Flottur sigur Árna Páls

Það er rétt að óska Árna Pál til hamingju með sigurinn á frambjóðanda flokksforystunnar Katínu Júlíusdóttur.

Árni Páll er klárlega í lykilstöðu til að taka formannsstólinn og leiða flokkinn aftur inn á miðjuna.


mbl.is Árni Páll sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ef Árni Páll er það skársta sem Samfó hefur upp á að bjóða þá er nú illt í efni. Ekki er nú hinn Kragaguttinn hann Bjarni Vafningur Ben skárri. Þetta sýnir bara að íslensk pólitík er í tilvistarkreppu sem og sigur Besta Flokksins staðfesti á sínum tíma. Ég held að það sé ennþá langt í það að traust almennings á alþingi komist yfir 1 stafs prósentu tölu.

Guðmundur Pétursson, 10.11.2012 kl. 23:04

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - Árni Páll er það skásta sem SF - á það er klárt mál - það hefur verið farið illa með hann og nú tekur hann formansslaginn af fullum krafti.

Traust almennigs á alþingi er í lagmarki og það verður ekki endurreist nema með svona prófkjörum þar sem fólk fær endurnýjað umboð eða er sparkað út eins og Sigmundi Erni var gert.

Óðinn Þórisson, 11.11.2012 kl. 08:22

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Árni Páll hefur sýnt það og sannað að fyrir heimilin og fólkið í landinu er hann ekki að vinna, það sýndi hann með því að setja þessi lög sín á sínum tíma sem voru svo dæmd ólög...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.11.2012 kl. 09:49

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg Guðrún - Árna Páls lögin eins og þau eru kölluð - það hefði ekkert verið óeðlilegt að hann hefði sagt af sér þá en það að segja af sér og axla ábyrð er ekki til í íslenskum stjórnmálum.
Ef þetta hefði komið upp t.d í bretlandi hefði hann sagt af sér samdægurs - það gildir líka um Svandísi þegar hún braut lög og Jóhönnu þegar hún braut jafnréttislög

Óðinn Þórisson, 11.11.2012 kl. 14:46

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ingibjörg Guðrún. Það er einfalelga rangt að Árni Páll hafi ekki unnið fyrir heimilin í landinu og sú gagnrýni sem hann hefur fengið á sig í því efni er engan vegin réttmæt. Alla hans ráðherratíð sem félagsmálaráðherra reyndi hann eins og hann gat að berja á bönkunum til að fá þá til að gefa eftir af kröfum sínum en hafði einfaldlega ekki erindi sem erfiði af þeirri einföldu ástæðu að þeir harðneituðu að gefa þumlung eftir. Eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar kom í veg fyrir að hægt væri að þvinga þá til þess með lagaboði. Það sem fjármálafyrirtækin á endanum gáfu eftir er að hluta til árangurinn af þeirri vinnu þó vissulega hafi það mátt vera meira.

Hvað varðar hin svokölluðu Árna Páls lög þá tóku þau ekki rétt af neinum. Ef þau hefðu ekki verið sett þá væri enn fáir ef nokkrir búnir að fá eina einust lækkun á gengistryggðum lánum því allar fjármálastofnanir fullyrtu að þeir dómar sem fallnir voru ættu ekki við þeirra lánasöfn.

Valið stóð því milli þess að gera ekkert eða setja lög sem trygðu þó einhverja lækkun lána án þess að taka áhættu á mikilli skaðabótaábyrð ríkissjóðs ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu að dómafordæmið sem komið var ætti ekki við öll lánasöfn eða að vaxtaákvörðunin í lögunum væri um lægri vexti en bankarnir ættu tilkall til.

Það er auðvelt að vera vitur eftir á en það var engan veginn ljóst á þessum tíma að það væru samningsvextirnir sem ættu að gilda. Það voru skiptar skoðanir á því milli lögfræðinga og það voru líka skiptar skoðanir á því milli dómara enda voru héraðdómar í mörgum tilfellum öfugir á við það sem Hæstiréttur komst að niðurstöðu um. Það hefði því falist mikil áhætta í því fyrir ríkissjóð ef lögin sem sett væru kvæðu á um samningsvexti. Ef það hefði verið gert og niðurstaða Hæstaréttar hefði orðið á hinn vegin það er að Seðlabankavextirnir ættu að gilda þá hefði það skapað ríkissjóði tugmilljarða skaðabótaábyrð gagnvart bönkunum. Einhvers staðar hef ég heyrt að munurinn hafi verið 64 milljarðar. Ætli það hefði ekki heyrst hljóð úr horni ef það hefði orðið niðurtaðan. Þá hefðu væntanlega fáir hrósað Árna fyrir að taka slaginn með heimilunum í landinu heldur hefði verið krafist afsagnar hans fyrir að valda skattgreiðendum 64 milljarða skelli.

Niðurtaðan var því sú að fara varfærnu leiðina til að tryggja heimilunum strax lágmarkslækkun á gengistryggðum lánum og láta síðan lántaka sjálfa sækja frekari rétt sinn fyrir tilstilli dómstóla. Þannig var heimilunum tryggð lágmarkslækkun án þess að skaða á nokkurn hátt möguleika þeirra til að ná frekari lækkun ef það væri niðurstaða Hæstaréttar að samningsvextirnir ættu að gilda og einnig án þess að taka stóra áhættu gagnvarft ríkissjóði og þar með skattgreiðendum. Að taka áhættu á 64 milljarða króna skaðabótaábyrð ríkissjóðs hefði verið forkastaleg áhætta með almannafé og því var sú leið sem Árni Páll valdi skynsamlegasta leiðin í þeirri óvissu sem var um þetta mál á þeim tíma sem lögin voru sett.

Sigurður M Grétarsson, 11.11.2012 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 888610

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband