Frambjóðandi Jóhönnustjórnarinnar

Það er búið að vera ljóst í þónokkurn tíma að Jóhönnustjórin leitaði logandi ljósi af frambjóðanda sem væri hluðhollur þeim.
Nú er sá frambjóðandi kominn fram, Þóra fréttamaður ríkisfjölmiðilsins Rúv og gömul Röskvukona.
Við þurfum öflugan og hæfan forseta sem getur staðið í lappirnar gegn Jóhönnustjórninni.
Þessar kosnigar eru hluti af uppgjörinu við Jóhönnustjórina og því ættu allir sem eru gegn henni að velja ÓRG til áframhaldandi setu á Bessastöðum.

Hún er hlægileg umræðan hjá vinstrimönnum að það þufti að breyta til og fá nýjan aðila á Bessasaði meðan forsæstiráherra er 69 ára ( verður 70 ára 4.okt ) og búin að vara á alþingi síðan 1978 og formaður VG síðan 1982.
Engin ríkisstjórn hefur beitt sér eins gegn sitjandi forseta og Jóhönnustjórnn og er það vegna þess að hann tók afstöðu með þjóðinni í Icesavemálinu ( Svavarsamgurinn )

mbl.is „Þörf fyrir nýjan tón“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér finnst það dónaskapur að gera lítið úr forsetaframbjóðandum Þóru Arnórsdóttur....hún er í framboði á eigin vegum á eigin verðleikum. Er þetta kannski upphafði að skítadreif frá Sjálfsstæðismönnum ?

Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2012 kl. 17:28

2 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Ég vona að fólk kjósi þann einstakling sem það telur að muni standa sig vel í embætti. En ekki út frá því að hefna nokkuð eða með pólitískum gleraugum. Ég vil amk ekki trúa því að margir velji Forseta með slíkt í huga. Ég held líka að ÓRG vilji ná endurkjöri á eign verðleikum en ekki bara til að Þóra verði ekki kosin. Súrt að sitja í embætti með slíkt ,,fylgi".  Sem betur fer hugsa ekki allir eins.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 4.4.2012 kl. 18:24

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég þekki Þóru ekki neitt svo ég ætla ekki að tjá mig um hana sérstaklega. En...

Óðinn Þórisson er sjálfstæðismaður sem finnst að fólk eigi að fá tækifæri til að bjarga sér sjálft og hafna algjörlega aumingjastefnu ríkisstjórnarinnar.

- Gott og vel, en núverandi ástand er vegna óstjórnar Sjálfstæðisflokksins, sem skilur ekki að hægri stefnan gengur út á að gefa fólki frið til að bjarga sér sjálft án þess að spikfeitt ríkisvaldið sé að skipta sér af öllu sem því kemur ekki við. Þar á ég við stóriðju, einkavinavæðingu ríkisfyrirtækja, risaframkvæmdir á uppgangstímum og forsjárhyggju. Sjálfstæðisflokkurinn hefur meira með kristilega demókrata að gera en hægrimenn.

...forsæstiráherra er 69 ára ( verður 70 ára 4.okt ) og búin að vara á alþingi síðan 1978 og formaður VG síðan 1982.

- Ég veit ekki til þess að forsætisráherra hafi nokkurn tíma verið formaður VG. Held að VG hafi ekki verið til 1982.

Ég er þó sammála síðustu setningu færslunnar. Stjórnin átti allt það skilið sem hún fékk frá ÓRG í Icesavemálinu. Það má þó ekki gleyma hvernig það mál varð til.

Villi Asgeirsson, 4.4.2012 kl. 18:47

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - ég myndi í þínum sporum fara varlega að saka aðra um dónaskap og gera lítið úr fólki en horfa í eigin bara.
Er það ekki sérgrein Samfylkinarinnar að vera með skítadreif ?
Hjördís - það er nákvæmlega málið að fólk mun kjósa ÓRG áfram sem forseta vegna þess að hann er hæfasti einstakligurinn til að gegna þessu embætti en höfum í huga að hann hefur m.a vegna ólýðræðislegra vinnubragða ríkisstórnarinnar t.d í Iceavemálinu hefur þurft að gera embætti forseta íslands pólitískara en það hefur verið.
Mundu hann talaði máli þjóðarinnar í því máli meðan JS gerði það ekki.
Þóra mun alveg örugglega fá góðan stuðning frá flokksfóllki ríkisstjóarnarflokkana sem Jón Ingi flokkspenni Samfylkingarinnar segir að hann muni styðja.
Villi - það er alltaf áhugavert að lesa um hvernig skylgreina Sjálfstæðisflokkin en það hefur yfirleitt ekkert með raunvöruleikann að gera.
Alltaf kemur þessi söngur um að allt hafi verið Sjálfstæðisflokknum að kenna en ef núvarandi ríkisstjórn átti að vera i einhverjum björgunarleiðarngri þá er það misheppnaðisti björgunleiðangur sögunnar - hafa gert lítið annað en að skemma og tefja framfaramál.
Þú líklega viljandi misskilur setninguna varðandi aldur foryngja Jóhönnustórnarinnar.
Iceave-málið er eign Jóhönnustjórnarinnar - Svavarsamgurinn hefi leitt til þjóðargjaldþrots.

Óðinn Þórisson, 4.4.2012 kl. 20:16

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Icesave málið var upphaflega klúður 2007 stjórnarinnar. Öllum sem höfðu upplýsingar frá bönkunum hefði átt að vera ljóst að Iceave yrði vandamál. Sérstaklega sumarið 2008 þegar Icesave var opnað í Hollandi. Ekkert var gert til að stoppa það af. Sagt er að Englandsbanki hafi viljað hjálpa með að koma Icesave úr landi, en ekkert var gert. Eftir hrun fóru hausar á kaf í sand og vandamálið varð óleysanlegt.

Jóhönnustjórnin toppaði vitleysuna, en Icesave var ekki eftirhruns tilbúningur.

Villi Asgeirsson, 4.4.2012 kl. 22:08

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sést hér á tilsvörum að þú snertir við viðkvæmum streng. Samfylkingin er með fleiri frambjóðendur. Herdís á Bifröst er raunar ekki bara frambjóðandi samfylkingarinnar heldur einna helst evrópuráðsins sjálfs, enda innsti koppur í búri Evrópusamtakanna, fulltrúi í nefndum Evrópuráðsins og heilaþvegill á ESBifröst.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2012 kl. 23:10

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég mun kjósa Þóru :-)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.4.2012 kl. 00:13

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vill - sammála icesave - reikingarinar í bretlandi voru orðnir of stórt vandamál áður þegar þeir voru stofnaðir í hollandi sem aldrei hefði átt að leyfa - hryðjuverkalögin sem verkamannaflokkurinn vinaflokkur Samfylkinarinarinna setti á okkur var hneyksli. Vandamálið var þegar átti að fara að leysa málið þá setti SJS pólitíska vini sína í samninganefndina í stað þess að fá fagaðila í málið strax.

Óðinn Þórisson, 5.4.2012 kl. 10:54

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Steinar - já sannleikurinn verður hver sárreiðastur eins og Jón Ingi sannar.
Og tenging Herdísar við ESB - er mjög sterk og Samfylkingin er strax farin að klappa upp Þóru.

Óðinn Þórisson, 5.4.2012 kl. 10:57

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna - átti ekki von á öðru frá þér.

Óðinn Þórisson, 5.4.2012 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband