7.4.2012 | 18:58
Til hamingju Þóra en vonlaus barátta ?
Það er rétt að óska Þóru Arnórsdóttur til hamingju með að hafa náð lágmarksfjölda til að fá að bjóða sig fram til embættis forseta íslands.
Þóra virðist hafa mjög stekt bakland og kemur greynlega vel undirbúin í slaginn og verður klárlega sá frambjóandi sem einhvern smá möguleka að fella ÓRG.
Þóru og hennar stuðningsmanna bíður alveg gríðarleg vinna því að fella sitjandi forseta er meira en að segja það.
Það vita allir fyrir hvað ÓRG stendur og hvað hann hefur gert fyrir íslenska þjóð og spuring hvort barátta Þóru sé vonlaus ?
Þóra komin með lágmarksfjölda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:15 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þóra er frábær fréttakona.
Hún er að mínu mati, allt of ung í embætti forseta.
Birgir Örn Guðjónsson, 7.4.2012 kl. 19:04
Óðinn, ég er stuðningsmaður Ólafs Ragnars, en framboð Þóru er langt frá því vonlaust. Hennar styrkur kann ekki hvað síst að liggja í gengdarlausum hatursáróðri, sem þegar er hafinn gegn henni, og þá hvað helst af stuðningsmönnum Ólafs, sem mér líkar satt best að segja ekki. Haldi það áfram sem horfir, er ég eins líklegur til að skipta um lið og það munu fleiri gera, sem ekki sætta sig við þannig vinnubrögð.
Þau sömu vinnubrögð og aðferðir, sem Ólafur mátti þola frá íhaldinu í sinni kosningabaráttu 1996. Ég er sannfærður um að þá hafi sá óhróður og skítkast sem var á Ólaf borinn, ekki hvað síst stuðlað að kjöri hans.
Þá er það bara spurningin hvort íhaldið ætli að endurtaka þau mistök. Reynslan segir mér að svo kunni vel að fara, því skítlega eðlinu á þeim bæ eru engin takmörk sett og þeim mun vera fyrirmunað að læra af reynslunni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2012 kl. 19:35
Birgir, hver sem orðin er 35 ára getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands, samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins. Þóra hefur náð þeim aldri og því er hún ekki of ung.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2012 kl. 19:37
Ég man að hafa lesið þegar Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð sitt árið 1996 að framboð hans væri vonlaust. Það þýðir ekki að láta vonleysi annarra draga mann niður.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 20:36
Birgir Örn - Þóra er glæisleg kona, á flotta fjölskyldu og hefur staðið sig vel á ríkisfjölmiðlinum Rúv og starfaði fyrir Röskvu.
En hún er þarna fyrir ákveðin hóp gegn ÓRG - það má öllum vera það ljóst.
Óðinn Þórisson, 8.4.2012 kl. 09:08
Axel Jóhann - ég ætla að leiða hjér mér þessa heift og hatur sem þú hefur á Sjálstæðisflokknum - það dæmir sig sjálft.
Styrkur hennar hlýtur að vera hún og hvað hún stendur fyrir, hvernig einsklang hún hefur að geyma eða ætlar hún eingöngu að stíla upp á það fólk sem hatar ÓRG kjósi hana - þá er þetta annsi þunnt hjá henni EN það er ekki svo hún vill verða kjörin á eigin verðleikum
Óðinn Þórisson, 8.4.2012 kl. 09:13
H.T Bjarnason - enda sett ég ? við vonlaust - hún er búin að safna lágmarsksfjölda - nafn hennar verður á kjöresðlinum - miði er möguleiki eins og þeir segja.
Ef hún vinnur ÓRG þá mætti segja að það yrðu óvæntustu kosningaúrslit lýðveldissögunnar.
Óðinn Þórisson, 8.4.2012 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.