Hanna Birna eða Bjarni Benediktsson

Það rétt að óska Hönnu Birnu til hamingju með glæsilega kosnigu í 1.sætið í Reykjavík.

Vandamál Sjálfstæðisflokksins á hverjum tíma hefur verið offramboð á hæfileikaríkum einstaklingum sem hafa verið reyðubúnir að starfa fyrir flokkinn og leiða hann.

Það er alveg klárt mál að Hanna Birna er glæsilegur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og ef hún telur að hún sé rétt einsaklinugirnn til að leiða Sjálfstæðisflokkin þá er ekkert annað en taka slaginn við Bjarna Benediktsson sem tók við flokknum á erfiðasta tíma í sögu flokksins og hefur tvöfaldað fylgi við flokkinn síðan 2009 ef marka má skoðanakannair - en ef Hanna Birna telur sig geta gert betur þá er bara að bjóða sig fram á næsta landsfundi.

Sjáflstæðisflokkurinn stétt með stétt
mbl.is Sigur Hönnu veikir stöðu Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hver er þessi hallærislega Stefanía Óttarsdóttir? Er hún eini aðilinn sem getur tjáð sig um þetta? Alveg ótrúlegt en samt mjög íslenskt.

Guðmundur Pétursson, 25.11.2012 kl. 19:03

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - hún er stjórnmálafræðingur og ansi oft leitað til hennar.
Hanna Birna mun ekki bjóða sig fram gegna Bjana enda nýbúin að tapa fyrir honum en hún er í sterkri stöðu að verða varaformaður

Óðinn Þórisson, 25.11.2012 kl. 19:29

3 Smámynd: Júlíus Guðni Antonsson

Ég held að sjálfstæðismenn almennt telji að búið sé að ákveða að Bjarni leiði flokkinn en vilja gefa Hönnu Birnu stuðning til að vera við hans hlið í því verkefni enda búin að sýna að hún á fullt erindi og er vissulega nánast sjálfkjörin í varaformannsembættið

Júlíus Guðni Antonsson, 25.11.2012 kl. 21:47

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Já, Óskarsdóttir. Er ekki hægt að tala við einhverjar aðra en hana, með fullri virðiingu fyrir henni? Hún var líka í SE í dag. Það væri kannski kænsk fréttamennska að fá fleiri en 1 álitsgjafa.

Guðmundur Pétursson, 25.11.2012 kl. 21:54

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins er Ánægður með Bjarna Ben og reyndar er hann als ekki maður sem er til forustu fallinn..

Vilhjálmur Stefánsson, 25.11.2012 kl. 23:29

6 Smámynd: Reputo

Ég get ekki séð að Sjálftökuflokkurinn hafi tvöfaldað fylgi sitt. Hinsvegar hafa þeir sem eru óákveðnir eða neita að svara þessum skoðanakönnunum margfaldast. Þegar það er dregið frá má vera að fylgið hafi stækkað í prósentum talið, en ef allir eru taldir með hafa allir flokkað misst mikið fylgi og enginn hefur náð að auka það að einhverju ráði.

Ég vil hinsvega hvetja fólk til að kjósa einhver af þessum nýju framboðum. Það eru mun meiri líkur á að þar finnist fólk með hugsjónir annað en í þessum gömlu flokkum þar sem þetta snýst um völd sama hvað það kostar. Fólk er hrætt við nýjungar og breytingar og því mælast þessir flokkar svona litlir. Ég held samt að þeir muni verða mestu hástökkvararnir í næstu kosningum þar sem þessir óákveðnu munu frekar kjósa þá en gömlu valdaklíkurnar.

Sjálfstæðisflokkinn mun ég ALDREI kjósa á meðan Bjarni Ben er í brúnni og þessari skoðun minni deila margir. Þótt hann hafi verið endurkjörinn formaður endurspeglar það ekki það sem hinn almenni kjósandi vill, enda kom það skýrt fram í skoðanakönnunum fyrir síðustu formannskosningar. Það yrði mikið gæfuspor fyrir þennan flokk að losna við manninn ásamt reyndar ýmsum öðrum þarna. 

Reputo, 26.11.2012 kl. 12:48

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Júlíus - held að flokksmenn vili ekki fara annan formannslag heldur munu veita Hönnu Birnu flotta kosningu í varaformanninn.

Óðinn Þórisson, 26.11.2012 kl. 17:38

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - það myndi vissulega breikka umræðuna ef fjölmiðlar myndi ekki alltaf tala við sama fólkið til að túlka stöðuna.

Óðinn Þórisson, 26.11.2012 kl. 17:39

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vilhjálmur - Bjarni er formaður flokksins og mun leiða flokkin í gegnum næstu kosningar.

Óðinn Þórisson, 26.11.2012 kl. 17:40

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Reputo - sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur aukið fylgi sitt samkvæmt skoðanakönnum frá síðustu kosningum - VG hefur t.d tapð um helming fylgis.

Þessi nýju framboð er það Dögun með Þór Saari og Margrétti Tryggadóttur - Björt Framtíð með Guðmund S. og Róbert M. - eða píratar með Birgittu - NEI þetta er ekki nýtt fólk - bara flokkaflakkarar.

Bjarni er á réttri leið með flokkinn og mun leiða flokkin til sigurs í næstu kosngum - 22 þingmenn PLÚS.

Óðinn Þórisson, 26.11.2012 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband