Á Kolfinna að segja af sér ?

Kolfinna var kjörin í bæjarsjórn Garðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn - hún fékk sitt umboð frá kjósendum Sjálfstæðisflokkins til að sitja þar.

Það ætti að vera sjálfsögð krafa að þegar einstaklingur ákveður að hann ætli ekki lengur að starfa fyrir það fólk sem hann fékk sitt umboð þá á sá hinn sami að stíga til hliðar.

Þar til við tökum upp einmenningskjördæmi þá er það flokkurinn sem ætti að eiga sætið hvort sem það er er í bæjarstjórn eða á þingi.

En hversvegna ætti Kolfinna að stiga til hliðar - við höfum séð fólk hlaupa úr flokkum á þessu kjórtímabili en enginn stigið til hliðar fyrir þann aðila sem er næstur á lista fyrri þann flokk sem fékk sætið.
mbl.is Bæjarstjórinn í Garði rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Það væri þá verið að brjóta hefð ef Kolfinna segði af sér.  Þú veist jafnvel og ég að það tíðkast ekki í pólitík hér á landi að fólk segi af sér skipti það um flokka eða segi sig úr flokkum, hvorki í bæjarstjórnum né á þingi.   Hitt er annað mál að framkoma sjálfstæðismanna gagnvart henni eftir þessa atburði er þeim til skammar.  Henni hefur verið hótað, barið á hús hennar og fengið ruddaskilaboð.  Það er eitthvað mikið að hjá sjöllum í þessu bæjarfélagi.

Óskar, 16.5.2012 kl. 22:14

2 identicon

Óðinn, þetta er atriði sem ætti að eiga við Alþingi líka. þegar við kjósum til alþingis kjósum við lista með einstaklingum ekki sérstaka einstaklinga, þeir sem komast á þing af listanum eiga að sjálfsögðu að starfa fyrir þann flokk sem bauð listann fram og ef þeir treysta sér ekki til þess þá eiga þeir að fara af þingi og eftirláta næsta manni af listanum þingsætið. þeir þingmenn sem hafa gengið í þingflokk annars flokks en bauð fram listann sem þeir voru kosnir af eru í raun að stela athvæðum þeirra sem kusu þá og svíkja það sem þeir lofuðu fyrir kosningar, þeir eru þar með þjófar og svikarar.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 22:56

3 Smámynd: Einar Steinsson

Kannski er betra að gera þetta á hinn veginn, hætta að kjósa lista og kjósa fólk í staðin sérstaklega í bæjum og sveitum, persónulega hef ég aldrei kosið eftir listum í bæjar og sveitarstjórnar kosningum heldur kosið þann hóp sem sem mér hefur litist best á.

Ég bý núna í Austurríki og hér er farinn millivegur, það eru hefðbundnar listakosningar en síðan er kosinn bæjarstjóri óháð listum. Bæjarstjórinn og stjórnin verða síðan að gjöra svo vel og vinna saman hvort sem þeim líkar betur eða verr. Stundum tilheyrir bæjarstjórinn einhverjum listanum og stundum ekki. Veit um einn bæ hérna í nágrenninu þar sem bæjarstjórinn fær aftur og aftur yfir 90% fylgi á meðan flokkurinn hans er með um 30%.

Einar Steinsson, 17.5.2012 kl. 07:23

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - þó svo að það sé ekki hefði fyrir þv að fólk segir af séri er eitthvað að því að brjóta þá hefð,
Það er enginn sem axlar ábyrð á þessu.
Ekki ætla ég að verja það sem hefur gerst þarna gagnvart Kolfinnu og hafa bæjarfulltrúar flokksins sent frá sér yfirlýsingu og gagnrýnt það.

Óðinn Þórisson, 17.5.2012 kl. 08:00

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristján - eftir það sem hefur gerst á þingi eftir síðustu kosnigar með flokkaflakk þingmanna einfadlega verður að breyta þessu.
Þegar þetta fólk segir sig úr stjórnmálaflokki eða stofnar meirihuta gegn þeim flokki sem það var kjörið fyrir og fékk sitt umboð þá er erfitt að horfa á það öðruvísi en að þetta er ekki rétt.
Hreinlegast væri fyrir Kolfinnu að segja af sér enda verður hún enginn þátttakandi í starfi flokksins eftir gærdaginn og verður þar aldrei aftur á lista.
Skammtímahagsmunir Kofinnu ráða hja´henni.

Óðinn Þórisson, 17.5.2012 kl. 08:06

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Einar - sveitarstjórnarmál eru að mörgu leiti öðruvíski eins og þú segir og í litlum bæjarfélgöum eins og Garði þá tengist fólk svo mikikð og því verða átökin oft harðari og persónuelgri.
Ég hef alltaf verið hlynntur ópóltíkum bæjarstjóra og að bæjarfulltrúar vinni með hagsmui bæjarfélagsins að leiðarljósi en til þess að það gerist þá verður margt að breytast.
Áhugavert að lesa þetta um sveitarstjórnarmál í Austurríki og eitthvað sem við hér á landi getum örugglega lært eitthvað af.

Óðinn Þórisson, 17.5.2012 kl. 08:12

7 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Er þetta bara ekki enn eitt dæmið sem sýnir hversu yfirgengileg spillingin er á Íslandi, ekki bara í pólitík.

Guðmundur Pétursson, 17.5.2012 kl. 12:37

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmudur - þetta verður a.m.k mjög dýrt við lítið bæjarfélag eins og Garð og greynilegt að þarna er eitthvað mikið að.

Óðinn Þórisson, 17.5.2012 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband