Stöðvum viðræðurnar og þjóðin verði spurð

íslandÞað var í raun hneyksli hvernig staðið var að samþykkt alþings á því að ísland myndi sækja um aðild að esb og sú staða sem nú er kominn upp var í raun fyrirsjánleg.
Því miður hefur Samfylkingin 2 sinnum hafnað því að þjóðiin verði spurð um hvort það sé rétt að vera í þessum viðræðum.

Þó ég dragði það verulega í efa að vg beiti sér fyrir þvi að kosið verði framhald viðræðnanna fyrir alþingskosnignar þá ætla ég að leyfa mér að vona að þeir sjái það sjálfir að inn í kosningar geta þeir ekki farið með esb - umsókn Samfylkingarinnar á bakinu.


mbl.is 360 þúsund á mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Óðinn hvernig heldur þú að Sjálfstæðisflokkurinn muni taka á þessum málum? Verða krata trjójuhestarnir sem nú eru í þingmannaliði Sjálfstæðisflokksins hreinsaðir út af framboðslistunum fyrir næstu kosningar? Hvaða valkosti eigum við kjósendur til þess að stöðva ESB alögunarferlið? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 08:13

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er Ísland lýðræðis-land? Skiptir einhverju máli hvað fólk kýs í sýndar-blekkinga-kosningum? Er lýðurinn ekki bara þrælasafn elítunnar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2012 kl. 09:15

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sæll Óðinn, það sem mig langar að vita er hvað Ísland er búið að leggja mikið til ESB nú þegar, það er nauðsynlegt að Íslendingar fái að segja vilja sinn í þessu ESB máli og það helst fyrir næstu Alþingiskosningar en eins og staðan er í dag þá erum við með Ráðamenn sem eru hræddir við vilja meirihlutans í þessu máli og hafa verið það frá upphafi þessa mikla máls svo vonin um það er fjarlæg, en það kemur alltaf maður í mannsstað og tími komin á að við fáum stjórnendur sem bera virðingu fyrir launagreiðanda sínum það er okkur Íslendingum og velferð okkar...

Rúmar 362,000 kr. á mann á ári er mikill peningur fyrir okkur Íslendinga og Ráðamenn hafa risið upp og sagt að þetta væri nú ekkert til að tala um....

Það sem mér finnst hafa einkennt þessa Norrænu velferðar Ríkisstjórn er vanvirðing, vanvirðing hennar við okkur Þjóðina og hag okkar og hagur ESB hefur skipt meira máli en hagur okkar Íslendinga og mér finnst þetta svo alvaralegt að ég vill þessa Norrænu Ríkisstjórn beint í rannsókn fyrir Landsdóm vegna aðför hennar að okkur Íslendingum...

Ég veit ekki betur en að hver Ríkisstjórn fyrir sig sem tekur við skrifi undir eið og gefi loforð um að hagur okkar Íslendinga og velferð okkar er það sem hlutirnir eiga að snúast um en ekki velferð og hagur ESB...

En eitt er víst og það er að næstu kosningar munu snúast um það hjá öllum sem ég þekki að velja þá sem  telja hag okkar betur borgið fyrir utan ESB svo það verður eiginlega af fá svar Þjóðarinnar í þessu mikla ESB máli...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.8.2012 kl. 09:29

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristján - formaður flokksisns hefur sagt það skýrt að ef flokkurinn komist í ríkisstjórn þá verður ekki haldið áfram viðræðum við esb án aðkomu þjóðarinnar.
Prófkjör verða í haust og þá er það flokksmanna að ákveða hvort esb - já menn fái framgöngu.

Óðinn Þórisson, 11.8.2012 kl. 10:44

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - við vorum að kjósa forseta í lýðræðislegum kosngum þar sem frambjóðanda valdsins var hafnað.
Við eigum ekki að taka lýðræðið sem sjálfsagðan hlut - það verður að berjast fyrir því jafnt hér semog annarstraðar í heiminum.

Óðinn Þórisson, 11.8.2012 kl. 10:46

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg Guðrún - það er búið að umbylta sjórnsýsluni til að aðlaga lög og reglum íslands að esb - búið að loka 18 - 19 köflum þó svo að þjoðin hafi ekki hugmynd um hvað ÖS er búinn að semja um.
Samkv. öllum skoðanakönnum er um 70 % þjóðarinnar gegn aðild íslands að esb - þessvegna eru engar líkur fyri því að evrópusambandið muni samþykkja  að kosið verði um " samning " í ráðgefandi kosningum ef vitað er að þjóðin muni segja NEI. og svo verður sjávarútvegskaflinn ekki opnaður fyrr en SJS er búinn að semja af okkur Makrílinn.
Samfylkining lofaði því fyrir kosngar 2009 að þjóðin myndi frá að kjósa um " samning " fyrir næstu kosngar - þetta loforð hefur SF svikið - það liggur fyrir.

Óðinn Þórisson, 11.8.2012 kl. 10:53

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Ég tel lýðræði ekki sjálfsagðan hlut. Það sem blasir við mér er bara það, að flest sem stjórnvöld gera fáum við lýðurinn sjaldnast að vita um. Þannig hefur þetta alltaf verið á Íslandi. Það er ekkert lýðræðislegt við það að svíkja öll kosningaloforð og kjósendur.

Asnaeyru kjósenda duga vel til að draga þá áfram á þeim, af stjórnmála-elítunni (flokkaforystu allra flokka) gjörspilltu og siðlausu!

Eru ekki byrjaðar stjórnarmyndunar-viðræður núna? Fyrir kosningar! Hvað segir það okkur? Til hvers að nota skattpeningana í dýrar kosningar?

Er ekki kominn tími til að leggja spilin á borðið? Og gefa uppá nýtt í samræmi við kosningalög og reglur?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2012 kl. 11:48

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - vg&sf gengu bundnir til kosnga 2009 og með skýra loforð að hala Sjálfstæðisflokkinum frá völdum - ekket lýðræðislegt við það.
Það var ekkert lýðræðislegt við að alþingi samþykkti umsókn íslands til esb.
Stjórnarflokkarnir hafa ekkert verið að fela það að þeir vilja vinna saman eftir næstu kosningar og bara spurng hvaða flokk/flokka þeir fái sem hækju - nema þeir vilja ekki x-d.
En í raun gefa þau okkur skýran valkost - ef fólk vill ekki þessa vinstrifokka áfram í ríkisstjórn.

Fyrsta forgangsmál flestra stjórnmálamann eru þeir sjálfir - vissulega þarf að gefa upp á nýtt og það hefði átt að gera fyrir löngu - að halda alþingskonsganar

Óðinn Þórisson, 11.8.2012 kl. 12:26

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Ég skil ekki enn hvernig var hægt að kjósa um aðild að ESB á alþingi, án þess að spyrja lýðinn í lýðræðisríki? 

Mér finnst mjög óeðlilegt og ólýðræðislegt að ræða samstarf fyrir kosningar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2012 kl. 13:21

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - sf - lagði allt undir í síðustu kosngum - esb - væri þeirri eina mál.
Kraffa sf til vg var
Að samþykktja aðildarumsóknna
Að styðja ekki tillögu um að þjóðin fengi að segja hvort farið yrði af stað í þetta ferli

Til þessa hefur það verið þannig að stjórnmálaflokkar hafa gengið óbundnir til kosnnga - það virðist hafa breyst við síðustu kosnngar.

Óðinn Þórisson, 11.8.2012 kl. 13:35

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Finnst þér eitthvað skrýtið að ég spyrji til hvers alþingiskosningar eigi að fara fram, þegar við sjáum hvernig spilltir verðbréfasalar og bankaræningjar fá að stjórna heiminum hindrunarlaust til glötunar?

Ég vildi óska þess að ég gæti lokað augunum fyrir hvað er að gerast, en ég get það bara ekki. Það eru engin forréttindi að sjá í gegnum vitleysuna, þegar blekkingarnar og lygarnar fá að lifa og dafna áfram.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2012 kl. 14:41

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - ef við teljum að alþingskosningar séu óþarfar í lýðrlæðsríki þá er eitthvað verulega mikið að.
Umræðan um hvort alþingskosningar eigi að fara fram á vissulega rétt á sér en valdið er hjá okkur sem veljum okkar lýðræðislega fulltrúa til að sitja á alþingi.
Rétt í dag er fólk á alþingi sem uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til okkar kjörnna fulltrá.

Óðinn Þórisson, 11.8.2012 kl. 18:34

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/08/11/island_fekk_700_milljarda_krona/

Sleggjan og Hvellurinn, 12.8.2012 kl. 20:52

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hvernig getur það verið hneyksli þegar mál er samþykkt á Alþingi?

eru þa öll lög sem hefur komið frá þessari stofnun hneiksli??

svo verður þjóðin spurð.

Þið NEI sinnar vitið þetta mæta vel og eru bara viljandi í einhverju áróðursbulli.

sorglegt.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.8.2012 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband