29.9.2012 | 13:29
Vígdís Hauksdóttir næsti varaformaður Framsóknarflokksins ?
Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hefur verið öflgur talsmaður lýðræðis, mannréttinda og réttarríkisins. af þessum sökum má leiða getum af því hversvegna vinstri - menn bera slíka heift og hatur í hennar garð.
Vigdís hefur staðið fast í sínum skoðunum og hafnar algjörlega aðild íslands að ESB og hefur verið öflugur talsmaður gegn Jóhönnustjórninni.
Framsóknarflokkurinn myndi stíga miikið gæfuspor ef hún yrði kjörin varaformaður flokksins.
Vigdís hefur staðið fast í sínum skoðunum og hafnar algjörlega aðild íslands að ESB og hefur verið öflugur talsmaður gegn Jóhönnustjórninni.
Framsóknarflokkurinn myndi stíga miikið gæfuspor ef hún yrði kjörin varaformaður flokksins.
Lýsti yfir framboði á fundinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sæll!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2012 kl. 14:34
Óðinn. Mér finnst þú fara of djúpt í hjólfara-skotgrafir í þessum pistli.
Það er okkur öllum hollast og farsælast að skilja, að við erum öll í sama flokki, þegar upp er staðið.
Það er samansafna-flokkur ólíkra Íslandsbúa, sem allir eiga jafnan rétt á að farið sé eftir lögum og reglum. Allir eru jafnir fyrir lögum og mannréttindum. Líka þeir sem þú ert ekki sammála. Allir hafa eitthvað gott í sér, og mikilvægast er að rækta og ná fram því besta í hverjum og einum, óháð einhverjum flokkaklíku-"hugsjónum".
Þetta mikilvæga samstöðu-náungakærleiks-atriði virðist því miður vefjast alveg gífurlega mikið fyrir öfgapólitíkusum allra flokka.
Vigdís þorir að standa gegn elítustraumnum og vera hreinskilin, og það ættu allir aðrir líka að þora, óháð klíku-flokka-áróðri og ólýðræðislegum og mannskemmandi fjölmiðlaþrýstingi og peningavalds-þrýstingi (kúgunum).
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2012 kl. 14:57
Já sæll Axel
Óðinn Þórisson, 29.9.2012 kl. 17:20
Anna Sigríður - nei ég segi bara hlutina eins og ég tel á þá séu - við erum jú öll íslendingar en hugmyndir hægri manna sem hafa fresli einstaklingsins með ábyrð að leiðarljósi er mjög langt frá hugmyndum sósíalista.
Já nákvæmlega að farið sé að lögum og reglum - finnst þér dæmin sýn að sósíalistar ( ríkisstjórn ) hafi á þessu kjörtímabili gert það ?
Vigdís hefur fyst og fremst þorfað að vera hún sjálf og standa á sínum skoðunum og hugsjónum þegar við sjáum t.d vg setja sínar skoðarnir t.d varðandi esb til hliðar fyrir völd og sf - sem hefur látið JS kúga sínar skoðanir.
Óðinn Þórisson, 29.9.2012 kl. 17:27
Óðinn. Það er í raun enginn munur á sósíalistaríkisstjórn og frjálshyggjuríkisstjórn.
Það væri ekki verra að allir réttlátt hugsandi einstaklingar áttuðu sig á þessari staðreynd.
Vigdís er hörkustelpa, sem talar af hreinskilni. Við þurfum þannig fólk í alþingis-steinkubbaldinn við Austurvöll.
Þeir sem ekki geta verið hreinskilnir, og sinnt lögum og reglum af heiðarleika, geta farið í steininn á Skólavörðustígnum. Árni eyjapeyi er eini Sjálfstæðisþingmaðurinn sem hefur setið af sér, og það var fyrir nánast ósýnilegan "glæp"!
Það væri kærkomin tilbreyting að skipta samfélagsviknum smákrimmunum á þeim Skólavörðustígs-bæ út, fyrir hvítflibba-stórglæpamenn, sem eiga raunverulega að sitja í því fangelsi!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2012 kl. 20:01
Anna Sigríður - ef þú sérð engan mun á hægri - stjórn og sósíalistastjórn þá verður það bara að vera svoleiðis en rétt að benda á atvinnumál þar sem slíkar ríkisstjórninar þveröfuga leið - hægri stjórn - vill auka framleiðslu, framkvæmdir sem leiða til öflugs verlferðarkerfis og fólk fái meira í launaumslagið - ekki eins og sósíalistar vilja gera alla jafn fátæka.
Við erum sammála um Vigdísi
Það er bara svo að ef allt væri eðlilegt þá ætti SJS að þurfa að svara fyrir Svavarsamginn og sp-kef/byr fyrir dómstólum - ætti löngu að vera búinn að segja af sér en maðurinn hefur enga sómatilfinngu.
Óðinn Þórisson, 30.9.2012 kl. 08:30
Óðinn. Spillingin á Íslandi byrjaði ekki árið 2008. Hvers virði er öflugt atvinnulíf, ef fólk getur ekki einu sinni borgað húsaleigu á kalda Íslandi, fyrir dagvinnulaunin?
Það er óboðlegt að loka augunum fyrir, hvernig farið hefur verið með launafólk í þessu landi, frá því ég fór að fylgjast með og vinna fyrir verkalýðslaunum. Dagvinnulaun þeirra lægst launuðu hafa aldrei dugað fyrir framfærslu á Íslandi.
Hvernig hefur svona meðferð á vinnandi heiðarlegu fólki fengið að þrífast í alla þessa áratugi á Íslandi. Svo koma verðtryggingar-varðhundar elítunnar, slefandi og gjammandi, til að réttlæta ólöglega verðtryggingu á lánum, með okurvexti ofan á allan verðtrygginga-svikaskítinn!!!
Ég treysti á að hreinskilnir einstaklingar opinberi það, hverskonar svika-þrælamylla hefur keyrt láglauna-vinnandi íslandsbúa og erlenda farandverkamenn áfram á siðlausan hátt upp í gegnum tíðina!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2012 kl. 14:48
Anna Sigríður - vandamálið í dag er að lágmarkslaun eru svo lág að fólk sem er á atvinnuleysisbótum sér engan hvata til að fara út á vinnumarkaðinn.
Atvinnumál eru stærsta viðfangsefni hverrar ríkisstjórnar - því öflugt atvinnulíf er forsenda þess að fólk hafi það gott og geti gert eitthvað meira en borga bara af sínum skuldum.
Það hefur verið farið illa með hinn almenna launþega og baráttan fyrir betri kjörum verður alltaf.
Óðinn Þórisson, 30.9.2012 kl. 19:38
Óðinn. Ég styð heiðarlega atvinnu-uppbyggingu.
En það réttlætir ekki þrælalaunin svívirðilega lágu, að benda á kjörin sem viðgangast á atvinnubóta-markaðinum.
Það er ekki mögulegt að réttlæta, að launalítið fólk og heiðarlega rekin fyrirtæki séu endalaust að vinna fyrir lottó-glæpastarfsemi lífeyrissjóðanna og bankanna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2012 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.