Assange gefi sig fram

Það er ekkert annað í stöðunni fyrir Assange en að gefa sig fram - framseldur til Svíðjóðar - svari þar fyrir sín mál og svo verður það bara að koma í ljós hvort réttlætið sigri og hann verði framseldur til Bandaríkjanna.
En þetta er bara mín skoðun enda ekki mesti stuðingsmaður Wikileaks og margir í Bandaríkjunum sem hafa ekki mikið álit á þessum manni.

Staða Assange hefur veikst og svo ekki sé talað um trúverðugleika meðan hann hefur haldið til innan sendiráðs Egvadors.
mbl.is Svíar heiti því að framselja ekki Assange
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Bjarni Guðmundsson

Hann getur einfaldlega ekki gefið sig fram án þess að fá staðfestingu á því að verða ekki framseldur því það er augljóst að hann verður framseldur til Bandaríkjanna og þar mun hann annaðhvort dúsa í fangelsi alla ævi án dóms og laga eða tekinn af lífi. Það er ekkert réttlæti í því.

Kristján Bjarni Guðmundsson, 19.8.2012 kl. 10:55

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eftir tæpan klukkutíma verður bein útsending á nrk.no frá London. Öllum kemur það við hvort tjáningarfrelsi og mannréttindi eru brotin. Öllum ber skylda til að berjast gegn ó-réttlæti. Dóms og réttarkerfi heimsins á að verja réttlæti, en ekki ó-réttlæti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.8.2012 kl. 11:36

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristján - það er ekkert annað í stöðunni annað en að hann fari til Svíðjóðar og svari fyrir sín mál þar.
Það eru margir í Bandaríkjunm sem vilja meina að hann eiti ekkert annað skilið en að dúsa í fangelsi allt sítt lif.

Óðinn Þórisson, 19.8.2012 kl. 12:16

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Starbuck - og er eitthvað að því að taka hart á svona málum ?

Óðinn Þórisson, 19.8.2012 kl. 12:17

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - við eigum öll að berjast gegn mannréttindum og líka þeim sem setja líf annara í hættu.

Óðinn Þórisson, 19.8.2012 kl. 12:19

7 Smámynd: Starbuck

Minnir þetta þig ekkert á Sovétríkin? Eða Þriðja ríki Hitlers?  Stjórnvöld í BNA virðast róa að því öllum árum að gera landið að lögregluríki og brjóta stjórnarskrárbundin réttindi borgaranna þegar þeim hentar!  Nú er svo komið að þeir geta handtekið fólk fyrir engar sakir og haldið því út í það óendanlega án ákæru - bara með því að setja á það hryðjuverkastimpil.  Þetta er bara fasismi - en þú hefur kannski ekkert á móti fasisma?

Starbuck, 19.8.2012 kl. 13:10

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Starbuck - nei reyndar minnir þetta mig ekkert á gömlu Sóvétríkin þó tel ég að vinnubrögð núvreandi ríkisstjórnar hér á landi geri það.
Ég er aðallega hræddur um að Obama sem er mjög veikur forseti koðni niður og standi ekki í lappirnar eitthvað sem maður gat treyst GWB að gera ekki.
Við skulum ekki blanda fasistma inn í þetta - það sem skiptir nú öllu máli er að hann sýni nú smá manndóm, stað þess að standa á út á svölum og fara til Svíþóðar og  standa þar fyrir sínu máli - þetta er hálf ömurlegt maðurinn búinn að setja sjálfan sig í stofufangelsi - ekki mikil reisn yfir þessu hjá honum - það er alveg ljóst að hann er búinn að binda þarna bresku lögregluna og þvi fyrri sem hann labbar út getur þessari vitleysu lokið.

Óðinn Þórisson, 19.8.2012 kl. 16:12

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Auvitað á Julian Assange að standa við gefin loforð og gefa sig fram til Breskra yfirvalda annars fær hann stimpilinn lygari og svikari. Svo á að fara eftir dómsorði hvað verður gert við hann.

Ef að svíarnir dæma hann ekki sekan þá er hann frjáls og frír til að gera það sem honum sínist svo framarlega að það sé löglegt.

Nú ef að svíarnir vilja ekki dæma hann og gefa honum frítt fæði og húsnæði, þá kanski verða þeir að senda hann til USA vegna samninga sem svíarnir eru með við kanann.

En einhverra hluta vegna þá held ég að Julian Assande sé heigull og þorir ekki að standa fyrir sínu sakleysi. En kanski er hann bara sekur og hann veit það bezt sjálfur og reinir þess vegna að komast hjá því að koma fyrir rétt í Svíþjóð og USA því að hann veit hvernig mun fara í þessum málum.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 19.8.2012 kl. 16:41

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - hann hefur ekkert val hann verður að gera hreint fyrir sínum dyrum og eina leiðin til að gera það er að fara til Svíþjóðar.
Ef hann teldi sjálfan sig vera með hreinan skjöld er alveg klárt mál að hann væri tilbúinn til þess að berjast fyrir sakleysi sinu en rétt kannski er það svo að hann veit það sjálfur að hann sé sekur.
Trúverðugleiki WL er í húfi.

Óðinn Þórisson, 19.8.2012 kl. 17:11

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"sekur" ??? "standa fyrir sakleysi" ????

HANN HEFUR EKKI EINUSINNI VERIÐ ÁKÆRÐUR!

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2012 kl. 17:57

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvaða rugl er þetta.

Af hverju heldur þú Guðmundur að það er búið að kveða upp dómsorð í Bretlandi að senda þennann kjána til Svíþjóðar?

Bara af því að dómarar í Bretlandi hafa svo lítið að gera?

Auðvitað hlýtur að vera búið að gefa út handtökubeiðni í kynferðisafbrotamáli í Svíþjóð vegna ásökunar/ákæru sem að einhver skjalfesti.

Þar af leiðandi þurfa yfirvöld í Svíþjóð að ransaka þetta mál og einhverra hluta vegna þá býst ég við að það sé búið að ransaka þetta mál töluvert og það sé lítið nema bara réttarhöld eftir. Annars hefðu sænsku yfirvöldinn ekki farið fram á framsal Julian Assange.

En af því að Julian Assange hefur flúið úr svokölluðu stofufangelsi í Bretlandi þá verður hann látinn dúsa í fangelsi í Svíþjóð þegar hann kemur þangað meðan að mál hans er tekið fyrir vegna þess að honum er ekki treystandi.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 19.8.2012 kl. 18:29

13 Smámynd: Jens Guð

http://www.youtube.com/watch?v=wyjNRmSPVMM

Jens Guð, 19.8.2012 kl. 22:12

14 Smámynd: Svavar Bjarnason

Að mínu mati eru Manning og Assange jafnmiklar hetjur or blaðamennirnir sem afhjúpuðu Watergate hneykslið.

Svavar Bjarnason, 19.8.2012 kl. 23:25

15 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sumum finst Stalín, Mao og Hitler hafi verið hetjur.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 20.8.2012 kl. 08:01

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Margir óttast tjáningarfrelsið og sannleikann. 

Hvers vegna skyldi ekki mega yfirheyra Julian Assange í Bretlandi, í sendiráði Ekvadors þar í landi?

Það er löglegt, og oft gert.

Menn í háum stöðum hafa fengið að vitna í gegnum síma og skype, en ekki Julian Assange?

Hvers vegna geta sænsk stjórnvöld ekki gefið loforð um að framselja hann ekki til Bandaríkjanna?

Þessum spurningum er ósvarað, og á meðan eru stjórnvöld í Svíþjóð og Bretlandi með mjög vafasamt orðsporð.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.8.2012 kl. 10:28

17 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég mæli með því að fólk gefi sér smá tíma í að horfa á þessa samantekt http://www.abc.net.au/4corners/stories/2012/07/19/3549280.htm og sérstaklega það sem Jennifer Robinson segir í myndbandinu en það er tímabilið 14:05 - 14:42.

Sævar Einarsson, 20.8.2012 kl. 15:22

18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Anna spurning

1. Af hverju ættu sænsk yfirvöld að flytja sína lögfræðinga og dómara til Bretlands til að hafa réttarhöld á ásökunum/ákærum í afbrotamáli sem hefur verið höfðað gegn Julian Assange? Bara meikar engan sens.

2. Er Julian Assange í einhverri hárri stöðu? Fyrir utan það, þetta hefur lítið að gera með yfirheyrslu Julian Assange af sænskum yfirvöldum, heldur réttarhald.

3. Sænsk yfirvöld hljóta að hafa milliríkjasamning við USA um framsal fólks sé þess óskað og svíar eru þekktir fyrir að framfylgja samþykktum samningum.

Ef þú hugsaðir málið hlutlaust þá gætir þú svarað þessum spurningum sjálf.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 20.8.2012 kl. 17:34

19 Smámynd: Sævar Einarsson

Jóhann Kristinsson, hvers vegna er Julian Assange merktur með rauðu flaggi aka "Red Notice" hjá Interpool? ef allir sem liggja undir grun um kynferðisleg brot þá ættu allir að vera merktir þannig. Eins og Jennifer Robinson segir þá er fólk sem er stimplað með "Red Notice" nánast alltaf skráðir hryðjuverkamenn eða einræðisherrar og sem dæmi segir hún að Bashar al-Assad forseti Sýrlands sé ekki merktur með "Red Notice" (hann hótaði hann efnavopnaárásum sem er brot öllum alþjóðlegum lögum) og Muammar Gaddafi (meðan hann var á lífi) var merktur með "Orange Notice", ertu ekki að sjá tvískinnunginn í þessu?

Sævar Einarsson, 20.8.2012 kl. 18:20

20 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhann Kristinsson. Julian Assange er ekki í hárri stöðu, og þess vegna leyfa spillt yfirvöld sér að meðhöndla hann á þennan svívirðilega hátt.

Ásökun ekki það sama og ákæra. Julian Assange hefur ekki verið kærður fyrir nauðgun. Hvers vegna á hann að mæta til Svíþjóðar?

Við skulum halda okkur við staðreyndir, en ekki pólitískan áróðurs-frétta-slag ríkjanna sem hér eiga í hlut.

Það á enginn að mæta í yfirheyrslur, án þess að hafa verið kærður fyrir lögbrot.

Við skulum sleppa því núna að rekja það hvernig sænsk yfirvöld hafa hagað sér í gegnum tíðina. Það er ekki allt göfugt og fagurt í þeirra sögulegu stjórnsýslu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.8.2012 kl. 23:42

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk kærlega fyrir allar ath.semdirnar
Niðurstaðan verður alltaf sú sama, hann hefur ekkert val, hann þarf/verður að fara til Svíþóðar eins og Jóhann bendir á þa er engin ástæða af Svíar fari með sitt fólk til Bretlands - hann á að svara fyrir þessi brot í Svíþóð.
Veit ekki betur en að það sé milliríkarsamnigur milli Svíþóðar og Bandaríkjanna um framsal fólks.

Assange hefur bara einn valokost - hann er ekki að gera WL neinn greiða með því að hanga í sendiráði Ekvardors í Brrelandi - en er ekki yfir lögin hafin og verður að svara fyrir sín mál eins og allir aðrir.

Óðinn Þórisson, 21.8.2012 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband