Á Samfylkingin erindi í íslensk stjórnmál ?

SFEkkert mál hefur skipt einn stjórnmálaflokk eins miklu máli að aðild íslands að esb verði að veruleika en Samfylkinguna.
Það kom skýrt fram í máli frambjóðenda flokksins fyrir síðustu kosngar að ef flokkurinn myndi ekki klára þessar viðræður við esb á kjörtímabilinu væri spuring hvort flokkurinn hefði eitthvað erindi í íslensk stjórnmál.
Nú hefur Össur Skarphéðinsson lýst því yfir að ekki verði kosið  um saming í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsu á þessu kjötímabili.

Þannig að hlítur að vera réttmæt spurning hvort Samfylking eða esb trúarbraðgaflokkurinn eins og margir vilja kalla hann eig erindi í íslensk stjórnmál ?


mbl.is Evrópusambandið kynnir sig sjálft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ég held að það færi betur á því að losna alveg við þennan flokk af þingi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2012 kl. 15:27

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ekki held ég að við verðum svo heppin að losna við hann alfarið af þingi en ekki myndi ég gráta það ef flokkurinn myndi tapa miklu fylgi í næstu kosningum.

Óðinn Þórisson, 12.2.2012 kl. 17:39

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2012 kl. 18:31

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samfylkingin er orðinn örflokkur miðað við síðustu kannanir.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.2.2012 kl. 18:43

5 Smámynd: Tryggvi Thayer

"ég held að það færi betur á því að losna alveg við þennan flokk af þingi?"

Út af því að það sökkar svo feit að aðrar skoðanir en þínar fái að koma fram?

Tryggvi Thayer, 12.2.2012 kl. 19:52

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Samfylkingin með sín 12% og Guðmundar framboðið ESB bergmál Samfylkingarinnar með aðeins 6% og svo Guðbjörn söngvari með sitt ESB framboð með ca 1% Samtals gerir þetta innan við 20% fylgi við þá flokka sem vilja ganga ESB helsinu á hönd.

Allir hinir stjórnmálaflokkarnir telja að hagsmunum þjóðarinnar sé betur borgið utan ESB en innan þar á meðal nýja aflið Samstaða hennar Lilju Mósesdóttur sem fær glimrandi fylgi í þessari nýju könnun FRBL, meðan stjórnarflokkarnir og Guðmundar framboðið bíða afhroð !

Þetta segir auðvitað ýmislegt um hvað fylgið við ESB er sáralítið og hverfandi hér á landi !

Gunnlaugur I., 13.2.2012 kl. 11:34

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samstaða sem fékk glimrandi árangur eða 20% vilja klára viðræður við ESB.

Flestir flokkar og vilji þjóðarinnar lyggur á þá leið að vilja klára viðræðurnar og kjósa um samninginn. 

Það er greinilegt að þjóðin hlustar ekki á svona svartsýnisraus á borð við Gunnlaugs hér að ofan.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2012 kl. 11:48

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mismunurinn á Samstöðu og Samfylkingunni er sá að maður treystir því að þar verði farið raunsætt í málin og skoðaðir kostir og gallar meðan Samfylkingin og nokkrir þínir líkar vilja bara inn hvað sem það kostar.  Það er þetta fjandans vantraust og lygi sem er óþolandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2012 kl. 12:38

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ef við fáum lélegan samning þá segi ég NEI

Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2012 kl. 13:27

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og treystir þú þessum stjórnvöldum til að standa í því að fá góðan samning?  Allt í pukri og auk þess hafa þeir vælt yfir kommisserum í Brussel að koma hingað til að kristna íslendinga?  Er það trúverðugt að þínu mati?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2012 kl. 13:36

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hver er að koma hingað til að kristna Íslendinga?

En ég treysti samningsnefndinni að landa fínum samning. Þar er góður mannauður.

Stjórnvöld eru ekki í samningarviðræðum... eina sem þeir gerður var að skipa þessa samningsnefnd árið 2009. 

Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2012 kl. 14:30

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stjórnvöld eru ekki í samningarviðræðum... eina sem þeir gerður var að skipa þessa samningsnefnd árið 2009. 

Kanntu annan?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2012 kl. 15:27

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrir utan að það er rétt hjá þér þetta eru ekki samningar heldur innlimun í stórríki ESB ekkert er umsemjanlegt í þessu ferli aðeins spurning umtímasetningar við að taka upp allt regluverk ESB upp á 90.000 bls.  Hversu oft þarf að koma þessu inní hausinn á ykkur svo þið skiljið það?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2012 kl. 15:28

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Samninganefndin

Meginþungi aðildarumsóknar frá degi til dags hvílir á samninganefnd Íslands sem utanríkisráðherra skipaði formlega í nóvember 2009 að höfðu samráði við ríkisstjórn, Alþingi og hagsmunaaðila. Samninganefnd Íslands skipa 18 einstaklingar, 9 konur og 9 karlar.

http://esb.utn.is/samninganefndin/

Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2012 kl. 15:37

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það getur vel verið að það sé einhver samninganefnd en hún er í orði en ekki á borði.  Enda kvörtuðu kommissarar í ESB við stjórnvöld um að Jón Bjarnason væri þeim tregur í taumi og tefði ferlið.  Össur er með puttana í þessu alla leið og núna Steingrímur enda samþykkti hann það við Sigmund Davíð þegar hann var að spyrja um fögnuð utanríkismálnefndar ESB við brotthvarf Jóns Bjarnasonar. 

