Hættum að Tala um Hrunið

Hrunið var í okt 2008, er ekki kominn tími til að hætta að velta sér upp úr þvi að fara að huga meira að framtíðinni - nú eru alþingskosninar 27 apríl - þar fær þjóðin tækifæri til að skipta út því fólki sem hér hefur farið með stjórn landsins síðan 1.feb 2009 - þeirra tíma er lokið - framundan eru ekkert nema tækifæri ef þjóðin vill nýta þau en það verður ekki gert með áframhaldandi vinstri - stórn - það er alveg klárt - vörumst vinstri - stjórn setjum x- við d.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur lofað að lækka skatta á fólk og fyrirtæki.


mbl.is Svipað ástand á Kýpur og var hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hættum að tala um skatta eins og einhverja refsingu fyrir að kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn. Í stað skatta þarf að skapa tekjur og þær koma ekki gengum exel.

Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að auka tekjur með auknum aflaheimildum?

Ef það væri tilfellið yrði ég fyrsti maðurinn til að kjósa D.

En ég veit að þetta munu sjálfstæðismenn aldrei fá leyfi til að gera.

LíÚ þarf að viðhalda skortstöðunni, og stefna nytjastofnunum í úrkynjun vegna ofvaxtar í átuskorti, til að leiguverðið haldi sér og bankaveðin hrynji ekki.

Það munar nefnilega um framboðsstyrkina frá LÍÚ.

Án þeirra yrði lítið auglýst.  

Árni Gunnarsson, 31.3.2013 kl. 14:28

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Árni - fólk hefur skýrt val í næstu kosningum vill það áfram skattastefnu vinstri - manna eða vill það borga lægri skatta og hafa meiri ráðstöfunartekjur - val mitt er auðvelt.
Það þarf skattaumhverfi sem er ekki fjandsamlegt erlendum fjárfestum - það á ekki að mismuna eftir hvar á landi er Bakki - Helguvík - þetta er mjög ósanngjart en í eðliegt miðað við þá fjandsamlegu atvinnustefnu vg&sf gagnvart Suðurnesjunum.

Það mun alltaf heyrast þessi söngur um LÍU eigi x-d en við vitum að svo er ekki.

Óðinn Þórisson, 31.3.2013 kl. 15:07

3 Smámynd: Óskar

Voðalega er hið "svokallað hrun" viðkvæmt umræðuefni fyrir sjálfstæðisflokkinn sem þó á stærsta þáttinn í því.  Hann er líka eini flokkurinn sem enga ábyrg hefur tekið á gjörðum sínum, ekki beðið þjóðina afsökunar og nú vilja sjallar bara hætta að tala um þetta!  ,,Done, búið og gert svona eins og nasisminn, hættum bara að ræða glæpi sjallanna:)

Óskar, 31.3.2013 kl. 17:21

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við höldum því bara áfram þangað til við fáum að komast uppúr rústunum.

En það ku vera harðbannað, og illa séð líka.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.3.2013 kl. 20:43

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - líkingarmálið hjá þér er ekki boðlegt - en ég ætla að leyfa ath.semdinni þinni að standa þar sem ég er lýðræðissinni.

Óðinn Þórisson, 31.3.2013 kl. 22:12

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásgrímur - ef fólk vill halda áfram að ræða hrunið þá verður hið sama fólk að vera tilbúið að ræða þau mál er snúa að afglöpum Jóhönnustjórnarinnar t.d svavarsamginn&sp.kef-byr &  3 ráðherrar brotið lög.

Óðinn Þórisson, 31.3.2013 kl. 22:14

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Óðinn, það var gott hjá þér að láta athugasemdina hans Óskars standa, hún gerir lítið úr honum sjálfum og það er hans réttur.

Það er rétt hjá þér, hrunið ætti að vera útrætt mál en sumir kjósa að halda áfram að reyna að kenna Sjálfstæðisflokknum um það. Ég veit að það er eins og að skvetta vetni á gæs að rökræða við Óskar, en vonandi tekst að sannfæra einhvern um staðreyndir sem hugsanlega trúa þessu bulli.

Orsakir hrunsins voru ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna. Það var augljóst að nauðsynlegt hefði verið að einkavæða banka, enda er það skynsamlegt. Engu máli hefði skipt hverjir keyptu, það hrundu allir bankar og sparisjóðir líka. Orsakir hrunsins voru alþjóðlegs eðlis, um það má lesa í rannsóknarskýrslunni fyrsta bindi á bls. 58 og næstu bls. Það safnaðist gríðarlegt magn fjármagns í heiminum og samfara ofurtrausti á bönkum þá varð óeðlilegt ástand á mörkuðum. Það smiðtaðist til Íslands, að sjálfsögðu og græðgin heltók heiminn. Sjálfstæðismenn eru ekki saklausir, græðgin snart þá eins og aðra en það gat enginn gert neitt. Ef einhver hefði ætlað að stöðva þenslu bankanna þá hefði það verið ómögulegt í ljósi tíðarandans sem ríkti árin fyrir hrun.

Reyndar klikkaði Óskar á einu sem hans líkar koma oft með, það er gjaldþrot seðlabankans. Hann varð ekki gjaldþrota enda væri ástandið mun verra ef svo hefði orðið. Reyndar má segja alla seðlabanka í raun tæknilega gjaldþrota en þeir geta prentað peninga, það heldur þeim á floti. Það má lesa góðar upplýsingar víða, en gjaldþrot Seðlabanka Íslands er vitaskuld lygi.

Það er endalaust hægt að rökræða um hrunið en slíkt skilar okkur engu. Best er að horfa til framtíðar, fjármálakerfið hrundi vissulega, þrír flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylking höfðu sömu stefnu árin fyrir hrun en engum þeirra er hægt að kenna um það. Hrunið varð vegna heimsku og græðgi allra hópa heimsins, þess vegna hrundu bankar í mörgum löndum.

Þetta með "glæpi sjallanna" er margtugginn og innihaldslaus frasi ættaður frá Hriflu-Jónasi. Honum hefur verið haldið á lofti áratugum saman án þess að nokkur glæpur hafi sannast á flokkinn í heild.

Jón Ríkharðsson, 1.4.2013 kl. 03:22

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

En ég er sammála Árna, það þarf að endurskoða fiskveiðiráðgjöfina frá grunni, það þekki ég sem sjómaður til fjölda ára og sem innmúraður sjálfstæðismaður veit ég að áhuginn í Sjálfstæðisflokknum er ekki minni en í öðrum flokkum, hinsvegar treysta allir flokkar um of á Hafró.

LÍÚ ræður ekkert meiri í Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum, það virðist enginn vilja gagnrýna tillögur Hafró af einhverjum ástæðum. Svo veit ég ekert hversu miklu LÍÚ ræður í Sjálfstæðisflokknum, hef lítið orðið var við þá þótt ég sé í miðstjórn og öllum æðstu stofnunum flokksins.

Jón Ríkharðsson, 1.4.2013 kl. 03:25

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

gleymum fortíðinni, ekki málið.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 1.4.2013 kl. 07:11

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - ath.semdir sem hér eru skrifaðar eru ekki ritskoðaðar  - ég dreg þó í efa að ath.semd óskars hjálpi hans málstað.
Nú var allt fjármálakerfið að hrynja á kýpur sem er aðili að esb og með evruna - samt fullyrða sf - sem var ekki í ríkisstjórn 2008 að ef við hefur verið í esb - hefði allt farið á betri veg.
Að horfa til framtíðar það verkefni stjórnmálanna í dag og þeirra ríkisstjórnar sem tekur við eftir 27 apríl - að hefja atvinnuuppbyggingu og að fjarfestir horfi aftur til íslands sem stöðugt lands - að ekki sé lengur pólitísk óvissa og skattaumhverfið lagað.

Vinstir - menn munu halda áfram að röfla um hrunið - enda hafa þeir ekkert jákværrt sem þeir geta bent á að þeir sjálfir hafa gert.

Óðinn Þórisson, 1.4.2013 kl. 09:04

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Seggan og Hvellurinn - ekki á ég að trúa því að þú viljir dvelja í fortíðinni.

Óðinn Þórisson, 1.4.2013 kl. 09:05

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er ekkert yfir mig bjartsýnn um líf eftir kosningar.Finnst stefnuskrá bæði sjálfstæðisflokks og framsóknar vera óljós og full af töfrabragðalausnum.Ef þessir flokkar eiga að stjórna eftir kosningar vil ég vinsamlegast biðja þá um að sleppa allri vitleysunni,ráða ráðherrana(utanþings) og halda sig við þingstörfin.

Jósef Smári Ásmundsson, 1.4.2013 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband