23.1.2013 | 17:00
Hér varð hrun
Í hvert skipti sem vinstri - stjórnin hefur lent í vanda ( sem hefur gerst ansi oft á þessu kjörtímabili ) þá kemur þessi gullsetning " hér varð hrun " - rétt en afsakar það getuleysi og aumingjakap ríkisstjórnarinar við að leysa úr málum - NEI - Samfylkignin er búin að vera í ríkisstjórn síðan 2007 - við tókum við erfiðu búi - JÁ frá sjálfum sér að hluta til - rústabjörgun er annar frasinn - ef þetta var einhver björgunarleiðangur þá er þetta misheppnaðist björgunarleiðangur sögunnar - EN aðalatriðið er ESB - og samkv. fjármálaráðherrra sem hefur slátrað íslesnku krónunni í fjölmiðlum og unnið tjón stórkostlegt tjón með verulega óheppilegum og vanhugsuðum skoðunum sínum þá fær þjóðin að kjósa um ESB 2015.
Hvað með Svavarsamnginn - og sp-kef klúðrið - og gjaldborina um heimilin - ætlast þetta fólk virkilega til þess að það verður kosið í næstu kosningu - HELD EKKI.
Hvað með Svavarsamnginn - og sp-kef klúðrið - og gjaldborina um heimilin - ætlast þetta fólk virkilega til þess að það verður kosið í næstu kosningu - HELD EKKI.
Framsókn sendi björgunarteymi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmmm, ekki gleyma flórmokstrinum, og strandbjörguninni... Er það nema von að fólkið (lesist ríkisstjórnin) sé að niðurlotum komið.....
Sigríður Jósefsdóttir, 23.1.2013 kl. 17:16
Þegar ríkisstjórn Geirs Haarde varð eftir kosningarnar 2007 þá var búið að leggja drögin að hruninu. Hornsteininn lögðu Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Í ljós hefur komið bæði í rannsóknarskýrslunni í 9 bindum sem og málaferlunum gegn Geir Haarde, að Sjálfstæðisflokkurinn reyndi allt hvað hann gat að hilma yfir mistökunum við einkavæðinguna bankanna. Davíð vissi eða mátti vita að björgunin yrði torveld, jafnvel óhugsandi. Græðgin var svo mikil og braskaranir bárust mikið á.
Fagurgali Sigmundar er eins og hver annar falskur tónn.
Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2013 kl. 17:31
Guðjón minn, í raun lendir öll ábyrðin á höndum eins manns, kannski tveim, en það mun vera Ráðherra Bankamála en það er fyrrum ráðherra og núverandi þingmaður samfylkingarinnar Björgvin G Sigurðsson.
Ef eitthvað er hægt að sakast við Geir H. Haarde, þá er það fyrir að hafa ekki nægar gætur á Ráðherrum og þingmönnum Samfylkingarinnar. Og í beinu framhaldi(ef saka á Geir um eitthvað tengt Björgvin) hvað samfylkingarmenn séu að gera inn á þingi ef þeir eru svo mikil börn að það þurfi einhvern fullorðin til að fylgjast með
Brynjar Þór Guðmundsson, 23.1.2013 kl. 18:25
Af hverju gleymist það alltaf að Samfylkingin var í stjórn í aðdraganda hrunsins og tók dansinn með útrásinni framar öðrum. Flokkur sem útrásin átti skuldlaust. ISG össur og co gengu framst í því að hylma yfir vágboða og stinga skýrslum undir stól. Einkavæðing bankanna er eitt, en aðhaldið og skylda hins opinbera í eftirfylgninni annað. Þar hafðist Samfylkingin ekkert að og veitti helstu útrásarbrjálæðingunum málsvörn og skjól. Í núverandi stjórnartíð hefur útrásin verið verlaunuð með afskriftum og aflátsbréfum á kostnað fólksins og hefur nú þegar náð öllum sínum vopnum á ný. Vogunarsjóðum hefur verið gefið skotleyfi á skuldara og barist var á hæl og hnakka fyrir því að þjóðin tæki á sig skuldir einkaframtaksins eftir glæpakrull þeirra.
Menn skulu svo muna hverjir það voru sem settu fram háværastar kröfur um uppteku Evru og inngöngu í ESB til að auka svigrúm sitt til að halda sukkinu áfram. Það var jú útrásin, skjólstæðingur Samfylkingarinnar nr. 1.
Er ekki rétt að menn fari að setja þessa sögur niður á blað eins og hún var, áður en það gleymist?
Það er einhver merkileg sögufölsun hér i anda sovét.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.1.2013 kl. 18:28
Sigríður - innmúraðir stjórnarliðar hafa oft talað um hvað þetta hafi verið erfitt fyrir sig EN hvað með þjóðina.
Óðinn Þórisson, 23.1.2013 kl. 19:40
Guðjón - í 2 ár fyrir hraun var BGS bankamálaráðherra - aldei á nokkurn hátt varaði hann eða aðrir SF - ráðherrar við yfirvofandi fjármálahruni - það reyndar kannski ekki rétt að saka BGS um neitt - honum var jú haldið við utan allt af ÖS.
Landsdómsmálið - það var þannig að 4 þingmenn SF - ákváðu að hlífa sínum fólki en dæma Geir - og hvað var hann svo dæmdur fyrir að halda ekki fundi - EN SJS, JS, BVG og annað fólk sem stóð að þessum pólitísku réttarhöldum - þeirra skömm er mikil - Kristrún Heimsdóttir hefur gert málinu góð skil og fékk ekki fallegar kveðjur frá ákverðnu SF - fólki sem var í leið að pólitísku blóði.
Óðinn Þórisson, 23.1.2013 kl. 19:46
Brynar Þór - stærstu mistök Geirs var að treyta Samfylkingunni.
Óðinn Þórisson, 23.1.2013 kl. 19:47
Jón Steinar - SF - kannast ekki við að hafa verið í hrunstjórninni - þetta kallast við bældar minningar - SF - stundum kallaður Baugsflokkurinn - styrkir Baugs til SF - frambjoðenda 2007 er öllum kunn.
Jú Samfylkingin er að reyna að breyta sögunni - sammála í anda kommúnista
Óðinn Þórisson, 23.1.2013 kl. 19:49
Nú væri gott að rifja upp og fram kemur í rannsóknarskýrslunni. Björgvin var ekki veittur aðgangur að upplýsingum. Hann talaði ALDREI við Davíð Oddsson sem seðlabankastjóra meðan hann var viðskiptaráðherra. Hverju skyldi það sæta? Var Björgvin huglaus sem yfirmaður bankamála?
Eða var tekið skýrt fram að honum væri hollast að vera kki að gera sig digran gagnvart Davíð?
Ljóst er að forystusveit Sjálfstæðisflokksins sló skjaldborg um Davíð og er svo jafnvel enn. Þöggunin var algjör.
Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2013 kl. 23:08
"Nú væri gott að rifja upp og fram kemur í rannsóknarskýrslunni. Björgvin var ekki veittur aðgangur að upplýsingum." Eru þá samfylkingarmenn( eins og Björgvin) þá bara "starfsmenn á plani"?
Maðurinn hafþi heilt ráðuneiti, endalausar viðvaranir að ógleimdir bankalögreglunni (FME), haldið utan við upplýsingarnar; fjandinn hafið það. Eins og ég sagði áður "Og í beinu framhaldi(ef saka á Geir um eitthvað tengt Björgvin) hvað samfylkingarmenn séu/(eru) að gera inn á þingi ef þeir eru svo mikil börn að það þurfi einhvern fullorðin til að fylgjast með"- Brynjar Þôr Guðmundsson
Brynjar Þór Guðmundsson, 24.1.2013 kl. 07:11
Guðjón - þegar Björvin kom aftur til starfa á alþingi eftir að Sjálfstæðisflokkurinn bjargaði honum frá Landsdómi þá var fysta nefndin sem hann var settur í af Samfylkingunni var Fjárlaganefnd - þetta sýnir mjög sérstakan hugsunargang flokksins - hrunbankamálaráðherrrann sem vissi ekkert.
Óðinn Þórisson, 24.1.2013 kl. 14:04
Brynjar Þór - Björgvin gerði ráð fyrir því að hann yrði mataður af upplýsingum EN hann sótti engar.
Óðinn Þórisson, 24.1.2013 kl. 14:06
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn lögðu til grunns það efnahagskerfi sem var við lýði - Samfylkingin gekk beint inn í þetta, og var með í því í ekki nema 2 ár. Mér finnst það ansi aumt að ætla að kenna þeim um hrunið. Jú - kannski má gefa þeim.. hvað.. 10% sök? 20%? 30% jafnvel.. En harla mikið meira en það. VG á svo ekki neinn hlut í efnahagskerfinu eða hruninu.
Svo.. þetta eru frekar aumar ásakanir sem þú berð á borð í pistli þínum.
Þú getur alveg haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gert þetta miklu betur (þeir sem bjuggu til versta IceSave dílinn.. hmm..), en miðað við sögu formannsins í stjórnum fjármálafyrirtækja, þá einhvern veginn efast ég um það.
Mundu bara að Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki fyrir frelsi og ríkidæmi fyrir þjóð. Þeir standa fyrir frelsi og ríkidæmi ríka fólksins í landinu.
Sjálfur er ég ekki hlynntur neinum fjórflokka, svo það sé aftur á hreinu..
Tómas, 24.1.2013 kl. 15:59
Tómas Árni - sf - er búin að vera í ríkisstórn síðan 2007 - og vg síðan 1.feb 2009 - hvenær kemur tímin á að þessir flokkar axli ábyrð á sínu klúðri - sp-kef/byr sem SJS ber alla ábyrð á - stjórnlagaþingskosningarnar sem hæstiréttur dæmdi ólölegar - Jóhanna braut jafnréttislög - Svandís braut lög með sv-linu - GH LSH klúðrið - það varð hrun - rétt - EN 4 árum seinna er það engin afsökun fyrir getu og vanhæfni vinstri stjórnarinnar - 27.aprí - þá fær þjóðin tækifæri til að gefa sjálfum sér aftur tækifæri og losa sig við þetta fólki í vg&sf.
Sjálfstæðisflokkurinn er fyst og síðast flokkur - stétt með stétt - ferlsi einsaklingsins með ábyrð.
Óðinn Þórisson, 24.1.2013 kl. 16:29
Ég var alls ekki að verja śtörf Samfylkingar síðustu 6 ár, eða samstarf þeirra við VG síðustu 4 ár.
Ég var bara að benda þér á hve kjánalegt það var að ætla að kenna vinstri stjórninni um hrunið, sbr. að ofan þegar þú skrifar " við tókum við erfiðu búi - JÁ frá sjálfum sér að hluta til".
Og ég hlæ að þeirri "ábyrgð" sem sjálfstæðismenn öxluðu þegar hrunið varð. Það þurfti að draga þá út úr ríkisstjórn. Hvernig hefði nú verið að axla ábyrð. Bjarni Ben - með fingurna flækta í vafasömum Vafningsviðskiptum - sýnir ekki einusinni sóma sinn í því að segja upp, þar sem hann er augljóslega á kafi í peningabraski, og er þannig ekki treystandi til þess að taka réttlætar ákvarðanir fyrir þjóina.
Tómas, 24.1.2013 kl. 16:53
Tómas Árni - nei enda er það ekki hægt.
Punkturinn er þessi Sf í svokallaðri hrunstjórn - þó svo þeir reyni allt hvað af til að afneita því - heimatilbúið vandamál - eru þau vandamál sem ríkisstjórn hefur skakað síðustu 4 ár með því að reyna ekki að leysa vandamál heimila og fyrirtækia - og fyrri vikið er staðan mun erfiðari enn hún hefði getað verið.
Sjálfstæðisflokkurin axlaði ábyrð - það voru hér kosningar 2009 þar sem flokkurinn tapaði miklu fyilgi.
Nú er hrunið fortíðin og ekki getur vinstri stjórnin ENN hjakkað í þvi fari að hér varð hrun 2007 - hvað hafa þau gert til að bæta hlutina - EKKI NEITT - nema kannski að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki - handónýt rammáætlun - náttúrvendarlög dauðsa o.s.frv skora á þið að skrifa þar undir og þingmenn hafni þeim lögum.
Óðinn Þórisson, 25.1.2013 kl. 09:24
Ég myndi nú varla kalla núverandi ríkisstjórn Hrunstjórn, nema þú eigir við með því: "stjórnin sem tók við eftir hrun". Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og að hluta til Samfylkingu myndi ég frekar kalla Hrunstjórn.
Það verður svo ætíð ósannað að einhver flokkur hafi getað tekið betur á síðustu 4 árum, svo verulega muni. Enda stefndi allt í að þetta kjörtímabil yrði gífurlega erfitt, fyrir hvern sem tæki svo við því. Það má vel vera að margt hefði verið hægt að gera betur. En hversu mikið? tvöfalt betur? Mögulega. Forðast kreppu alveg? Tæplega.
Śjálfstæðisflokkurinn axlaði enga ábyrgð með því að missa fylgi. Ef vinur þinn gerir á þinn hlut, og þú ákveður að hætta að gerast vinur hans - er hann þá búinn að axla ábyrgð? Nei, alls ekki.
Hefur þessi ríkisstjórn ekki gert neitt? Bendi þér á til dæmis: http://hvadhefurthessifokkingrikisstjorngert.is/?p=218 :)
Málið er - að mínu mati, í það minnsta - að með stórýkjum og pirringi verður umræðan aldrei neitt annað en ómarktækt röfl og rifrildi.
Þú getur ekki sagt að ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt. Þú getur ekki sagt að Sjálfstæðisflokkur beri ekki ábyrgð á hruninu, og þú getur ekki sagt að það væri allt í besta ástandi ef þeir hefðu verið áfram við stjórnvöllinn.
Staðhæfingar um hluti sem eru langt frá því sannaðir, og notkun á efsta stigi lýsingarorða eiga sjaldan heima í röksemdarfærslum.
Tómas, 25.1.2013 kl. 10:03
Tómas Árni - nei enda hef ég aldrei kallað núverandi ríkisstjórn hrunstjórn en er að benda á þá staðreynd að Sf var í hrunstjórninni sem féll í jan 2009 þegar SF sprakk í tætlur á eftirminnilegum fundi í þjóðleikhúskjallarnaum.
Svo ber Framsókn sína ábyrð á núverandi ríkisstjórn með því að segja ætla að verja hana vantrausti ef gengið yrði í ákveðin mál - SDG hefur ítrekað sagt að ekkert að því sem sjs og js lofuðu stóðst - því miður - segir reyndar heilmkið um þau skötuhjú.
5400 einsaklingar hafa flúið land, erlendar fjárfestingar eru í lágmarki vegna þess að hér ríkir mikil pólitk óvissa - erlendir fjarfestar treysa ekki ríkisstjórninni - skyljanlega og bíða eftir þeirri næstu - ASI og SA bíða einnig eftir nýrri ríkisstjórn - þetta er sannleikurinn.
Það varð alþjóðlegt bankahrun - ísland lenti í því eins og Grikkir, Spánverjar o.fl þjóðir
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að axla sína ábyrð á hruninu - nú er komið að því að ríkisstjórnarflokkarnir axli ábyrð á öllum sínum mistökum - sem ég hef rakið hér margoft á þessari síðu.
Óðinn Þórisson, 25.1.2013 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.