16.3.2012 | 15:18
Pólitísk réttarhöld og réttarríkið
Ég alveg kár á því að vonbrygði Steingríms, Björns Vals, Ólínu o.fl sem vildu og stóðu að þessum fyrstu pólitísku réttarhöldum í lýðveldissögunni er mikil.
Flestir eru á því að ekkert hafi komið þarna fram sem gæti leitt til þess að Geir verði sakfelldur.
Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur hefur lýst því hvernig hún hafi verið kjöldregin af sínu eigin flokksfélgum í Samfylkingunni þar sem hún stóð upp og talaði máli réttlætis á fundi sem haldinn var í Hörpu til stuðings Geirs - það blasir við flestum hvaða fólk Kristrún var líklega að tala um.
Það hefur alltaf verið mín bjargfasta trú að réttætið sigri í þessu Landsdómsmáli gegn Geir og hann verið fundinn saklaus af öllum þeim 4 ákæruliðum sem eftir standa - en 2 hefur núþegar verið vísað frá.
Þeir 4 þingmenn Samfylkinarinnar sem ákváðu að hífa sínu fólki en dæma Geir verða að eiga það við sína eigin samvisku - lítilmenni ?
Við búum í réttarríki og svona réttarhöld eru ekki okkur sem þjóð til framdráttur.
Yfirlýsing Geirs H. Haarde | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er hægt að búast við réttlæti af auka-réttarkerfi sem á sér enga stoð í hinu raunverulega réttarkerfi þjóðarinnar, hefur enga hefð eða reynslu og hefur verið gangsett og af hatursfullum pólitískum andstæðingum ? Ég er ansi hræddur um að við eigum eftir að sjá eitthvað mjög sérstakt hérna.
Í Svíþjóð hafði Ríkisrétturinn eins og það heitir þar í landi, ekki verið notaður í 120 ár og var lagður niður 1974.
Björn Geir Leifsson, 16.3.2012 kl. 16:10
Í yfirlýsingunni segir m.a. :
,, Nú tekur dómstóllinn málið í sínar hendur og leggur mat á hvort á að ég hafi framið refsiverð afbrot í mínum störfum. Það er það sem þetta mál snýst um og ekkert annað. Ég treysti þessum dómstóli fyllilega til þess að ráða fram úr því."
Er af þessu orðuð, hægt að meta það sem svo að sakborningur telji þetta vera pólitískt ? Treysti sakborningu dómstólnum, ættu þá ekki aðrir að geta gert það líka ?
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.3.2012 kl. 16:19
Björn Geir - " auka-réttarkerfi " það er nákvæmlega málið - en með heift og hatri var knúin fram atkv.greiðsla um alþingi þar sem þingmenn voru settir í dómarasæti yfir sínu fyrrv. samstarfsfólki - forsætisráðherra hefur sjálft sagt að þetta sé úrelt - best væri að koma fram með frumvarp sem myndi afnema þetta fyrirbrigði sem kallast Landsdómur.
Hjördís - þú virðist hugsanlega viljandi missskilja þetta - Dómarar Landsdóms eru ekki pólitískir - en það vita það allir og það ættir þú líka að vita að ef þá þú hefur yfir höfuð eitthvað fylgst með þessu ömurlega máli frá upphafi að þeir sem stóðu fyrir þessu gerðu það til að ná sér niðri á fyrrum pólitískum andstæðingi - þetta hefur GHH sagt sjálfur - flygjast með.
Óðinn Þórisson, 16.3.2012 kl. 17:29
Takk fyrir að skýra þetta fyrir mér ;) Gott að sjá hvað þú ert vel að þér í þessu máli og ég fylgist líka þokkalega með þjóðmálum. Pólitískt eða ekki í byrjun, það skiptir þá engu nú þar sem sakborningur ber fullt traust til dómara málssins. En hvað ef hann verður sakfelldur, verður þá Landsdómur ásakaður um að ganga erinda pólitískra andstæðinga ? Og hvað er það svosem sem þú telur að pólitískir andstæðingar hans hafi viljað ná sér niðri á honum með ? Hvað gerði hann þeim ? Ekki hef ég orðið þess vör í vitnisburði fyrrverandi eða núverandi stjórnmálamanna að þar sé um einhverja heift að ræða gegn sakborningi. Ég tilheyri ekki þeim sem allt vita, svo endilega upplýstu mig af fróðleiksvilja , takk ;)
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 16.3.2012 kl. 17:57
Hjörís - við vitum bæði i hvaða leik þú ert en þú verður að eiga það við sjálfa þig. En það hefur verið þannig að sumir vilja afvegleiða umræðuna og reyna að breyta þeim staðreyndum sem blasa við.
Það skiptir öllu máli hvering var staðið að þessu máli í upphafi.
Svo er það annað mál að réttlæta að 150 - 200 milljónir af skattpeningum okkar sé sturtað í kósettið til að þess pólitíksir andsæðingar Sjálfstæðisflokksins fái pólitíska fullnæginu að setja Geir í fangelsi.
Enginn sem styður GHH hefur haldið því fram að dómarar Landsdóms séu ekki heiðarlegir og muni sinna sínu starfi af fagmennsku.
Ef ég mætti ráðleggja þér þá myndi ég sleppa hrokanum og að spila trúð.
Óðinn Þórisson, 16.3.2012 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.