5.5.2012 | 12:27
Treystum á Ögmund
Þjóðin verður að treysa á að Ögmundur Jónssson innanríkisráðherra standi í lappinar gagnvart þessum kínverska fjárfesti Kínaverska kommúnistaflokksins.
Það má segja að Nubo sé að gefa Ögmundi puttann og Samfylkingin ætli að reyna að ganga frá þessum saming bakdyramegn.
Ögmundur hefur einu sinni sagt NEI við Nubo - þetta er einfaldlega ekki valkostur.
Huang fagni ekki of snemma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott hjá Ögmundi. Ætli landsöluflokkur Jóhönnu fari ekki í kast?
Elle_, 5.5.2012 kl. 12:56
Já, hann ætlar að standa í lappirnar gegn landsölu Jóhönnu og co.
Elle_, 5.5.2012 kl. 12:58
Eigum við sjálfstæðismenn ekki að stuðla að erlendri fjárfestingu?
Eða hefur þú misst af landsfundum seinustu ára?
Sleggjan og Hvellurinn, 5.5.2012 kl. 13:02
Smá upprifjun Óðinn
"Íslenskt hagkerfi er eitt það lokaðasta innan OECD þegar kemur að erlendri fjárfestingu. Sjálfstæðisflokkurinn
leggur áherslu á að auðvelda erlendum aðilum að fjárfesta í íslensku atvinnulífi"
http://www.xd.is/media/xd/landsfundur-2011/alyktanir/Atvinnumal-samthykkt-pdf.pdf
Sleggjan og Hvellurinn, 5.5.2012 kl. 13:04
Vitleysa hjá Ögmundi. Maðurinn er að setja upp prójekt og ekki stela landinu eins og fávitaráðherrann gefur í skyn. Ögmundur hefur vaðið á skítugum skónum um hina pólitísku veröld allt of lengi og mál að henda karlinum út.
Auðvitað vakna hellisbúarnir á Íslandi upp og halda að útlendingar séu að stela af þeim. Illa gefnir og þjófinnrættir lifa oft í svona hugmyndaheimi heimskunar. Á Íslandi er það gagnvart útlendingum. Og hverjir erum við og hver er okkar saga? Í fornöld lifðum við á að ránum og strandhöggum. Í nútímanum eru Íslendingar frægir fyrir verstu rán sem sögur fara af, við sláum heimsmet í fjármálaspillingu og vorum rænd af okkar eigin landsmönnum. Íslendingar hafa lifað á alþjóðlegri félagsmálastofnun og náðum landinu á strik vegna stríðsátaka.
Ég persónulega skammast mín oft fyrir Íslendinga, heimsku þeirra, hroka og spjátrungshætti. Bullið og viðleysan er með ólíkindum og þessi aumingjans ráðherra, Ögmundur ætti að fara að rétta þetta embætti sitt til einhvers yngri og hugsandi manneskju. Menn segja nei til fjárfestirs, enn skríllinn á Íslandi hreyfir ekki hönd eða fót þegar sala á landinu til Brussel er í gangi.
Ég er ákveðin í að kjósa Sjálfstæðisglæpaflokkinn næst og ástæðan er einföld: Það er betri kostur enn að hafa hálfbilaða kommúnista sem vilja hafa Ríkisstjórn sem er fyrirmunað að stjórna sjálfum sér, hvað þá heilu landi.
Og pistlahöfundur kann ekki greinamun á sölu og leigu. Þetta vandamál hans er því miður algengt á Íslandi og fer versnandi í fantasíuheimi kommúnista í landinu, hvað nafni sem þeir velja að kalla sig til að blekkja kjósendur.
Óskar Arnórsson, 5.5.2012 kl. 14:06
Ég get skrifað undir allt sem Óskar segir. Sammála þessu.
Sleggjan og Hvellurinn, 5.5.2012 kl. 14:15
En þó eitt, Óðinn: Ögmundur stóð ekki gegn óleyfisumsókninni 16. júlí, 09.
Elle_, 5.5.2012 kl. 14:38
Viðskipti eru sjálfsögð við allar þjóðir, á meðan þau eru við þær. Viðskipti við Stjórnvöld þjóða eru og sjálfsögð á meðan þau viðskipti skaða ekki viðkomandi þjóð eða þjóðir. Þó að ég sé ekki gjörkunnugur hugsunar hætti komunista, þá þekki ég þar aðeins til.
Núverandi stjórnvöld í Kína hugsa ekki með þeim hætti að skaðlaust sé fyrir þeirra eða aðrar þjóðir og er nærtækast að benda á Tíbet. Öll komunistaríki hafa haft útsendara sem eiga að ná klóartaki á strönd, til að ná öðru taki innar.
Á Íslandi Bakkabræðra er svona starandhögg mun einfaldara og drekinn látin læsa klónum í miðjuna og svo hjálpa vötnin, aurapúkarnir og Bakkabræður við að ná til strandanna.
Hrólfur Þ Hraundal, 5.5.2012 kl. 15:20
Tek undir með Hrólfi. Svo má ekki gleyma því að drekasvæðið vegna olíu, gæti verið að vakna til lífs síns og hvað er þá betra en að hafa landspildu til 99 ára svo íslendigsgreyin þyrftu að borga afnot af. Þetta liggur á borðinu fyrir þá sem hugsa meir fram í tímann en eitt kjörtímabil.
Sigurður Kristján Hjaltested, 5.5.2012 kl. 18:07
Elle - þá má búast við hefbundu reiðiskaski og hótana frá JS - skýr vilji sf að ganga frá samingi við Nubo hefur lengi legið fyrir - þessvegna er núna verið að reyna að fara bakið ÖJ.
En rétt ÖJ studdi umsókn Samfylkinarinnar að esb
Óðinn Þórisson, 5.5.2012 kl. 18:40
S&H - það er spurning hvort við viljum stuðla að aðkomu kínverska kommúnistaflokksins á ísland ?
Kínverska sendiráðið á íslandi er það stærsta á norðulöndum - vekur það ekki neinar spungar hjá þér ?
Óðinn Þórisson, 5.5.2012 kl. 18:43
Óskar - " Illa gefnir og þjófinnrættir lifa oft í svona hugmyndaheimi heimskunar "
Finnst þér þetta þetta þínum málflutningi til framdráttar ?
Ef ÖJ fer þá fellur ríkisstjórnin - ég gæti alveg lifað við það.
Óðinn Þórisson, 5.5.2012 kl. 18:47
Hróflur - efast um að Kínverjar séu hér í einhverjum góðgerðarleiðangri - ég styð að erelndir fjárfesta komi hér inn með penigna en þetta er eitthvað sem mér einfaldlega huggnast ekki.
Óðinn Þórisson, 5.5.2012 kl. 18:53
Siguðru Kristján - VG vill friða allt Drepasvæðið.
Því mður virðist sf - ekki að vera huga þessa fjárfestingu til langs tíma - eða þær hugsanlegu afleiðingar sem hún gæti haft í framtíðinni.
Óðinn Þórisson, 5.5.2012 kl. 18:55
já Óðinn. Allt sem ég segi er minni skoðun til framdráttar. Þú talar um einn Kínverskan fjárfesti sem vill byggja hótel og leigja land, eins og hann sé böðull Kínversku ríkisstjórnarinnar. Það er einmitt sú skoðun og hugarfar sem fólk ætti að skammast sín fyrir. Málið er að fólk með þessa tegund af fordómum út í útlendinga hvort sem þeir eru frá Kína eða annarstaðar, er ástæðan fyrir því að margir íslendingar fá andstyggð á fjöldan allan af sínum landsmönnum.
Innræti fólks sem fróar sér á útlendingahatri ætla ég að hlífa þér við lýsingu á, alla vega í bili. Hugarfarslegir "hellisbúar" dessa lands er mesti skaðvaldur þessarar þjóðar. Auðvitað skilja þeir ekkert í því sjálfir. Konan mín er af kínverskum ættum og bjó lengi á Íslandi. Þetta hugarfar sem hún mætti sem útlendingur þar, var hreint út sagt ógeðslegt. Þess vegna fluttum við. Þessi pólitíska hugarfarslega mengun og spilling á Íslandi er með þvílíkum ólikindum að það gengur fram af venjulega fólki, hvaðan sem það kemur úr veröldinni.
Íslenska Ríkið drepur ekki fólk beint eins og Kínverska Ríkisstjórnin gerir, heldur stjórna þeir landinu þannig að fólk drepur sig sjálft. Þannig að munurinn snýst bara um aðferðina. Svo fá þessir aumingjar sem manna Íslenska Ríkisstjórn, stuðning fólks með einmitt þína sort af hugsunarhætti Óðinn. Vonandi fellur Ríkisstjórnin...
Óskar Arnórsson, 5.5.2012 kl. 22:21
Kæri Óskar. Útlendingahatur kemur því ekki við að fólk vilji ekki að landið verði selt erlendum ríkisborgurum. Það getur verið hættulegt ef hans stjórnvöld eru á bak við það. Það hefur ekki neitt með útlendingahatur að gera. Veistu hvað Brusselsinnar hafa logið oft upp á okkur útlendingahatri og þar þig líka sem andstæðingur yfirtökunnar?? Væri maðurinn innflytjandi horfði málið öðruvísi við.
Elle_, 6.5.2012 kl. 01:13
Mér finnst mjög undarlegt að fylgjast með hvernig þessi þjóð líður auðvaldinu að vanvirða rétt alþýðunnar, til þess eins að hlaða undir spillingar-auðvaldsstjórnvöldin í þessu tvístraða landi.
Í ríkisstjórn Íslands eru einungis liðhlaupar erlendra auðvalds-jöfra.
Flokkarnir standa fyrir tvístruninni og sundrunginni.
Hvar er samstaðan, sem er okkar eina von?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2012 kl. 01:24
Óskar. Ekki get ég með nokkru móti hallmælt fólki sem ég hef kynnst frá Kína.
Ég er hlynnt því að sem flestir Kínverjar komi til Íslands, en ég bið um að Kínversk stjórnvöld standi ekki að baki þeirra komu hingað til lands.
Ég veit að mjög margir íslendingar eru fordómafullir út í alþýðu annarra landa sem koma hingað, en þeir horfa því miður fram hjá stjórnvöldum viðkomandi landa, og þær aðstæður og raunverulegu ástæður þess að fólk kemur þaðan, hingað uppá hjara veraldar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2012 kl. 01:38
Útlendingahatur á Íslandi er eitt það alundarlegasta og lúmskasta sem ég hef upplifað í nokkru landi Elle_E. Menn eru kanski ekki að drepa útlendinga enn sem komið er, enn það kemur í rólegheitunum ef menn verða duglegir að ljúga upp á þá, búa til sögur um þá og skapa hugmyndaheim í landinu og meðal almennings og þeirra sem nærast best á að lesa og heyra eitthvað neikvætt úm útlendinga. Við er með ráðherra sem er argasti dóni, ruddi og orðin of gamall til að vinna. Engin minnist á það. Við erum með 2 ráðherra sem ætla staðfastlega að selja landið og alla þegna þess, Ráðherrar sem gefa skít í Stjórnarskránna, sem ætla að breyta lögum til að geta selt landið. Mótmælin gagnvart því eru akkurat jafn máttlaus og okkar eigin hræðsla við yfirvöld í landinu.
Skríllin í Íslensku Ríkisstjórninni ákvað að dreifa því að Kínverski fjárfestirinn væri útsendari kínastjórnar sem brýtur mannréttindi þegnanna. Elle_E. Útlendingahatrið ætti kanski að kallast krónisk útlendingahræðsla í staðin. Anna Sígríður kallar sama hlut fyrir fordóma. Ég segi að hatur og heimska stjórni af því að það er reynsla mín. Það getur verið að hræðsla og vanþroski sem veldur, Fordómar eru inn í þessu að sjálfsögðu.
Ég bý í Svíþjóð og þar er hræðslan við útlendinga komin upp á yfirborðið og veldur ekki vandamálum hjá neinum nema geðvillingum og hálfbiluðu fólki. Hér eru útlendingar skotnir á færi fyrir það eitt að vera útlendingar. Árás er gerð á börn útlendinga og foreldrar venjulegra Svía skilja ekki hvernig þau ala upp börn sín á útlendingahatri.
Ekki láta vesalinginn og mannhatarann Ögmund plata ykkur. Ef ég flyt til Kína, sem er ekki útilokað, þá vil ég ekki að fólkið í Kínversku Sveitinni haldi að ég sé útsendari frá fábjánum Íslenskrar Ríkisstjórnar bara af því að ég vil kaupa land eða leigja undir eitt hús. Ef ég síðan flyt síðan frá kÍna á ég á hættu að ég verði ásakaður fyrir að hafa flutt þangað til þess eins að komast yfir land...
Það vill til að ég á smá land erlendis. Og bý þar ekki lengur. Þar eru fordómar líka, öfundsýki, neikvæðni og annað, enn það er svo lítið að nágrannar mínir sjá um að berja bullið tilbaka. Maður skilur ekki almennilega sitt eigið land og sína eigin landsmenn fyrr enn maður fær að vera útlendingur sjálfur með öllu því sem það inniheldur. Íslendingar hafa verið handteknir í útlöndum á flugvöllum til að skoða passana okkar. Ástæðan er oftast vegna þess að embættismenn sem eru á vakt hafa aldrei heyrt talað um Ísland. Síðasta svona mál voru skákmeistarar okkar í vandræðum í einhverju landi.
Núna vita allir flugvellir í heiminum hverjir íslendingar eru. Það getum við þakkað stimplinum sem terroristar sem við fengum frá Englendingum...
Óskar Arnórsson, 6.5.2012 kl. 09:32
Elle
Það er verið að leigja honum .... ekki selja.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.5.2012 kl. 09:53
S&H - innan Sjálfstæðislokksins rúmast pláss fyrir fólk með ólkar skoðanir.
Óðinn Þórisson, 6.5.2012 kl. 13:55
Óskar - þarf ekki að skammst mín fyrir mínar skoðanir og ekkert nýtt hér að menn geri mér upp að ég hafi einhverjar aðrar skoðanir/afstöðu til fólks/mála sem ég hef ekki.
En þó er það jákvætt að við getum verið sammála um að vonandi falli ríkisstjórnin.
Óðinn Þórisson, 6.5.2012 kl. 14:02
Elle - ef fólk telur það málflutrnigi sínum það til framdráttar eins og Óskari að við séum einhverjir útlendigahatarar sem styðjum þetta ekki þá verður það bara að vera svoleiiðs.
Óðinn Þórisson, 6.5.2012 kl. 14:06
Anna Sigriður - það er ekki mikli von á samstöðu meðan Jóhanna Sigurðardótti er forstæisráðherra sem hefur við öll tækifæri valið leið ósáttar og sundrungar þegar sátt hefur verið í boði.
Óðinn Þórisson, 6.5.2012 kl. 14:09
Óskar, ekki veit ég um neinn sem er hræddur við ísl. ríkisstjórnina sem er gagnrýnd endalaust, enda á það skilið.
Kannski hatar e-ir landar okkar útlendinga en ég veit ekki um neinn. Kann ekki við að að ósekju sé fólk sakað um útlendingahatur en finnst leiðinlegt að heyra að konan þín varð fyrir þessu. Óðinn skrifar ekki eins og útlendingahatari.
Sættir þú þig við ´útlendingahatrið´ sem fávískir og hatursfullir Brusselsinnar hafa logið upp á okkur hin endalaust fyrir það eitt að vilja ekki gangast undir miðstýringu og yfirrráð Frakklands/Þýskalands?? Nei, Óskar, ég trúi því ekki á þig.
SLEGGJA, ég veit það en við erum að tala um óstjórnlega langa leigu á landi.
Ögmundur gæti ekki kallast mannhatari þó hann geri mikil mistök með að styðja skæðasta landsöluflokk fyrr og síðar í landinu.
Elle_, 6.5.2012 kl. 15:27
Ég þekki persónulega fólk á Íslandi sem eru logandi hræddir við yfirvöld á Íslandi. Skítlogandi hræddir við lögreglunna, við alla embættismenn og þá á ég við alla sem minna á einhverskonar yfirvald. Þetta er oft fólk frá löndum sem þekkja yfirvöld eingöngu af allskonar valdníðslu.
99 ár er ekkert langur tími á leigu fyrir land neinsstaðar. Annaðhvort er það 40 ár eða 99 ár víða í heiminum. Það fer eftir því hvað á að gera á landinu. Nei Elle_E, ég sætti mig ekki við útlendingahatur neinsstaðar. Ég er heldur ekki sáttur við að útlendingar þori ekki að blogga og tjá sig á blogginu og lagðir í einelti því að þeir geta ekki skrifað fullkomna íslensku. Þá er á þá ráðist af íslenskufræðingum og öðrum "fagurfræðilegum" og meðvitundarlausum sérvitringum bloggheima.
Þess vegna geng hiklaust og ver þá, og mana þá að gefa skít í íslenska málfræði og allar reglur þar um. Það er t.d. hluti af hatrinu sem ég á við gagnvart útlendingum á Íslandi sem er alveg ömurlegt og lýsir þjóðfélaginu mjög vel. Sama á um Kínverjan með peninganna. Ef hann hefði verið þýskur, Hollenskur eða enskur sem vildi gera það sama, þá hefði ekki verið ráðist á hann með þessum ótrúlega opinbera skætingi sem fjöldi almennings tekur síðan undir í hjarðmennsku hugsunarhætti sínum. Ögmundur kom rækilega upp um sig í málflutningi sínum um Kínverjan á dögunum enda kalkaður og gamall. Og hann sýndi vanþroska sinn á svo ótrúlegan hátt að maður verður alveg bit...
Í sambandi við ESB þá veistu vel mína afstöðu til þess, Elle_E. Þetta þýska/Franska vald, mest þýskt finnst mér, er svo geggjað í mínum huga að það er makalaust. Við höfum ekkert þangað að gera, enn gætum kanski reynt að efla samaband okkar við önnur norðurlönd í staðin...
Óskar Arnórsson, 6.5.2012 kl. 18:57
Kæri Óskar, held þú hafir misskilið það sem ég var að segja þarna og kannski orðaði ég það ekki nógu skýrt: - - - Sættir þú þig við ´útlendingahatrið´ sem fávísir og hatursfullir Brusselsinnar hafa logið upp á okkur hin endalaust fyrir það eitt að vilja ekki gangast undir miðstýringu og yfirrráð Frakklands/Þýskalands??- - -
Já, ég veit afstöðu þína til fransk/þýska valdsins en ég meinti hvort þú gætir sjálfur sætt þig við að vera kallaður ´útlendingahatari´ eins og Brusselsinnar ljúga oft upp á okkur fyrir það eitt að vilja ekki gangast undir það vald, Óskar. Það þoli ég ekki og væri nákvæmlega sama hvort maðurinn væri úr öðrum löndum.
Þú verður að hafa þína skoðun en útlendingahatur kemur þessu ekki við að ég viti og ekki frá minni hálfu. Vilji maðurinn koma og búa í landinu hinsvegar fagna ég honum en skil ekki hvað hann vill gera þarna uppi á öræfum með flugvöll á meðan hann býr í fjarlægu landi.
Elle_, 6.5.2012 kl. 21:18
Gleymdi einu: Minni líka á andstöðuna sem varð þegar hinn íslenski ICESAVE meistari, Björgólfur Thor, vildi gagnaver í landinu og Kanadamaðurinn Ross Beaty frá Magma Energy, nú Alterra Power Corp, vildi komast yfir HS Orku. Það var mikil andstaða, Óskar, og síst minni en nú. Það gat ekki kallast ´útlendingahatur´ hvað Íslendinginn varðar.
Elle_, 6.5.2012 kl. 21:39
Elle_E. Ég hef sjálfur verið skráður á Íslandi og flaug til í Danmörku í vinnu og bjó þá í Thailandi þar sem ég átti hús, land, bíl og allt sem til þarf, sem ég reyndar enn. Þar sem heimili mitt er raunverulega er engin sérstakur staður á jörðinni. Þetta snýst ekkert um hvort maðurinn vilji búa í landinu. Hann sagði það sjálfur að hann vildi ekkert baktjaldamakk og þá brugðust íslenskir ráðamenn við eins og þarna færi glæpamaður sem þyrfti að passa sig á.
Djúpstætt útlendindingahatur, eða hræðsla, menn velja sjálfir hvað þeir vilja kalla það, sem er bara hitt nafnið á sama vandamáli, er dragbítur á íslensku þjóðinni. Í gamla daga sleiktu þeir útlendinga upp, og um leið og landin hafði náð af sér lúsinni, voru komnir úr torfinu og farnir að reima skóna sína sjálfir, fóru þeir að hata þá. Seinna fengu þeir æfinguna í útlendingahræðslunni í gegnum hersetuna og svo hafa þeir haldið henni við með allskonar stælum og þörf fyrir að sýnast stærri enn þeir eru raunverulega. Kommúnismi og sosialismi á mikin þátt í að viðhalda þessari hræðslu enda hluti af eðli vinstri hugsunar almennt. ´
Að Brussel ljúgi upp á Íslendinga er mér alveg sama um. Þeir eru eins og enski aðallin í þeim málum og ég reikna þá raunverulega ekki sem hluta af sjálfu mannkyninu....
Já Elle_E. Ef þú bara vissir spilið gagnvart orkufyrirtækjum á Íslandi, þá þarftu að vita að það er örsjaldan að við þurfum að passa okkur á útlendingum í þeim málum. Frekar ættum við að hafa augun hjá okkur gagnvart íslendingum sem stjórna útlendingum og nota óspart til að villa okkur sýn um hverjir standa raunverulega á bakvið orkumálin ...
Íslendingum er illa við útlendinga oh geta ekki hamið sig í þeim málum. Ég held að margir sé ekki meðvitaðir um þetta vandamál sitt,,,
Óskar Arnórsson, 6.5.2012 kl. 23:45
Óskar, þú ert Íslendingur eins og við hin. Vildi bara minna þig á það :)
Elle_, 7.5.2012 kl. 00:04
... hehe.. fæddur sem íslendingur sem lærði að líta á sig sem jarðarbúa eftir að hafa búið um allan heim. Eiginlga trúi ég ekki á landamæri landa yfirleitt og hef ekki gert árum saman. Finnst að fyrirbærið ætti að tilheyra forneskjunni. Enn ríkjandi ástand gerir þau nauðsynleg í bili. Stefnan þarf að vera að þau hverfi eins og torfkofar Íslendinga forðum, Er það ekki Elle_E... ;)
Óskar Arnórsson, 7.5.2012 kl. 00:13
OK, loks náðum við að vera aftur sammála: Svo við erum JARÐARBÚAR.
Elle_, 7.5.2012 kl. 00:39
Okkar í milli, Óskar þá fæddist ég ekki einu sinni í landinu. Og var voða lengi í öðru landi. Sonur minn er minna en 1/2 íslenskur líffræðilega. Vil samt ekki að Ísland missi fullveldið, sjálfstæðið, yfirráðin yfir landinu.
Elle_, 7.5.2012 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.