Geta Samfylking og Sjálfstæðisflokkur aftur unnið saman ?

Samstarf samfylkingar og sjálfstæðisflokks hefði aldrei komið til greyna í tíð JS&DBG sem forystufólk í samfylkingunni - nú eru breyttir tímar ný forysta ÁPÁ&KJ - þau eru reynar bæði uppalin í Alþýðubandalaginu EN hafa sýnt ákveðin merki um að þau séu tilbúin að vinna með frjálslyndum og víðsýnum stjórnmálaflokkum - ÁPÁ hefur reyndar sagt að hans fyrsti kostur sé til vinstri EN ætli næstu stórnarmyndunarvíðræður muni ekki snúast af hálfu samfylingarinar fyrst og síðast um ESB.


mbl.is Verkefnið er samtal um framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Óðinn.

Vonum bara að svona sannir Sjálfsstæðismenn eins og þú muni koma í veg fyrir það að þinn flokkur gangi í eina sæng með ÁPÁ og svíki í ESB málinu. Slíkt væri ófyrirgefanlegt.

Einangrum Samfylkinguna í íslenskum stjórnmálum - eina úti á kannti með ESB málið !

Gunnlaugur I., 2.2.2013 kl. 21:14

2 Smámynd: rhansen

Sannarlega sammála Gunnlaugi her á undan ...það væri bara stórslys ef af yrði !

rhansen, 3.2.2013 kl. 00:40

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

XS og XD er möguleiki eftir kosningar og ESB samningurinn væri stærsta samningsatriði.

XB og XD geta myndað stjórn saman líka. meirihlutinn væri tæpur en hægri menn geta unni betur saman en vintri menn... einosg þessi ríkisstjónr hefur sýnt

Jafnvel getur BF inn í þetta.

En skelvilegustu úrslitin væru þau að VG, XS og BF mundi mynda vinstri stjórn saman (jafvel með XB þ.e gamli R-listinn) og halda XD utan stjórnar.

Það er alveg möguleiki

Sleggjan og Hvellurinn, 3.2.2013 kl. 02:26

4 Smámynd: Sólbjörg

Það væri eftir öðru í íslenskum stjórnmálum að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við svikahlutverki VG í stjórn með Samfylkingunni. Ef það gerist mun Sjálfstæðisflokkurinn aldrei bera þess bætur og stofnaður yrði nýr Sjálfstæðisflokkur. Vitandi þetta væri þá ekki annað í stöðunni fyrir XD en að krefjast þess að Samfylkingin gefi eftir sitt helsta baráttumál aðildina að ESB, þá væri XS að fá í andlitið samskonar afarkosti og þeir beittu VG. Þannig er nú kaldhæðni lögmáls orsaka og afleiðinga að oft þurfa menn að éta sjálfir þá rétti sem þeir matreiddu og ætluðu öðrum að kyngja. Betur færi á því að XD, Hægri grænnir og XB ynnu saman þjóðinni til gagns og þannig myndaðist aðhald á ESB sinnanna innan XD.

Núna kl. átta að sunnudagsmorgni þegar yndislegir Bee Gees og Bon Jovi hljóma í útvarpinu ljúfir eins og hunang, breytist ég bara líka í hunangsblóm og óska ykkur öllum því góðs og ljúfs sunnudags.

Sólbjörg, 3.2.2013 kl. 08:29

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gunnlaugur - stjórnarsamstarf við sf er ekki minn fyrsti valkostur. 
Það sem kemur upp úr kjörkössunum mun skipta öllum máli - hvaða valkostir verði í stöðunni.
Við eigum eftir að sjá hvað kemur út úr landsfundi vg varðandi ESB - málið hvort þeir treysti sér til þess að álykta um að ESB - málinu verði ekki haldið áfram án þess að þjóðin komi að því.
Ég er ekki búinn að gleyma framkomu ÖS og annarra í sf í jan 2009.

Óðinn Þórisson, 3.2.2013 kl. 11:10

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - hvort samstarf þessara flokka yrði stórslys skal ég ekkert segja til um.
Hvort þessir flokkar geta unnið saman myndi koma í ljós í viðræðum milli flokkana.

Óðinn Þórisson, 3.2.2013 kl. 11:13

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Slegggjan&Hvellurinn - það liggur alveg fyrir að ESB yrði stærsti þröskuldurinn.
Sammála þessi ríkisstórn hefur sýnt að sundurlyndisfjandinn er þeirra aðalsmerki.
Að þessi ríkisstjórn haldi áfram með þeirri einu breytingu að BF bærist væri bara aðeins ávísun á enn meiri stöðunun.
Sjálfstæðisflokkurinn verður einfaldlega að halda öllum möguleikum opnum þó ég segi alveg hreinskilnislega að samstarf við VG er mjög ólíklegt - þeir eru á móti atvinnuupbbygingnu og hafna að öllu skattalækkunum á fólk og fyrirtæi.

Óðinn Þórisson, 3.2.2013 kl. 11:17

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sólbjörg - sf leggur ofuráherslu á ESB - og er það nánst sem trúmál innan flokksins.
Það eru fleiri mál en ESB - það eru atvinnumálin og skuldavandi heimilianna - gætu flokkarnir náð saman þar.
Það sem skiptir hér öllu máli að Árni Páll hefur hafnað stjórnarstiíl Jóhönnu og því kannski möguleiki að í ljósi breiðrar samstöðu um að vinna að lykilmálum þá geti menn náð einhverju samkomulagi um ESB.
Ég er einfaldlega hér að velta upp þessum möguleika - ég teldi eðilegt að Framsóknarfokkurinn væri fyrsti valkostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn - þeir munu að öllum líkindum ekki ná meirihluta - þá er spuring hvort eini möguleikinn á 2 flokka stjórn sé x-d og x-s

Óðinn Þórisson, 3.2.2013 kl. 11:23

9 Smámynd: Sólbjörg

Óðinn, tek undir með þér með samstarf xD og XF þeir ná meirihluta ef Sjálfst. Fær 36% og Framsókn 17%.

Þar fyrir utan treysti ég Árna Páli alls ekki, hann hefur að auki ekki kynnt neinar lausnir fyrir heimilin, aðeins umræður um hvað gæti gott gerst í framtíðinni en það hefur ríkistjórnin gert allt tímabilið með engum árangri. Framsókn kynnir lausnir og eru nú auk Sigmundar Davíðs með Frosta innanborðs held bara að Framsókn geti náð 20% ef þau halda rétt á spilunum og tefla Frosta fram í fjölmiðlum, hann hefur líka mikinn kjörþokka.

Sólbjörg, 3.2.2013 kl. 12:57

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hókus pókus launsir hjá Frosta eru kjánalegar. En svona töfralausnir fara vel í skrílinn.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.2.2013 kl. 14:03

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sólbjörg - það er alveg ljóst að vg&sf munu ekki ná meirihluta aftur - það er klárt - og það eru einhverjar líkur fyrir að x-d og x-b náti meirihluta þó tel ég það hæpið þannig að BF gæti eins og ég hef skrfaið hér áður verið í lykilstöðu.
Árni Páll ESB - JÁ maður og sér allt í því ljósi að ESB sem eina lausnin það er ákveðinn veikleki hjá honum.
Framsókn nær ekki 20 % það er alveg ljóst - góð kosning hjá þeim verður ca 15-17 % EN það kemur í ljós 27.apríl hvað mann hafa að spila úr.

Óðinn Þórisson, 3.2.2013 kl. 16:16

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sleggjan og Hvellurinn - það verður kosið um stefnu og lausnir og Frosti hefur ákveðna sýn. -
Stóð sig vel varðandi Icesave og rétt að hrósa fyrir það sem menn gera vel.

Framsókn hefur alltaf verið opinn í báða enda og erfitt að segja til um hvað hann tekur upp á.

Óðinn Þórisson, 3.2.2013 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 39
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 888658

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband