiður og vildi breytingar en virtust ekki hugsa dæmið til enda. Nú ætla ég ekki fullyrða en ég man ekki hvenær vinstri var síðast við völd en það var ´56-´58 minnir mig en er ekki alveg með það á hreinu. Mér best vitandi sat sú vinstri stjórn í 2 ár áður en að allt fór fjandans til.
Ég lenti ekki í kreppunni og var að nokkru leyti heppinn að flytjast brott en á sama tíma var eintóm gagnrýni sem ég fékk fyrir það því Ísland var mest og best í heimi. Ég neitaði að taka þessum lánapökkum öllum og fyrir vikið þá var ég ekki nógu góður fyrir fólk.
Fólk hætti að bjóða mér og konunni með í útilegur og skemmtanir því við áttum bara kúlutjald og einn lítinn ´91 módelið af bíl. Þetta er eins ótrúlega og það hljómar það sem gerðist og að sökum þess sem og klikkunarinnar sem við upplifðum þá ákváðum við að flytja þar sem við vildum ekki taka þátt í góðærinu og já fengum gagnrýni fyrir því það var svo "auðvelt" að fá lán.
Auðvitað er fólki frjálst að gera slíkt enda sjálfstæðir einstaklingar en svona dæmi þarf bara alltaf að hugsa til enda og ekki taka lán í samræmi við fasta yfirvinnu sem getur alltaf horfið og Íslendingar eru duglegir að reikna inn í launin.
Ég er kominn langt út fyrir efnið, vonandi afsakar þú það Óðinn en mér langaði bara að koma þessu fram.
Ég trúi því að þegar að þú sem einstaklingur stofnar fyrirtæki þá eigir þú að hagnast á því. Það ert þú sem tekur lán eða notar eigið fé í þessa áhættur en ekki almenningur. Nú ef vel gengur þá vilja allir bita af sneiðinni og eru að farast úr öfund út í velgengni þína en ef þú ferð á hausinn þá skaltu gjöra svo vel að borga þína vitleysu sjálfur. Þetta er eins og ég hef upplifað þetta.
Það er rosalega einfalt að kenna Jóni Ásgeiri um allt en það er rangt. Jú það má vel vera að hann sé siðlaus ég veit það ekki en það er ekki Jóni Ásgeiri að kenna að það er kreppa í Grikklandi, á Englandi, í Bandaríkjunum, í Svíþjóð(minna en mikið atvinnuleysi) o.sfrv en samt sér maður íslenska bloggara keppast við að tala sem verst um hann.
Við skulum hafa eitt á hreinu og það er að það var ekki nokkur maður sem kom og bankaði hjá fólki og dró það út í banka til að skrifa undir húsnæðislán, bílalán, fjórhjóla, vélsleða og fellihýsa lán, lán fyrir utanlandsferðum og það besta sem ég heyrði var lán fyrir laxveiði því einstaklingurinn varð að vera jafn "stór" og félagarnir.
Þetta er svo mikil vitleysa að það nær ekki nokkurri átt og svo segir fólk; Bankarnir otuðu að mér auknum kreditkortaheimildum og kvöttu mig til lántöku. Í alvöru? Er fólk ekki með bein í nefin og smá skilning á málunum? Þó að manni sé boðið eitthvað til að auka eigin greiðslubyrgði þá ber manni ekki að taka því. Ég fæ svona lúgutilboð 1-2 í viku hérna í Noregi og ég hendi þessu því ég hef ekki nokkurn áhuga á því að kaupa fullt af drasli á lánum.
Hrunið er ekki einhverjum einum að kenna og það sem mér finnst sorglegast er að fólk var að gera Geir Haarde að blóraböggli.
Fólkið(ATH. ekki allir) hjálpaði til með botnlausum lántökum til að "kaupa" sér stöðutákn í samfélaginu en reynir að kenna Sjálfstæðismönnum um.
Hversu djúpt er fólk tilbúið að sökkva í afneitun um eigin mistök?
Júlíus Valdimar Finnbogason, 10.2.2012 kl. 08:12
Björn Valur telur að hann sé að lýsa stjórnarandstöðunni með þessum orðum sínum.
Hann hefur því miður sjálfur svikið sína kjósendur á eftirminnilegan, ill-fyrirgefanlegan og afdrifaríkan hátt.
Það uppsker enginn meir en hann sáir, þegar til lengri tíma er litið. Traust verður ekki keypt fyrir peninga og völd.
Það ætti að vera umhugsunarvert fyrir Björn Val og fleiri í VG, sem eru vinstri-vafnings-trúfastir, að það kaus enginn hann, né aðra VG-svikara á þing, sem höfðu einungis það eina markmið, að svíkja kosningaloforðin.
Þegar alþýðu íslands ofbýður, þá er ekki von á afskriftar-vægð í fylgi. Það er fokið í flest svikaskjól VG, miðað við gang mála í dag á alþingi.
Ég vil Birni Val ekki nokkuð illt, frekar en nokkrum öðrum. Við bara þurfum að fara að hugsa um alla þjóðfélagsþegnana jafnt, en ekki einungis svika-vafninga-"jafnaðarmenn".
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.2.2012 kl. 17:09
Júlíus - takk fyrir hreinskylna sögu af þinni fjölskyldu. Því mður var það svo að fólk var hvatt til að taka lán og mér og minni konu m.a boðið stórt lán þegar við vorum í viðtali um okkar að fjármál hjá Landsbankanum til að gera bara eitthvað við - ruglið var algjört - og einnig var okkur boðið að kaupa dýrari bíl en ég hafði hug á - en að sjálfögu sögðum við nei við þessu.
Ég vil geta tekið lán án þess að skuldbinda einhverja aðra fyrir því og ef einkafyrirtæki eins og Landsbandinn fer á hausinn er það ekki mitt að borga það - það er alveg klárt.
Anna - Björn Valur er eflaust veruleikafyrrtur fyrir stöðu síns flokks eins og SJS og sér ekki svikn við sín eign loforð. Það hefur enginn jafnaðarmannaflokkur verið á íslandi síðan alþyðuflokkurinn var lagður niður og VG - ég veit hreinlega ekki hvernig á að lýsa þeim flokk - nema þá vg þar sem hugsjónr og stefna skipta ekki mái.
Óðinn Þórisson, 11.2.2012 kl. 10:02
Óðinn. Sá sem einungis misnotar kjósendur (alþýðu landsins) og svíkur sín loforð, er að undirstrika sína eigin aftöku.
Kjósendurnir lifa sem betur fer áfram, með sína sannfæringar-heiðarleika-hugsjón í sínu hjarta.
Sú sannfæring er og verður alltaf skuldlaus og óflokksbundin.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.2.2012 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.