Og svo þetta hér til dæmis.


Tekið úr bloggi Björns Bjarnasonar.

Morgunblaðið minnir á það í leiðara 27. október að Ŝtefan Füle, stækkunarstjóri ESB, hafi áréttað í heimsókn sinni til Íslands 18. og 19. október „að ekki væri ætlast til að ríki sæktu um aðild að sambandinu nema skýr vilji væri til inngöngu. Viðræðurnar við sambandið þyrftu að fara fram á þeim forsendum“.

Þessi orð stækkunarstjórans koma heim og saman við það sem ég hef kynnst hér í Brussel dagana sem ég hef dvalist hér til að átta mig á stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu þegar rúm tvö ár eru liðin frá því að alþingi samþykkti aðildarumsóknina 16. júlí 2009. Þá talaði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um hraðferð Íslands inn í ESB. Engan tíma mætti missa, lífið lægi við að taka upp evruna. Bar hann Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, fyrir því að hlutirnir myndu ganga hratt fyrir sig og einnig Olla Rehn, forvera Füles í embætti stækkunarstjóra.

Mál hafa þróast á allt annan veg varðandi tímasetningar en látið var í veðri vaka sumarið 2009. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segði á landsfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi að niðurstaða mundi liggja fyrir í ESB-viðræðunum fyrir kosningar í apríl 2013 hafði hún ekkert annað en eigin óskhyggju að leiðarljósi í því efni.

Í stuttu máli: sé farið yfir yfirlýsingar forráðamanna Samfylkingarinnar um tímasetningar í viðræðunum við ESB kemur í ljós að þær eru allar til heimabrúks og eiga ekki við nein rök að styðjast. Að Danir ætli að vinna að því hörðum höndum að opna alla viðræðukafla við Íslendinga á meðan þeir fara með pólitíska forystu innan ESB 1. janúar til 1. júlí 2012 endurómar þessa óskhyggju. Þeir hafa ekki gefið nein fyrirheit í þá veru.

Áhersla Össurar á ákveðin tímamörk í viðræðunum við ESB mælist nú orðið illa fyrir í Brussel. Íslendingum sé nær, segja menn, að búa þannig um hnúta að unnt sé að haga viðræðunum að kröfum ESB.

Af hálfu ESB er enginn skilningur á því að eitthvert ríki sæki um aðild að sambandinu án þess að hafa kynnt sér skilmála um framgöngu á umsóknarferlinu. ESB telur einfaldlega ekki unnt að hrófla við þessum skilmálum þótt fulltrúar þess hafi teygt sig til móts við Össur og félaga með orðaleikjum um aðlögun annars vegar og „tímasetta áætlun“ hins vegar.

Hjá ESB hafa menn vonað að þessi orðaleikur dygði til að aðlögun hæfist. Að nokkru leyti hefur það gerst. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur þó ekki bitið nægilega fast á agnið að mati sambandsins. Um framhaldið verður meðal annars deilt á flokksþingi vinstri-grænna á Akureyri um næstu helgi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2012 kl. 16:35

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ásthildur.

Samningsnefnd er á störfum á hverjum einasta degi í Brussel. Að vita það ekki sýnir bara að þú veist ekkert um ESB og ferlið sem við erum í.

Svo betur fer er Evrópustofa starfandi til þess að fræða fólk einsog þig... hver veit. Kannski sníst þér hugur þegar þú kynnir þér málið..einsog fjölmargir Íslendingar hafa nú þegar gert.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2012 kl. 18:02

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég læt ekki múta mér með peningum.  Og það hlýtur þá að vera með hraða snigilsins ef menn eru að vinna á hverjum degi í þessu.  Það tekur aldeilis tímann sinn.  Og þar að auki, það er ekki einu sinni búið að skilgreina samningsmarkmiðin.  Um hvað er þá verið að fjalla? 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2012 kl. 18:07

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta hefur tekið sinn tíma og það eru mörg horn að líta. Markmiðið er að landa sem bestum samningi fyrir land og þjóð. Það má ekki sýna öll spilin. Þannig ganga samningaviðræður ekki fyrir sig.

http://evropuvefur.is/svar.php?id=60088

http://www.althingi.is/altext/137/s/pdf/0249.pdf

Sleggjan og Hvellurinn, 13.2.2012 kl. 18:22

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ég að tala við grjót. Skilur þú ekki ritað mál Sleggja og Hvellur?

„Í sérstökum bæklingi sem Evrópusambandið hefur gefið út til að útskýra stækkunarferlið er kafli sem heitir Aðlögunarviðræður. Kaflinn hefst á þessum orðum: “Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Aðlögunarviðræður beinast að skilyrðum og tímasetningum á inngöngu umsóknarríkis, framkvæmd og beitingu ESB-reglna, sem eru upp á 90.000 blaðsíður. Og þessar reglur (líka þekktar sem „acquis“, sem er franska yfir „það sem hefur verið ákveðið“) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki er þetta í grundvallaratriðum spurning um að samþykkja hvernig og hvenær eigi að framkvæma og beita reglum ESB og starfsháttum. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar umsóknarríkis á reglunum.“

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2012 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband