25.3.2012 | 09:49
Ólafur Ragnar verður endurkjötinn
Með hverjum deginum sem líður sem enginn alvöru frambjóðandi gefur sig fram í baráttuna gegn ÓRG þá er það að verða nokkuð ljóst á hann verður endurkjörinn forseti íslands þvert á vilja Jóhönnustjórnarinnar.
Þeir sem hafa verið nendir eins og Stefán Jón og Þórólfur eru með mjög sterka tenginu inn í Samfylkignuna og myndu því að öllum líkindum verða talsmenn þess flokks en hvorugur þeirra hefur lítinn eða engan möguleika í að vinna ÓRG en sjálfsagt að þeir gefi kost á sér.
Þóra er harðkjarna vinstri fréttakona á Ríkismiðlinum Rúv. og spuring hvort hún eigi einhvern raunhæfan möguleika - myndarleg og vinsæl kona á besta aldri en hvort hún hafi eithvað roð í JS og SJS ef til þess kæmi dreg ég efa enda líklegra en ekki að hún væri þeim sammála og yrði JÁ forseti.
En þessar kosningar eru fyrst og fremst hluti af uppgjörinu við Jóhönnustjórnina.
Verða að bjóða betri nöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig færð þú það út að Þóra sé "harðkjarna vinstri" manneskja ? Ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt um að hún sé pólitísk.
Er ekki Ólafur Ragnar vinstri maður ?
Erum við að fara í forsetakosningar sem snúast um það hvort að væntalegur forseti sé með eða á móti ríkisstjórninni ?
Hvers konar bull er þetta. Það er fullt af fólki sem hvorki er hægri né vinstri sinnað sem vill nýjan forseta. Það er búið að fá nóg af Ólafi.
Svona skrif benda til þess að þið stuðningsmenn ÓRG séuð orðnir hræddir.
Brattur, 25.3.2012 kl. 10:23
Sæll Óðinn.
Ég tel þetta vera rétt mat hjá þér.
Sjálfur var ég stuðningsmaður ÓRG fra´upphafi. En fannst að hann hefði átt að láta staðar numið núna og að kraftar hans hefðu nýst betur utan þessa embættis.
En af því að hann ákveður að fara fram einu sinni enn þá mun ég hiklaust styðja hann, við eigum enga betri kosti í stöðunni !
Gunnlaugur I., 25.3.2012 kl. 10:49
Brattur - ég tel mig vita nokkuð vel hvar hún stendur í pólitík - leggum það til hliðar.
Það blasir við öllum að við erum að fara inn í pótískar forestakosningar - vegna Jóhönnustjórnarinnar er póltísk óvissa í landinu og eftir Svavarsamingin verðum við að hafa sterkan öryggisventil.
Það er fullt af bæði hægri og vinstrimönnum sem vilja að ÓRG verði þarna áfram á Bessastöðum og vinni áfram með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.
Óðinn Þórisson, 25.3.2012 kl. 14:18
Gunnlaugur - það voru samtök stoðnum gegn ÓRG um nýan foresta daginn sem hann ákvað að gefa áfram kost á sér - þessum samtökum hefur gjörsamlega mistekist ætlunarverki sitt og ekki komið fundið neinn sem er tilbúnn að fara gegn ÓRG.
Það má deila um hvort hann hefði átt að segja þetta gott núna - hefði komið flottur út ef hann hætt- en þetta var niðurstaða hans eftir að hart var gengið á eftir honum og ég mun styðja hann - það er klárt mál enda mikið hagsmunamál fyrir íslensku þjóðina.
Óðinn Þórisson, 25.3.2012 kl. 14:21
Vinstri maðurinn Ólafur Ragnar á eflaust eftir að setja sinn pólitíska blæ á kosningabaráttuna (ef af verður).
Ég held hinsvegar að meirihluti Íslendinga vilji ekki hafa pólitískan forseta, heldur forseta sem getur sameinað þjóðina á erfiðum stundum og glaðst með okkur þegar vel gengur.
Ég vil a.m.k. ekki forseta sem tekur afstöðu með hluta þjóðarinnar í einstökum málum. Ég vil heldur ekki forseta sem elur á sundrungu og óeiningu meðal þjóðarinnar.
Þess vegna vil ég ekki Ólaf Ragnar lengur á Bessastöðum.
Brattur, 25.3.2012 kl. 19:48
Brattur - við skulum sjá það er enn tækifæri fyrir einhvern alvöru frambjóðanda að koma fram og gera þetta spennandi.
Það kann að vera að meirihluti þjóðarinnar vilji ópólitískan forseta - en þar sem hér eru ekki sömu reglur og t.d í Finnlandi þá þarf hann ekki hreinan meirihluta.
98 % þjóðarinar eru ekki hluti þjlðarinnar - Svavarsamingurin var skandall og nauðsyn að bregðast við því.
Ég vil forseta sem tekur afstöðum þjóðinni - þess vegna vil ég ÓRG áffram á Bessastöðum.
Óðinn Þórisson, 26.3.2012 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.