Ríkisstjórnin að segja af sér

Það væri flott gjöf ríkisstjórnarinnari til þjóðarinnar nú í lok árs 2012 að hún myndi segja af sér - hefur farið frá því að vera með sterkan meirihluta í að vera í dag veik minnihutastjórn sem lifur aðeins í önduarvél Hreyf. og Bjartrar Framtíðar.

Nei auðvitað segir hún ekki af sér enda veruleikafyrring í fyrsta sæti hjá þessari vanhæfu og getulausu vinstri stjórn.


mbl.is Ríkisráðsfundur á gamlársdag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Við höfum séð svona leiksýningar áður, og svona leiksýningar eru vægast sagt úreltar, árið 2012.

Á ekki bara að skipta um andlit í ríkisstjórnar-stólunum herteknu? Það þykir svo fínt hjá "siðmenntuðum"=herteknum ríkisstjórnum í Evrópu, að setja bara nýtt andlit í stólana, og réttlæta þannig svik þeirra fjármála-herteknu, sem þar sátu áður? Enginn ber ábyrgð, þrátt fyrir há laun vegna ábyrgðar! Þetta var allt saman "hinum" að kenna, segja þeir bara!

Leikskólabörnunum myndi svo sannarlega, og með réttu, ofbjóða svona vanþroski og óréttlæti, í "réttar"-ríkinu Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.12.2012 kl. 17:44

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - það hefur verið ömurlegt að fylgjast með ráðherrabreytingum ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili - allt gert til að fela vanhæfni og getuleysti hennar.
Staða ríkisstjórnarinnar er vægt úr sagt vonlaus, 70% þjóðarinnar styðja ríkisstjórina EKKI - í öllum venjlulegum lýðræðisríkjum væri ríkisstjórnin búin að segja af sér og þá sérstaklega eftir að ríkisstjónin tapaði 3 atkvæðagreiðslum nú fyfir jól og var gerð að taka til baka skattabreytingu á ferðaþjónustuna.

Leikhús fáránleikans helur áfram í boð vg og sf - ömurlegt og hver skaðast mest jú þjóðin

Óðinn Þórisson, 29.12.2012 kl. 18:55

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Þú gleymdir að telja hina flokka-bókstafina með. Það er hvað eftir annað búið að kjósa um ESB-aðildina á alþingi, og þá stóð stjórnarandstöðu-foringjaliðið sig fullkomlega í að kjósa með áframhaldandi aðildar-aðlögun.

Hvernig útskýrir þú það fyrir mér? Bera formenn flokkanna enga ábyrgð? Erum við að borga þeim laun, fyrir að svíkja okkur?

Það dugar skammt að beita lyginni og óheiðarleikanum endalaust fyrir burðarklárinn þrælandi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.12.2012 kl. 19:07

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nokkuð ljóst að ef að ríkisstjórnin væri að segja af sér þá væri henni falið að sitja fram að kosningum sem eru jú í apríl.  Til að byrja með þá er þingið í fríi fram í miðjan Janúar.  Og því lýkur um miðja mars. Og ég held að það sé ljóst að það er ekki verið að því. Því engin flokkur er tilbúin í kosningar fyrr.  Gæti verið að t.d. Björt framtíð væri að koma inn í stjórnina eða Hreyfingin/Dögun.  Eða hvoru tveggja? En hvað sem öðru líður þá myndi forsetin aldrei skipa aðra stjórn fyrir svo stuttan tíma. Ráðherra væru varla búnir að koma sér inn í störf sín þegar að kosningum væri komið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.12.2012 kl. 19:49

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - þegar alþingi samþykkti að hefja aðildarviðræður við esb þá sagði einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins JÁ, einn sat hjá en allir hinir sögðu NEI.
Það eru hækjuflokkar Ríkisstjórnarinnar sem hafa verið á takkanum í þingsal til að koma í veg fyrir að framhald esb - viðræðnanna fari til þjóðarinnar.
Hvaða ábyrð á BB að bera gagnvart ESB - umsókn Samfylkingarinnar - eina sem hann verður sakaður um er að málið fari í dóm þjóðarinnar - annað ekki.

Óðinn Þórisson, 29.12.2012 kl. 21:03

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Helgi - við getum þó verið sammála um að ríkisstjórnin er minnihlutastjórn.

Alveg frá því að GS sagði sig úr Framsókn og raun áður en hann gerði hefur hann studd vin sinn DBE og BF er hækjuflokkur Ríkisstjórnarinnar - er ekki bara rétt að GS fái ráðherraembætti - ÖS hefur jú sagt að hann vilji helst að næsta ríkisstjórn verði sf, wc og bf - skelfileg framtíðarsíyn

En það er vont fyrir þjóðina hver dagur sem þessir ríkisstjórn er við völd - bæði ASÍ og SA hafa sagst ekkert meira hafa við þessa ríkisstjórn að tala.

Óðinn Þórisson, 29.12.2012 kl. 21:15

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er spurning hvort að við ættum að kaupa aðeins meira af flugeldunum Óðinn.

Jósef Smári Ásmundsson, 29.12.2012 kl. 21:56

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóssef Smári - það gæti verið stekur leikur - þegar góðir hlutir gerast á að fagna vel og lengi

Óðinn Þórisson, 30.12.2012 kl. 08:48

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Það er búið að marg-kjósa um aðildarframhaldið síðan sumarið eftirminnilega, árið 2009. Alltaf hafa samningar tekist vel bak við leiktjöldin!

Er ekki rétt að segja gagnslausum ASÍ-foringja upp störfum, og senda lífeyris-sjóðs-Gilda SA-strákinn sömu leið, þegar kemur að stjórnarskiptum, eftir jólafrí, í vor?

Væri það ekki dálítið kjarngott og hollt fyrir svikna alþýðu þessa kryddaða spillingar-eylands, hér á hjara veraldar?

Ég bara spyr, eins og fávísa kona, sem ég er?

Það vantar einhverjar blaðsíður, kafla, eða jafnvel heilu ritsöfnin inn í heildarmyndina á stjórnsýslu-leikritinu. Vantar kannski fleiri hvíslara á hliðarlínu "stóra" sviðsins?

Hvað gerir leikarana svona gleymna á hinu "háa" og stóra sviði? Blinduðust þeir af glampanum frá glópagullinu, í meir en hálfa öld, við að lesa og læra planað framtíðar-handrit Íslands-sögunnar?

Þetta er nú meira kryddsíldar-ævintýrið!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.12.2012 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband