26.2.2013 | 17:04
Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks
Sú gleðilega staða er í spilunum að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fái hreinan meirihluta.
EKKERT NEMA JÁKVÆÐ TÆKIFÆRI MEÐ SLÍKA RÍKISSTÓRN.
Framsókn bætir enn við sig fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér - það er bjartar framundan. Ógæfufólkið Jóhanna og Steingrímur er að tygja sig til brottfarar.
Sólbjörg, 26.2.2013 kl. 17:30
Mín skoðun ágæti Óðinn er sú, sem hver og einn launamaður í landi þessi horfi upp á er
fallandi fylgi Sjálfstæðisflokksins, það eru gleðitíðindi dagsins.
Þorkell Sigurjónsson, 26.2.2013 kl. 17:31
Mikið virðist til í þessu, Óðinn.
Sérstaklega þegar Sjálfstæðisflokkurinn áttar sig betur á því að það verður að leggja núverandi verðtryggingarkerfi af. Þegar hann verður afdráttarlausari með það og hinn "gamli og góði" kjarni hans, með hið skynsamlega og siðferðislega slagorð "stétt með stétt" í hávegum, nær yfirhöndinni yfir þeim sem vilja fyrst og fremst verja óbreytt kerfi.
Að svo búnu ættu þessir tveir flokkar að geta mótað sameiginlega stefnu í þessu og öðrum málum sem er viðunandi bæði fyrir þá og sérstaklega, og ekki síst, þjóðina.
Kristinn Snævar Jónsson, 26.2.2013 kl. 17:39
Ég hélt að hreinn meirihluti gæti ekki verið nema á einn flokk en þið sjálfstæðismenn eruð kannski búnir að eigna ykkur framsóknarflokkinn.
Þorvaldur Guðmundsson, 26.2.2013 kl. 17:45
Gleðilegt bara ..og held að báðir flokkar fáir meir ,það minnkar hjá sumum þeirra minni er nær dregur ,trúlega ....?
rhansen, 26.2.2013 kl. 17:59
Sólbjörg - það er mikil gæfa fyrir þjóðina að losna við þau.
Óðinn Þórisson, 26.2.2013 kl. 19:26
Þorkell - ég treysti því að þú munir sitja x - við d
Óðinn Þórisson, 26.2.2013 kl. 19:28
Kristinn - ef sjálfstæðisflokknum gengur vel þá mun þjóðinni ganga vel.
Það er margt sem sameinar sjálfstæðisflokkinn á framsókn - báðir flokkar leggja mikla áherslu á heimilin og fyrirtækin - og ekki hvað síst gegn þeirri skattastefnu sem núverandi stjórn er með " you aint seen nohting yet "
Þessir flokkar eru réttu flokkarnir til að endurreisa þjóðina eftir Jóhönnustjórina.
Óðinn Þórisson, 26.2.2013 kl. 19:34
Haraldur - vg&vg hafa myndað rautt bandlag - þeir gerðu það fyrir síðustu kosningar og landsfundarályktun vg varðandi esb - er skýrt merki um að flokkurinn vill gera allt til að reyna halda í núverandi stjórn - sem mun ekki gerast nema með aðstoð litlu sf.
Stjórn sjálfstæðisflokks og framsókn er mótvagið við þá stöðnun.
Óðinn Þórisson, 26.2.2013 kl. 19:37
rhansen - það skiptir miklu máli að að báðir þessir flokkar fái sterkt umboð frá þjóðinni.
Óðinn Þórisson, 26.2.2013 kl. 19:38
Gleðilegt? Þú verður að athuga að undir stjórn þessara tveggja flokka var tekin upp sú opinbera stefna að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Reyndar byggðist efnahagsstefna þeirra aðallega á því. Að verða bankamenn heimsins og öðlast ríkidæmi á því að hirða vexti og slíkt af öllum öðrum. Það versta við það var að þeir tóku ekki með í reikninginn að í öllum vistkerfum eru nátturuleg takmörk fyrir því hversu mikla rányrkju þau þola áður en við tekur stofnfall, dauði og útrýming. Það er náttútulögmál og engin opinber stefna sem brýtur í bága við náttúrulögmálin getur gengið upp til frambúðar.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2013 kl. 21:53
Það væri fínt að fá XB og XD við völd.
Ég vill í rauninni að við dustum rykið af þeirri stefnumótun að hér verði alþjóðleg fjármálamiðstöð.
Gjaldeyristekjur, atvinna og skattfé.
Það varð ekkert fjármálahrun á Caymen eyjunum. Afhverju?
Jú engar reglur og engin ríkisábyrgð.
Sleggjan og Hvellurinn, 27.2.2013 kl. 00:33
Guðmundur - ekkert að því að reyna að stækka hagkerfið.
Við sjáum muninn að núverandi stjórn hefur ekkert til að stækka kökuna - slík stefna getur aðeins leitt til meiri fátæktar.
Bankarnir hafa aldrei verið og munu aldrei verða góðgerðarstofnanir.
Icesave - var heimatilbúið hjá stjórnendum&eigendum Landsbankan.
Óðinn Þórisson, 27.2.2013 kl. 17:07
Sleggja&Hvellurinn - vill þjóðin meira af því sama og hún hefur upplifað síðustu 4 ár - held ekki.
Erlendar fjárfestingar munu leiða til meiri atvinnu og meiri gjaldeyristekjur - það mun ekki gerast meðan vinstir - stjórn er við völd - það er klárt mál.
Óðinn Þórisson, 27.2.2013 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.