Stuðningsfólk Þóru að fara á taugum

Þetta er eitthvað sem stuðningsfólk Þóru og hún sjálf verður að skoða og hugleiða hvort það sé ætlunun að vera með kosningabaráttuna á svona lágu plani.
Það verður hægt að saka ÓRG um ýmislegt en þetta er vel fyrir neðan beltisstað og ekki boðlegt.
En þetta sýnir kannski hvað þessi kosningabarátan er hörð, skoðanakannir sýna að frambjjóðandi Samfylkingarinnar er að tapa fylgi, skyljanlega og greynilegt að stuðningsfólk Þóru er tapa sér og fara á taugum.



mbl.is „Svona sending er ný reynsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Lágu plani?

Hann ræðst að henni og maka hennar og kallar framboð Þóru "2007" framboð, vitandi sjálfur uppá sig skömmina að vera "2007" holdi klætt eftir misnotkun sína á embættinu í nafni útrásarvíkinga og fyrirtækja þeirra, sem nú eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara og hafa meira að segja nokkrir setið í gæzluvarðhaldi. Hann kallar hana skraut dúkku, eða punt dúkku og gerir þannig lítið úr henni. En Þóra hefur aldrei sagt styggðaryrði um manninn í sinni baráttu.

Hann reynir að koma sér frá því að hafa sagst ætla að hverfa til annara starfa áður en tímabilið er á enda og segir nú að hann hafi alla tíð ætlað sér að sitja 4 ár. Og reynir síðan að koma sínum ósannindum yfir á maka mótframbjóðanda síns.

Maður sem neitaði að setja embættinu siðareglur með hroka og yfirlæti þegar það var lagt til eftir rannsóknarskýrslu alþingis.

Afhverju þurfti að fela fjölda bréfa sem forsetinn skrifaði fyrir útrásarvíkingana í nafni forsetaembættisins, í tugi ára. Voru það 60 eða 80 ár ? - Hvað stóð í þessum bréfum sem við megum ekki sjá? Hvaða dyr opnaði hann fyrir útrásarglæpamennina með þeim bréfum, sem annars hefðu aldrei staðið þeim opnar.

Ég get haldið áfram endalaust við að telja upp afglöp þessa manns... en ég hreinlega hef ekki geð í mér til að skrifa meira um þennan mann.

Hvað þarf þessi maður eiginlega að gera til að fólk sjái í gegnum hann?

Og síðan ef einhver vogar sér að rifja upp hegðun og gjörðir Ólafs í kringum útrásina, er sá sami samfylkingarpenni eða eitthvað í þeim dúr.

Hvenær ætlar fólk að sjá að keisarinn er kviknakinn og hefur verið það árum saman!?!

Auðvitað getur fólk gert mistök í lífinu.. en að taka öllum ábendingum um t.d það að setja embættinu siðareglur.. að taka því með hroka og geðvonsku eins og hann gerði á sínum tíma þegar umræðan um siðareglurnar voru í gangi.

Þetta er leiðinlegt, því ég kaus þennan mann hér áður fyrr.. en það geri ég ekki aftur.

Kannski fólk lesi þetta og rifji upp útrás Ólafs frá Bessastöðum. http://forsetinn.is

Takk fyrir mig

kveðja

Einar

ThoR-E, 27.5.2012 kl. 15:20

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er ekki nóg að kunna afbakaða frasana Óðinn,,maður þarf líka að geta skýrt og svarað.

hilmar jónsson, 27.5.2012 kl. 16:50

3 Smámynd: Elle_

Já, lágu plani, sammála Óðni.  Samfylkingarliðið ræðst sífellt á forsetann, geta víst ekki látið hann í friði.  Það hefur enginn verið að ráðast á Þóru að ég viti þó fólk hafi staðið gegn henni í embætti forseta vegna þess að vitað er að Þóra er þeirra og getur þessvegna ekki verið treyst. 

Elle_, 27.5.2012 kl. 17:47

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ólafur hefur ekki kallað Þóru puntudúkku. Það er móðursýkisleg lygi. Hann hefur hinvegar oft notað þetta orð til að lýsa því yfir að forsetaembættið sé ekki upp á punt og áhrifalaust. 

Í júní árið 2004 sagði hann td. þetta:

"Menn mega ekki gleyma því að forsetaembættið er hluti af stjórnskipun landsins og hver sá sem gegnir embætti forsetans verður að vera reiðubúinn að axla ábyrgð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Ef forsetinn er ekki reiðubúinn til þess er hann ekki starfinu vaxinn. Forsetinn er ekki bara puntudúkka."

Dúkkur eru ekki bara kvenkyns og það alls ekki í máli Ólafs. Það er líkt spunavél Samfylkingarinar að tína svona fram og mistúlka. Ef þessi málflutningur gerir eitthvað, þá er hann að staðfesta að Þóra er kandídat Samfylkingarinnar til embættisins. Ég efast samt um að þetta samfylkingarlið sé að gera henni greiða með svona þvaðri.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.5.2012 kl. 18:23

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Einar - ekkert illt er meint með orðum ÓRG - stundum verður bara að tala skýrt og það hefur hann vissulega gert.
ÓRG - studdi einfaldlega við þá einstaklinga sem voru að hans mati að reyna að gera góða hluti og varla hægt að saka hann um að hann vissi ekki að sumir þessara einsaklinga voru mjög vafsamir.
Á engum tímapunkti í ríkisstjórnarsamstarfi sf við x-d varði sf við þessum mönnum eða að hér yrði bankahrun en 2007 framjóðendur sf fengu margir " stuðning " frá Baugi og fékk flokkurinn á sig nafnið Baugslokkurinn - ekki að ég hafi notað það nafn um flokkinn.
Myndin í Fréttablaðinu sem flestir telja að styðji ÞA var blaðinu til mikillar minnkunnar og útrúlegt að blaði hafi ekki beðið hann persónulega afsökunar.

Óðinn Þórisson, 27.5.2012 kl. 18:23

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hilmar - þarf að skýra það út fyrir þér þegar fólk er með skítkast og á lágu plani ?
Er ekki Rósa Guðrún bara kvennrembukerling ?

Óðinn Þórisson, 27.5.2012 kl. 18:31

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elle - Jóhanna hefur verið í stöðugum átökum við forseta þjóðarinnar eftir að hann samþykkti ekki Svavarsaminginn og leit sf að framjóðanda tók enda þegar ÞA bauð sig fram.
Ef Þóra gerir sé ekki grein fyrir því að hún er ekki yfir gagnrýni hafin og er  ekki tllbúin að taka málefnalega umræðu þá hefði hún betur átt að halda sig heima.

Óðinn Þórisson, 27.5.2012 kl. 18:42

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Steinar - þjóðin verður að gera sér grein fyrir því að forseti sem ætlar að vera áhrifalaus og gera ekki neitt er ekki valkostur.
Nei ég dreg í ef að þetta sé að hjálpa ÞA en er þetta ekki gert með hannar samþykki ?

Óðinn Þórisson, 27.5.2012 kl. 18:49

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála um að stuðningsmenn Þóru eru að fara á taugum.  Þegar eitthvað hallast á hana er það skítkast, en ég hef ekki .. aldrei séð jafn ómerkilegt skítkast og stuðningsmenn hennar viðhafa um sitjandi forseta mér verður hreinlega bumbult af ógeðslegheitunum.  Og um leið og þeir setja svona ósmekklegheit á blað um forsetan, niðurlæga þeir um leið þjóðina, því forseti er þjóðkjörinn og svona umræður er á þvílíkt lágu plani, svei attan bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2012 kl. 23:33

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - það verður allt reynt á þeim vikum sem eftir eru til kosninga til að sverta sitjandi forseta en þetta fólk virðist ekki gera sér grein fyrir þeim skaða sem það er að valda forsetaembættinu.
ÞA opnar kosingaskrifofu í dag, allt verður vel skipulagt og fínt og sætt á yfirborðinu.

Óðinn Þórisson, 28.5.2012 kl. 13:35

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nefnilega málið, það er svakalegt að heyra glósurnar og orðin sem viðhöfð eru um forsetann.  En ég stend við það að það verður Andrea en ekki Þóra sem verður næst Ólafi.  Það er svo skrýtið að allir sem ég heyri í ætla að kjósa Ólaf.  Ég hef ekki hitt neinn Þórustuðningsmann, sennilega eru þeir flestir fyrir sunnan. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2012 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband