Rekur Árni Páll Jóhönnu úr forsætisráðherrastólnum ?

Árni Páll nýr formaður Samfylkingarinnar staðfesti það í Silfri Egils að hann sem formaður flokksins hefði vald til að skipta út ráðherrum ?

Katrín Júlíusdóttir tapaði fyrir Árna Páli um oddvitastæði  í sv - kjördæmi

Guðbjratur Hannesson tapaði fyrir Árna Páli í formannskjörinu

Það er mjög sérstakt að hann sé utan ríkisstjórnar og ef hann vill frið á þjóðarheimilinu þá er ekkert annað í stöðunni en að hann vísí Jóhönnu úr forsætisráðherrastólnum.

Annars er Samfylkingin svo stórfurðulegur flokkur að það er allt eins líklegt að Jóhanna sitji í ríkisstjórn og formaðurinn sem óbreyttur þingmaður til þingkosninga.


mbl.is Vill frið á þjóðarheimilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Sé ekki að þetta breyti neinu.

Jóhanna stjórnar öllu gegnum sitt fólk.

Ef hann ætlast til breytinga. þarf hann að reka nokkra til að sýna að honum sé alvara. Hvernig eiga þeir örfáu kjósendur að sjá breytingar á flokknum ef Jóhanna situr til kosninga ?

Annars er þetta bara nafnabreyting.

Birgir Örn Guðjónsson, 3.2.2013 kl. 16:07

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgir Örn - Árni Páll verður að sýna fram á það með einhverjum afgerandi hætti að það sem hann stjórni flokknum en ekki Jóhanna.
Fyrir andstæðinga flokksins þá er best að Jóhanna sitji sem lengst sem forstætisráðherra.

Óðinn Þórisson, 3.2.2013 kl. 17:20

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekkert stórfurðulegt við (SF), ef menn líta bara á flokkinn úr fjærlægð, þetta er flokkur Jóns Ásgeirs og auðmanna elítunar, enda keypti Jón Ásgeir flokkinn þegar hann átti fyrir diet coke og eitthvað með því.

Jóhann Sig. situr í sínum stól þangað til Jón Ásgeir segir, en að Árni Páll hafi eitthvað um það að segja hver er í forsætisráðherrastólnum er algjör misskilingur.

Árni Páll er bara fyrir auðmanna elítuna og kemur aldrei til með að gera neitt fyrir hinn almenna borgara nema síður sé, muna menn ekki eftir Árna Pállslögunum, sem voru dæmd ólögleg og ómerk af dómstólum. Þessi lög var björgunarhringur fyrir auðmanna elítuna ekki fyrir hinn almenna borgara.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 3.2.2013 kl. 19:37

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhiann - ekki að ástæðulausu sem flokkurinn hefur verið nendur Baugsflokkurinn.
Samfylkingin er fyst og síðast valdaflokkur - það sýndi hann þegar hann gaf eftir sitt stæðsta mál að hægja á aðildarviðræðum við ESB.
Árna Pálslögin eru vissulega stór blettur á hans stjórjónmálaferli en flokksmenn mátu það svo að LSH klúðrið hans Guðbjarts væri meira.

Á þessu kjörtímabili hefuf sf undir stjórn JS ekkert gert fyrir heimilin - við skulum vona að ÁPA geri það þó held ég að hann verði of upptekinn af ESB - til að gera það.

Óðinn Þórisson, 4.2.2013 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband