Ólafur Ragnar gegn Jóhönnustjórninni

images[1]Það er alveg ljóst að hvorki SF né VG hafa mikin áhuga að hafa áfram á Bessastöðum reyndan og öflugan mann.
VG og SF eru nú að leita logandi ljósi af einhverjum einstakling sem á einhvern raunhæfan möguleika til að vinna ÓRG.
ÓRG hefur sýnt það að hann tekur hagsmuni þjóðarinnar fram yfir Jóhönnustórnina og fyrir það fær hann þau atkvæði sem hann til þarf til að gegna áfram embætti forseta íslands.
Það kann að vera að ÓRG hafi gert embætti forseta pólitískara en það er alveg ljóst að ef Jóhönnustjórnin kemur fram með einhver frambjóðenda þá verður að undir sterkum pólitískum áhrifum frá þeim flokkum og mun ganga erinda og hagsmuna þeirra sem erfitt er að halda fram séu þeir sömu og þjóðarinnar.


mbl.is 66% vilja nýjan forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

það þarf að koma þessum sjálfumglaða hrokagikk frá Bessastöðum sem fyrst.  Hann hefur reyndar þegar eyðilagt embættið.  Það er mikill misskilningur hjá þér að það sé eitthvað sérstakt hagsmunamál stjórnarinnar að koma þessum fáráðling út, það eru hagsmunir þjóðarinnar.

Óskar, 24.3.2012 kl. 17:54

2 Smámynd: Sólbjörg

Orðbragðið Óskar gerir þig marklausan sem álitsgjafa.

Sólbjörg, 24.3.2012 kl. 18:35

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona að benda á að Ólafur tók við áður en bankarnir voru hlutafélagsvæddir og sagði ekkert við því. Hann var líka við völd þegar bankarnir voru einkavinavæddir og sagði ekkert við því. Hann var í framvarðasveit bankana við kynningar um allan heim og vann með þeim lönd og fólk til að taka þátt í bólunni og gerði ekkert til að sporna því. Hann jafnvel sæmdi bankastjórar Riddarakrossi. En eftir hrun hefur hann snúsist í það að berjast gegn stjórnvöldum. Hann hefur m.a. heldið fram utanríkisstefnu sem er ekki sú sem þjóðin fylgir. Hann talar í viðtölum eins og hann ráði öllu hér. M.a. man ég eftir því að allt var vitlaust í Þýskalandi þegar hann fræddi fjölmiðla þar á að við myndum ekkert borga af innistæðum í Kaupþing því það væri ekki sanngjarnt.  Nú Kaupþing í Þýskalandi átti fyrir öllum innistæðum og aldrei staðið til að borga ekki. Man eftir viðtali við Kanadísk tímarit þar sem þurfti að fara á eftir honum leiðrétta vitleysur. Nú er t.d. lljóst miðað við eignir Landsbankans gamla að seinast Icesave samningur hefði ekki kostað okkur neitt þó við hefðum skrifða undir. Og jafnvel flýtt fyrir fjárfestingum hér og betra lánshæfi þannig að hugsanlega er Iceave búði að kosta okkur tugi eða hundurð milljarða fjárfestingar hér. Held að ást fólks á Ólafi sem er farinn að líta á sig sem Messias sé ekki á rökum reist.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.3.2012 kl. 18:52

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - ég dreg það stórlega í efa að þessi málfluingur þinn hjálpi ykkur andstæðingum ÓRG.
Ekki ætla ég að efast um það augnablik um þaðríkisstjórninni þætti ekkert berta en ÓRG næði ekki kjöri.

Óðinn Þórisson, 24.3.2012 kl. 20:10

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sólbjörg - Óskar er væntanlega einn af þeim sem voru mest gegn því að ÓRG hafnði Svavarsamingnum og sendi hann til þjóðarinnar þar sem 98 % höfnðu vinnubörðgum ríkisstjórnarinnar.

Óðinn Þórisson, 24.3.2012 kl. 20:11

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús - áhugaverð lesning en skoðist að hluta til vegna þekktrar afsöðu þinnar með Jóhönnustjórninni.
Ekki veit ég hvaða utanríkisstefnu þú ert að tala um, ertu að tala um VG sem að vilja að ísland segi sig úr Nato ? 
Vandamál SF er annarsvegnar að flokkurinn er í algjörri afneitun á setu sinni í ríkisstórininni 2008 - JS í 4 manna ráðherranefnd um ríkissfjármál - BGS bankamálarherra - við skulu hafa það alveg á hreinu á Jóhönnustjórnin hefur ekki hjálpað atvinnuífinu enda fjárfesting sú minnst í lýðveldissögunni.
Og hinsvegar hefur flokkurinn fjarlægst svo jafnarmannastefnuna enda er flokkurinn bræðingur úr Kv.listanum, ÞJóðvaka, gamla alþýfl. og gamla alþyðb.langu og virðist vera sem JS hafi leitt flokkinn svo til vinstri og flokkurinn nást orðin að sértrúarsöfnuði.
18 % eru ánægðir með störf JS - og 10 % treysta henni - hún er hluti af gamla ísalndi og verður að fara 

Óðinn Þórisson, 24.3.2012 kl. 20:21

7 Smámynd: Jón Óskarsson

@Magnús:  Alveg ótrúlegt að þið jámenn með Icesave samningunum skuli ennþá segja að þetta hefði ekki kostað okkur neitt að samþykkja.   Við værum nú þegar búin að borga gríðarlega fjármuni í vexti og það væru fjármunir sem aldrei kæmu til baka.   Samtals til síðustu áramóta hefði þurft að greiða 46,3 milljarða (á móti því hefði verið til um 20 í Tryggingarsjóði), og nú um mánaðarmótin væru á gjalddaga 5,1 milljarður til viðbótar.  

Hitt er annað mál að þessir fjármunir lágu ekki á lausu í ríkissjóði og enginn hefur svarað því (ekki einu sinni fyrrum fjármálaráðherra) hvernig hægt hefði verið að standa við þessar greiðslur.

Jón Óskarsson, 24.3.2012 kl. 20:39

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - hversvegna voru JÁ menn svona áhugasamir um að borga skuldir óreyðumanna og hvaða hagsmuna var Jóhönnustórnin að ganga þegar skirfað var undir Svavarsaminginn?
Að SJS hafi ekki sagt af sér með þessi stórufellu afglöp á bakinu sýnir að hann er gjörsamlega siðblindur.

Óðinn Þórisson, 24.3.2012 kl. 21:53

9 Smámynd: Óskar

Óðinn ef þú býrð á Íslandi þá ertu að borga fyrir Icesave nei-ið þitt á hverjum einasta degi  i formi lægra gengis, meiri verðbólgu og hærri skatta. 

Óskar, 25.3.2012 kl. 06:26

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - studdir þú Svavarsamiginn sem hefði leitt til þjóðargjaldþrots ?

Ég sagði NEI við Svavarsamingnum eins og 98 % þjóðarinnar enda sá samingur unnin af póltíksum vinum SJS en ekki fagmönnum - EN síðari sagði ég JÁ við enda famenn fengnir og unnið þvert á flokka.

Óðinn Þórisson, 25.3.2012 kl. 14:25

11 Smámynd: Óskar

Ég var reyndar ekki að tala um Svavarssamninginn- en talandi um hann þá hófst Icesave EKKI með þeim samningi, heldur "tilboði" Árna Matt, Geirs Haarde og Baldur fanga (allt valinkunnir sjallar) til Breta og Hollendinga og var Svavarssamningurinn þó mikil framför frá þeim óskapnaði.  En sjallar vilja ekkert við þessa forsögu kannast frekar en annað sem viðkemur þeirra þætti i hruninu.

Óskar, 26.3.2012 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband