SF og VG fá falleinkun í Icesave - málinu

Það þarf ekki að fara yfir Icesave - söguna - hana þekkja allir - lygar og blekkingar stjórnarflokkana eru nú öllum kunnar - Samfylkingin og VG fá algjöra falleinkun í Icesave - málinu og eðlilegast væri að oddvitar stjórnarflokkana myndu axla pólitíska ábyrð á hrikalegum mistökum sínum og segja af sér - en veruleikafyrringin er einfaldlega of mikil.

Tvennt samt:
3.jún 2009 sagði Steingrímur á alþingi að aðeins könnunarviðræður væru í gangi - 5.jún var skrifað undir svikasamning Svavars

Jóhanna og Steingrímur börðust gegn þvi að þjóðin mætti á kjörstað þegar greiða átti atkvæði um svikasamning Svavars sem er óþekkt í lýðræðisríki.
mbl.is Stærstu mistökin að leyfa Icesave-málinu að verða til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Einnig má benda á ákveðin mistök þegar bresk nefnd kom hingað í júní 2008 til að spyrja sérstaklega um Icesavereikninginn - þá brugðust íslensk stjórnvöld (xS+xD) - þá áttu þau að vísa frá sér allri ábyrgð á þeim reikningum Landsbankans. Þá hefðu bresk stjórnvöld orðið að axla alla ábyrgð og skoða betur framferði stjórnarmanna LÍ. Svipað mál kom upp í samskiptum Þjóðverja og Frakka. Franskur banki var með starfsemi í Þýskalandi, aðspurðir vísuðu frönsk stjórnvöld allri ábyrgð frá sér á bankanum og starfsemi hans í Þýskalandi.

Jörundur Þórðarson, 29.1.2013 kl. 15:39

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af hverju fá þau falleinkun. Unnum við ekki málið. Minni á að unnð hefur verið að þessari málsvörn í 2 ár undirstjórn Samfylkingar og ríkisstjónrarinnar. Ekki Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar þó vissulega hafi veirð samvinna síðan að þjóðin ákvað að samningar yrðu ekki gerðir. En menn gleyma því að Samfylkingin og Vg haf leitt landið og þessa vinnu síðan seinni atkvæðagreiðslan var. Ekki sjálfstæðismann eða framsókn.  Og samningaviðræður og samninga keyptu okkur tíma til að koma undir okkur löppunum. Vissulega vorum við mörg sem vildum ekki taka áhættu á að tapa dómsmáli og þurfa kannski að broga enn meira eisn og flestir sérfræðingar héldu fram. En frábærir lögfræðingar og málsvörn þeirra ásamt tæknilegum atriðum tryggðu okkur góða niðustöðu sem reyndar engin var viss um fyrr en dómurinn var kveðinn upp.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.1.2013 kl. 15:46

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jörundur - " við borgum ekki skuldir óreyðumanna " eins og góður maður sagði strax í upphafi.
Bankarnir voru á ábyrgð eigenda&stjórnenda þeirra.
Icesave - reikningarinar voru á þeirra ábyrð og fráleitt að íslenska þjóðin ætti að borga þá.
Auðvitað hefði það verið eðlilegt að við hefðum hafnað þessum löglausu kröfum strax. 

Óðinn Þórisson, 29.1.2013 kl. 16:39

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Helgi - þú hefur væntanlega ekki lesið bókina icesave - samningarinar - afleikur aldarinnar ? mynd á Jóhönnu og Steingrími.
Það sem virðist vera mjög erfitt fyrir ykkur vinstri - menn er að skylja hversvegna málið fór alla leið - það var vegna þjóðarinnar sem krafist þjóðaratkvæðareiðslu og ÓRG skrifaði ekki undir og 98 % þjóðarinnar höfnðu ykkar vinnu - hversvegna sagði ríkisstjórnin ekki af sér eins eðlilegast hefði verið.
Hafðu í huga að þið vinstri menn gerðuð þetta pólitískt - fenguð flokksvin  Steingríms - Svavar Gestsson til að sjá um þetta mál - og niðurstaðan var þessi hörmung sem kallast Svarsamngurinn.
Leyndarhyggjan og pukrið í kringum þetta mál í upphafi á sér engin fordæmi í lýðveldissögnunni - þið vinstri - menn gáfuð þinginu einfaldlega puttann.

Ég ætla ekki hér að minnast á hræðsluáróðurinn frá ríkisstjórnarflokkunum - hann var hrent út sagt ömurlegur.

Held að vantrausttillaga komi ekki fram - en 27.apríl - fær þjóðin valdið - skoðanakannir síyna að vg er með um 5 - 7 % og hinn vinstri - flokkurinn með 19 % og svo núna þetta áfall að aðeins 5500 tóku þátt í formannskjörinu - Össur hefur viðkurkennt að ríkisstjórnin muni ekki halda velli  - mangað nokkrum mán fyrir kosnigar og hinn raunvörulegi leiðtogi flokksins búinna að viðurkenna ósigur.

Það sem stendur eftir og blasir við öllum að framganga ríkisstjornarinanr í icesave - málinu fær algjöra falleinkun - kannski þegar JS er farin þá verður möguleiki fyrir fólk með aðrar skoðanir en hún að eiga samskipti við formann SF.

Sigur íslands er mikill og við fögnum því  og þar eiga ríkisstónarflokkarnir minnst hrós skilið - indefence, advice - framsókn - hreyf og sjálfst. eiga þar stærsta hrósið skilið

Óðinn Þórisson, 29.1.2013 kl. 16:53

5 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Magnús

Það er ekki hægt að þakka Ríkisstjórn firir að fara að þjóðarvilja í þessu máli það væri hneisa það mátti ekki segja þjóðinni sanleikan og ekki þjóðaratkvæði þau gerðu alt gegn þjóðarvilja þangað til að þjóðin sagði stopp hingað og ekki leingra þannig að þau urðu að gera það en ekki af því að þau vildu það þetta er svo kristaltært við verðum að halda þingi við það efni að gera vilja fólks hver sem Ríkisstjórn er á hverjum tíma lauginn voru og eru skír og samkvæmt mínum huga er ekki hægt að dæma já sem nei ef laugin sega annað því það er svik við lög sem ég og þú þurfum að fara eftir hvorki ég né þú getum breitt lögu eftir okkar huga ef það hallar á okkur Þess vegna var ég viss umm málalok, Fyrirgefðu ekki flestir sérfræðingar aðeins sérfræðingar sem Ríkisstjórnin talaði við það var ekki hlustað á þá sem sögðu annað það er galli stjórnvalda hverju sinni þess vegna verðum við að standa saman og stöðva svona hluti í fæðingu...

Jón Sveinsson, 29.1.2013 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband