21.7.2012 | 13:38
Þóra og Samfylkinign
Það var margt sem spilaði inn í að framborð Þóru var sneypuför, hún var einn af stofnendum Evrópusamtakanna ekki það vinsælasta í Íslandi í dag, það að það tókst að hengja á hana stimpil Samfylkingarinnar og þá um leið Jóhönnu Sigurðadóttur - óvinsælsta stjórnmálamanns landsins i dag gerði ekkert annað en íta fylgi frá henni.
Hvort það hafi skipt einherju mál að hún væri trúleysingi held ég ekki - en eflaust kostað hana einhver atkvæði.
Þannig að það komi skýrt fram þá naut Þóra góðs af því að vera Frú Kastljós&Útsvar - fólki líkaði vel við hana sem sjónvarpskonu og eflaust hefur það mikla fylgi sem hún hafði í byrjun verið út á það en þegar hún fór að tala - þá voru það bara mörg orð um ekki neitt.
EN hafa ber í huga að þessar forsetakosngar voru hluti af uppgjörinu við Jóhönnustjórna - framboði Valdins var hafnað og ÓRG var endurkjörnn með 53 % greiddra atkvæða.
Þóra: Viðbrögð RÚV léleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 13:52
framboði valdsins var hafnað ? Þvílíkt bull. Hið eina sanna framboð valdsins, gamla Íslands, spillingaraflanna og fjármálaaflanna var framboð Ólafs. Framboð sem beitti lygum, vildi koma af stað Amerískum leðjuslag og fór forsetinn sjálfur fremstur.
Íslendingar eru upp til hópa hálfvitar sem fylgja hjarðhegðun og vilja sterkan leiðtoga jafnvel þó hann sé geðveikur. Svona Davíðs og nú Ólafs heilkenni. Held að því miður muni flestir þeir sem kusu Ólaf sjá eftir því fljótlega. Maðurinn er illa innrætt pólitísk hóra sem svífst einskins fyrir valdið. Sjallar kusu hann, verði þeim að góðu þegar hann snýst enn einn hringinn í pólitíkinni og fer að valda þeim vandræðum.
Óskar, 21.7.2012 kl. 14:09
Gott að heyra Ásthildur
Óðinn Þórisson, 21.7.2012 kl. 14:43
Sæll Óðinn.
Sammála þessari greiningu hjá þér. Svo með þetta komment hans Óskars hér að ofan, þar sem lekur af honum fýlan og orðbragðið fyrir neðan allar hellur.
Kallar "íslendinga upp til hópa hálfvita" og að forsetinn sé "geðveikur" Svo kallar hann réttkjörinn forseta Lýðveldisins sem var kjörinn með meirihluta atkvæða sem: "illa innrætta pólitíska hóru sem einskis svívist"
Segir svo forsetan vera: "hið eina sanna framboð valdsins og gamla Íslands og spillingar- og fjármálaaflanna" og svo voru það "Sjallar sem kusu hann"
Þessi fúkyrðaflaumur og hatursáróður segir nú miklu meira um Óskar þennan sjálfan en forsetan okkar og þjóðina sem hann og við tilheyrum !
Það var fólk úr öllum flokkum sem kaus Ólaf Ragnar áfram sem forseta þjóðarinnar. Einfaldlega vegna þess að það treysti honum best til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar og tala máli hennar innanlands sem erlendis, hann var sterkur valkostur gegn valdaelítunni og fjölmiðlaaðlinum og ekki hvað síst peningaöflunum, (samanber ICESAVE) og síðast en ekki síst gegn ESB öflunum og þeirra sem vilja innlima þjóðina undir það helsi !
Ólafur er alls ekki gallalaus maður en kostir hans eru gríðarlegir og þess vegna vann hann þessar kosningar með talsverðum yfirburðum.
Menn eins og Óskar verða bara að læra að sætta sig við þá lýðræðislegu niðurstöðu annað er bara móðgun við þjóðina og lýðræðið.
Gunnlaugur I., 21.7.2012 kl. 14:53
Óskar - ef það er leðjuslagur að koma hreint til dyranna og tala skýrt þá má kannski segja að þetta hafi verið leðjulsagur, Þóra gat enganvegin svarað fyrir sig, er það aumingjaskpaur ? - ekki fyrir mig að dæma um það.
Vssulega voru sterk öfl að baki ÞA - pengaöfl - hún eyddi 14 milljónum meira en allir aðrir framgjóðendur til samans.
Ekki var ÓRG með ÓlafsDag eins og Þóra var með ÞóruDAG - blind persónudýrkun þegar ekket annað var eftir.
Þú verður að eiga það við sjálfan þig hvaða nöfn þú notar um forsta þjóðarinnar - og anddúð þína á Sjálfstæðisflokknun er öllum kunn.
Ekki sé ég eftir því að hafa kosið gegn frambljóanda Jóhönnustjórnarinnar - og ekki heyrt um eninn sem gerði það sjá eftir því.
Hvað fannst þér um að ÞA mætti á kjörstað án skylríkja og fékk að kjósa ? taldi hún sig hafin yfir okkur hin ?
Óðinn Þórisson, 21.7.2012 kl. 14:56
Gunnlaugur - þessi færla hjá honum eins og ávallt á ekki mjög háu plani og endurspeglar fyrst og fremst heift og hatur sem hann ber til ÓRG og Sjálfstæðisflokksins.
Þóra svaraði aldrei skýrt varðandi Icesave - sagði að ef mál færu í þj.atkvæðagreiðslu myndi hún ekki gefa upp skoðun sína - og afneitun hennar á esb - var hlægileg miðað við að hún hefur verið yfirlýstur esb - sinni en til að ná í atkvæði kúventist hún - ekki trúaverðugt.
ÓRG var eini vakosturinn vegna þeirrar gríðarlegu pólistísku óvsssu sem hér er,, ríkisstjórn sem 70% þjóðarinnar styðja ekki, esb - umsókinn og breytingar á stjórnarskránni svo ekki sé minnst á alþingskosingar eftir örfá mán.
Það er óliklegt að Óskar sætti sig við lýðræðiislega niðurstöðu forsetakosninganna þar sem þær voru ekki að hans skapi.
Óðinn Þórisson, 21.7.2012 kl. 15:07
Viðtalið í sunnudagsblaði MBL við Þóru er eiginlega sorglegt.
Og öðrum til viðvörunar í framtíðinni; ekki reka kosningabaráttuna EFTIR kosningar.
Kolbrún Hilmars, 21.7.2012 kl. 17:01
Sammála Óðni. Auðvitað sáust fingraför stjórnarflokkanna langar leiðir, enda sýndu skoðanakannanir það og þetta háði blessaðri konunni eins ágæt og hún nú er sem sjónvarpskona. Held að hún hefði aldrei farið í framboð nema vegna haturs Jóhönnu og Steingríms á Ólafi sem vantaði eitthvert þekkt andlit sem dygði á Ólaf. Er ekki sammála Þóru sem segir í vitalinu við Mbl að mogginn hafi verið með áróður í þessa átt. Það sást langt að. Auðvitað er Ólafur Ragnar ekki gallalaus, það vita allir, en það var bara einfaldlega ekki annað í boði sem dugði þjóðinni á þessu tímum þar sem reynt er að selja landið undir ESB og afsala sér fullveldinu.
Aðalbjörn Þ Kjartansson, 21.7.2012 kl. 17:40
Sammála Kolbrún það er of seint að hefja kosningabaráttuna eftir kosningar.
Óðinn Þórisson, 21.7.2012 kl. 20:23
Aðalbjörn - óvild SJS og JS í garð ÓRG vegna Icesave er öllum ljós og framboð ÞA ber þess öll merki að unnið hafi verið að því í marga mán áður en hún bauð sig formlega fram.
Stjórnarflokkarnnir fóru ekkert í felur með andúð sína á ÓRG og vildu nýan forseta.
Það hefur verið sorlegt að fylgjast með stjórnarliðum&þeirra pennun að reyna að gera lítið úr lýðræðislegri niðurstöðu kosnignanna og Ólín þingkona SF gekk svo langt í fyrringunni að hún taldi að ÓRG hefði fengið gula spjaldið með 53 % greiddra atkvæða.
Sammála það er ekki hægt að gagnrýna fréttafluning MBL & Moggans - ef hún getur ekki tekið gagnrýni þá hefði hún ekki átt að gefa kost á sér.
Óðinn Þórisson, 21.7.2012 kl. 20:38
Þetta er allt saman afar ljóst og þessu fólki ekki til sóma. Held reyndar að þau haldi að við íslendingar séum sauðir upp til handa og fóta og getum ekki séð í gegnum blekkingarnar. En annað hefur nú komið á daginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 20:48
Þóra virðist ekki vera neitt sérstaklega gáfuð eða skörp og enn síður skemmtileg. Dómgreind hennar út á túni að senda sjálfa sig í þetta ömurlega viðtal, það bara hlýtur einhver að fullyrða það við Þóru að nú sé hún komin í kosningabaráttu aftur því kæran á forsetakosninguna muni verða dómstekin og samfylkingin vinna málið, eða þannig. Núna virðist Þóra mega vera hún sjálf og ekki vera með neitt kosningahandrit. Eini kosturinn við þetta kostulega viðtal er að núna fáum við að sjá hver Þóra er sem er betra en pínlegi forseta leikþátturinn. Í viðtalinu er Þóra einnig að biðja um atvinnutilboð eða rukka um það sem henni var kannski lofað, hvað vitum við. Hún vill gjarnan vinna hjá alþjóðastofnun erlendis (umh....Brussel, kæmi það til greina?)
Sólbjörg, 22.7.2012 kl. 09:05
Sólbjörg - það verður hver og einn sem les þetta viðtal að meta það en það er í mínum huga bara dæmi um sára og svekkta konu - sem er hrikalega tapsár.
Kannski að Össur bjargi henni um vinnu í Brux og Steingrímur reddi Svavari skipspsplássi.
Óðinn Þórisson, 22.7.2012 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.