15.3.2013 | 13:10
ESB - ályktun X-D kostað flokkinn fylgi
"aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu"
Hversvegna breyttu menn þessari ályktun - stórfurðulegt.
Það virðist vera að koma í ljós að landsfundur flokksins hafi gert vel upp á bak.
ESB eitt brýnasta kosningamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Framsóknarflokkurinn einfaldlega yfirbauð Sjálfstæðisflokkinn. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi breytt ályktun úr fresta í hætta aðildarviðræðum er bara algert aukaatriði.
Það þar ekkert annað en að skoða síðustu könnun MMR um að 70% þjóðarinnar hefur engan áhuga á að ganga í sambandið.
Ef flokkurinn vill trúnað kjósenda þá verður hann að gjöra svo vel að endurnýja sig frá grunni.
Við getum líka fabúlerað um að kjör Hönnu Birnu sem varaformann sé ástæðan fyrir fylgishruni eins og að fabúlera um það að breyting á ályktun um hluti sem sjálfstæðismönnum upp til hópa er hvort eð er sama um sé ástæðan fyrir fylgishruni.
Ég sem sjálfstæðismaður varð fyrir vonbrigðum með síðasta landsfund og fannst vanta alla von um þær breytinga sem þurfa að gerast innan flokksins svo að hann lognist ekki útaf sem regnhlífasamtök sérhagsmuna. Ég finn skjól í stefnu Framsóknarfloksins og hef meiri trú á forystu þess flokks. Ég trúi á að sú forysta geri raunhæfar breytingar með hagsmuni fólksins að leiðarljósi.
Ég sem sjálfstæðismaður mun frekar kjósa Framsóknarflokkinn til að draga úr vægi sérhagsmunaafla í Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn verður að fara að gera sér grein fyrir því að styrkur flokksins kemur fá venjulegu fólki en ekki fáum sérhagsmunargæslu aðilum.
Eggert Sigurbergsson, 15.3.2013 kl. 15:08
Eggert - það var ekki ástæða til að breyta orðalagi ályktunarinnar - það var sátt um hana.
Rétt allar skoðanakannir sýna mikla andstöðu þjóðarinnar við esb.
Að mínu mati er ekki hægt að segja að þetta eða hitt skipti ekki máli - allt skiptir máli - orðalag um eins stórt mál og esb er&hver er formaður flokksins skiptir máli.
Ég hef verið stuðningsmaður þess að formannskjöri flokksins verði breytt - að allir flokksmenn fái tækifæri til að kjósa sér formann - sú breyting hefði átt að vera samþykkt á síðasta landsfundi - hversvegna var það ekki gert ? og heldur ekki núna - ÁPÁ var kjörinn formaður en ekki GH vegna þess að flokksmenn sjálfir vildu ÁPÁ - líklegt er að HBK hefði fengið yfirburðastuðning almennra sjálfstæðismanna en einhver klíka þarna vill ekki stíga þetta skref - hversvegna ?
Það er umhugsunarefni fyrir sjálfstæðisflokkinn hvað margir sjálfstæðismenn virðist ætlla að kjósa Framsókn.
Framsókn stóð sig vel í icesave - málinu og er að fá það núna til baka og tala um heimilin.
Óðinn Þórisson, 15.3.2013 kl. 15:47
Ég er hjartanlega sammála þér með formannskjör eigi að vera flokksmanna allra. Ef ég sem venjulegur flokksmaður hefði fengið tækifæri til að kjósa formann hefði ég hiklaust kosið Hönnu Birnu og ég er líka sannfærður um það að það hefði tryggt flokknum okkar yfirburðarstöðu í Íslenskum stjórnmálum.
Það er mitt "ískalda hagsmunamat" að BB sé ekki treystandi fyrir horn í flestum mikilvægum málum Íslands.
Ég man eftir skattalækkunarsöng Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið sungin á tyllidögum í aðdraganda kosninga áður. Okkur skattgreiðendunum hefur verið lofað ýmsu en raunin hefur verið sú að fyrirtækjum og fjármagnseigendum hefur verið hyglað á meðan millistéttin hefur verið kæfð í skerðingum svo að ekkert hefur orðið eftir að aukinni vinnu.
Skattalækkunarsöngur BB núna er ekki trúverðugur enda yrði fyrst lækkaðir skattar á fyrirtæki og fjármagnseigendur og síðar yrði hent í okkur millistéttarskattgreiðendur einhverjum innistæðulausum vafasömum vafningsbitlingum rétt fyrir næstu kosningar.
Framsóknarflokkurinn virðist ætla að taka upp hanskann fyrir millistéttina og líklega er hann sé að hagnast stórt á því. Ég held að margir sannir sjálfstæðismenn séu þreyttir á því að sérhagsmunaaðilar standi á öxlunum á þeim svo að þeir séu í aðstöðu til að raka til sín meira af auð þjóðarinnar án þess að hafa unnið fyrir því.
Spá um úrslit kosninganna byggð á 60ára sögu kosningaúrslita.
Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur virðast vera á öruggri leið að tortíma sjálfum sér ef ekki verður gripið til róttækra ráðstafana. Framsóknarfloknum virðist ætlast að takast það og en Sjálfstæðisflokkur er enn ofar skýjum í sinni sjálfhverfu gagnvar væntingum millistéttarinnar.
Eggert Sigurbergsson, 15.3.2013 kl. 17:50
Eggert - ef úrslit kosninganna verða eins og stefnir í þá er ekkert annað í stöðunni fyrir BB en að hann stígi strax til hliðar og HBK taki við.
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur millistéttarinnar - flokkur hins vinnandi manns - aðalmálið alltaf það sama fólkið í landinu&fyrirtækin.
Það er slæmt ef Framsókn hefur tekið við sem talsmaður millistéttarinnar - og ef svo er þá er verulega mikið að í Sjálfstæðisflokknum.
Framsókn var eini flokkurinn sem var staðfastur gegn Icesave - alltaf - afstaða BB þetta ískalda mat mun telja þegar talið verður upp úr kjörkössunum 27 apríl.
Óðinn Þórisson, 15.3.2013 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.