Eru nýju Framboðin ótrúverðug ?

"stefnumál nýju framboðanna sem virðist sum hver sett fram án mikillar þekkingar"
Lilja Mósesdóttir

"Einn þeirra, Inga Karen Ingólfsdóttir, sagði í þættinum Vikulokin í gær að Samstaða væri gengin til liðs við Flokk heimilanna. Rakel Sigurgeirsdóttir, kynningar- og tengslafulltrúi Samstöðu, segir að þetta sé í besta falli villandi málflutningur"

Þetta vekur vissulega upp stórar spurningar varðandi þessi nýju framboð - er hægt að treysta þeim ?
mbl.is Beiti blekkingum til að afla stuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Mér finnst það nú lágkúra að nota nafn þess flokk sem það sagði sig úr og ljúga til um það að samstaða væri genginn til liðs við flokk heimilinna við skulum bara kalla það eins og það er: hún lýgur að þjóðinni. Ekki er það til framdráttar viðkomandi manneskju.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 24.3.2013 kl. 12:12

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Heiðarleiki og sannsögli eru mikilvægustu atriðin, þegar á að kjósa heiðarlega og trausts/trúverðuga landsstjórn.

Það sem kom Íslandi í þrot, var að kjósendur gáfu flokkaklíkum og sérhagsmuna-gæsluliðum brautargengi, án þess að gagnrýna óvönduð vinnubrögð.

Virðing, heiðarleiki og réttlæti óskast!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.3.2013 kl. 12:18

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - þetta kallast ekki beint að koma hreint og heiðarlega fram og mun klárlega rýra trúverðugleika þessa nýja framboðs.

Óðinn Þórisson, 24.3.2013 kl. 13:29

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - fólk mun 27 apríl setja x- við þann flokk sem er líklegast til að standa við þá stefnu&gifli sem hann talar fyrir.

Ef við horfum t.d til vg þar sem SJS virðist hafa stjórnað flokknum eins og hann ætti hann frá 1999 þá er það ekki gott fyrir viðkomandi flokk enda kom í ljós að þegar hann fór frá var trúverðugleki og traust á flokknum ekkert.

Óðinn Þórisson, 24.3.2013 kl. 13:33

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á hverri síðu eru orð frambjóðjenda vegin og lagt út frá þeim í oft hreinni ágiskun. Það er spenna í loftinu og leikur landsmenn grátt,því fá allir flokkar og flokksbrot að kenna á. Mér verður um og ó er þeim sem ég vil treysta um mitt höfuð-mál; "Draga umsókn í ESB til baka” er núið um nasir undansláttur,sem klárum pennum tekst oft,:.. En hvað veit ég svo sem;- fávís konan.

Helga Kristjánsdóttir, 24.3.2013 kl. 15:22

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Helga - rétt við finnum þessa spennu sem er á alþingi þar sem margir þingmenn eru að berjast fyrir pólitísku lífi sínu - stjórnarflokkarnir munu tapa miklu fylgi&þingmönnum.
ESB - svik vg eru að koma heiftarlega í bakið á þeim núna.

Sjálfstæðisflokkurinn mun standa við það að vísa ESB - málinu til þjóðarinnar - ekki er hægt að treysa vg fyrir einu eða neinu og þessi nýju framboð virka ótrúverðug.

Óðinn Þórisson, 24.3.2013 kl. 15:55

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi nýju framboð eru öll ESB framboð. Klón frá samfylkingunni. Þau eru einnig sérstaklega samsett til að veita stjórnarskrárbreytingum brautargengi, sem er forsenda inngöngu. Það er alvarlegasta og stæsta aðlögunarmálið og til komið vegna fyrirætlana um innlimun. Svo eru einstaklingar innan þeirra framboða sem segjast vera andstæðingar inngöngu. Skammtímaminnið er greinilega verra hjá þeim nytsömu sakleysingjum en mað þorði að óttast.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2013 kl. 19:11

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Eftir að hafa lesið ýmis konar rangtúlkanir á yfirlýsingunni sem er tilefni fréttarinnar sem þessi bloggfærsla er skrifuð út frá er það virkilega kærkomið að rekast á þetta blogg. Bæði blogghöfundur svo og þeir sem kommenta hjá honum bera heilbrigðri og öfgalausri dómgreind gott vitni. Það var til hennar sem þessi fréttatilkynning átti erindi. Það er þess vegna virkilega gott að sjá að hana er að finna meðal kjósenda líka

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.3.2013 kl. 20:43

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mig langar til að benda ykkur á að Lilja Mósesdóttir verður í Bítinu á morgun kl. 7:20 þar sem hún mun skýra betur hvað liggur þessari yfirlýsingu að baki.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.3.2013 kl. 20:45

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Steinar - stjórnlagaráð var samsett af ESB - JÁ fólki - því er eðlilegt að þetta fólk myndi leggja á það mikla áherslu að koma þarna inn ákvæði sem myndi heimila afsal fullveldisins til ESB sem núverandi stjórnarskrá leifir eðlilega ekki.
Ef við skoðum pirata, dögun og lýðræðisvaktina þá hafa allir þessir flokkar verið mjög opnir fyrir ESB - t.d hefur Hreyf. geitt atkvæði gegn því að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu - fyrir það fólk sem styður ekki aðild að ESB - koma þessir flokkar ekki til greyna.

Óðinn Þórisson, 24.3.2013 kl. 21:25

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rakel - Lilja hefur fengið mjög slæma/neikvæða og ósanngjarna umfjöllum eftir að hún sagði sig úr VG.
Hún taldi einfaldlega að hennar þekking&reynsla yrði nýtt og hún gæti breytt hlutum en hún var raun hrakin úr VG af fyrrv. formanni SJS.

Takk fyrir hlí orð í minn garð og annara sem hafa skrfiað hér ath.semd við þessa færslu

Hlustum á Bylguna í fyrramálið.

Óðinn Þórisson, 24.3.2013 kl. 21:29

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mig langar til að deila þessari vefslóð með ykkur: http://youtu.be/CqQd3jqX5O8 en hún rökstyður að einhverju leyti það sem Óðinn Þórisson segir hér í svari sínu við því sem Jón Steinar leggur til málanna. Í myndbandinu sem slóðin vísar til og inniheldur orðaskipti Birgittu Jónsdóttur og Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur segir sú síðarnefnda m.a. þetta:

„Ég vil byrja á því að segja varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB þá er það náttúrulega fullljóst að það getur ekki orðið samþykkt á aðild að Evrópusambandinu nema með breytingum á stjórnarskrá og fullveldisframsali - ákvæði um fullveldisframsal í henni“

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.3.2013 kl. 23:53

13 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Óðinn

Varðandi fullyrðingu þína í sjöttu athugasemd, er það þá einungis mismynni mínu um að kenna, að mig minni svo fastlega að á ný afstöðnum landsfundi hafi verið samþykkt að stöðva umsóknarferlið og slíta tafarlaust aðlögunarferlinu, með tilheyrandi lokun á áróðurs skrifstofu ESB á Íslandi , ef Sjálfstæðisflokkurinn kæmist til valda eftir kosningar?

Jónatan Karlsson, 25.3.2013 kl. 13:57

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rakel - þetta hefur legið fyrir allt frá upphafi og gott að þingmaður SF staðfesti það hér að eitt aðalmarkmiðið að breyta stjórnarskránni sé vegna ESB - aðildar.

Óðinn Þórisson, 25.3.2013 kl. 15:15

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónatan - rétt að ef að sjálfstæðisflokkurinn kemst í ríkisstjórn þá verður aðildarviðræðum hætt og þær ekki hafnar aftur án vilja þjóðarinnar - Bjarni hefur tekið sem dæmi að kosið yrði um þetta samhliða borgar&sveitarstjórnarkosningum 2014 - helst myndi ég vilja kjósa um þetta strax 27 april

Varðandi Evrópustofu þá var ég ekki sammála þeirri ályktun að loka henni - henni verður lokað sjálfkrafa þegar þjóðin segir NEI við aðild að ESB.

Óðinn Þórisson, 25.3.2013 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband