7.4.2013 | 12:13
Er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að tapa ?
Það er ekki í boði fyrir Sjálfstæðisfólk að gefast upp núna 3 vikum fyrir kjördag þó svo að skoðanakannir sýni að flokkurinn er að mælast mjög lágt - þá verða menn að hafa trú á verkefninu, ef menn halda fyrirfram að leikurinn sé tapaður jú það er það nánast öruggt að hann mun tapast.
setjum x - við D fyrir framtíðna.
Bjarni: Trúi á stefnuna fram í rauðan dauðann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það trúir enginn lengur á Bjarna Ben..........
Vilhjálmur Stefánsson, 7.4.2013 kl. 12:26
Sæll Óðinn.
Hefurðu séð eða lesið "Der Untergang" sem fjallar um síðustu daga foringjans og Þriðja ríkisins?
Skilurðu samlíkinguna?
Jónatan Karlsson, 7.4.2013 kl. 12:30
Vilhjálmur - það var tækifæri til að skipta um formann 2011 - það var ekki gert - það er eitt af því sem er að koma í bakið á flokknum núna.
Óðinn Þórisson, 7.4.2013 kl. 13:19
Jónatan - að eyða síðustu dögunum að kenna öðrum um hvar hans forysta hafi mistekist.
Það er þó vart boðlegt að bera þessa einsaklinga saman - en umræðunnar&lýðrisins vegna er ekki rétt að ritskoða.
Óðinn Þórisson, 7.4.2013 kl. 13:22
Mér þykir þú nú full hörundssár og viðkvæmur, miðað við hvernig þú kýst að misskilja samlíkinguna. Að sjálfsögðu er ég aðeins að vitna til ummæla foringjans um að "hann trúi á stefnuna fram í rauðan dauðann"
Jónatan Karlsson, 7.4.2013 kl. 14:12
Sæll Óðinn; sem aðrir ágætir gestir, þínir !
Óðinn !
Sé fyrirsögn þinni svarað beint; - já,, vonandi, og megi þessi flokks hörmung, sem collegarnir á : B - S og V listunum fara sömu leið, helzt, sem lengst út í hafsauga, Helvízkir.
Ég var að rifja upp; árið 1985, á dögunum - þegar ég átti Ford Cortínu, árg. 1977, þá voru engin bifreiðagjöld - tryggingarnar voru á 4. Þúsund Króna á ári - Benzínverðið; cirka 28 - 29 Kr., en þetta var líka fyrir þann tíma, sem að flokks Djöfull þinn, sem og þeir hinir, skrúfuðu upp allan kostnað almennings, í þessu volaða landi - og Frjálshyggju Helvítið jók skrifræðið um Hundruð Prósenta, Óðinn minn.
Manstu; þessa daga, fyrir 28 árum, ágæti drengur ?
Þessir 4 flokkar; hafa gert Ísland að Helvíti á Jörðu, fyrir allt venjulegt fólk að búa í, piltar !!!
Með beztu kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 17:02
Jónatan - samlíking þín var vel fyrir neðan beltisstað en varðandi myndina þá er þetta sem ég segi inntak hennar.
En hver er þín skoðun er þetta töpuð barátta hjá Sjálfstæðisflokknum ?
Óðinn Þórisson, 7.4.2013 kl. 18:03
Óskar Helgi - þessir flokkar eru ólíkir og hversvegna þeir eru alltaf kallaðir 4fflokkurinn skil ég ekki - t.d SF eru bræðingur úr 4flokkum og vg klofningur úr Alþýðubandalaginu.
Það er ákvörðun þjóðarinnar 27 apríl hvaða umboð þeir gefa þessum flokkum og örðum.
Var reyndar ekki farin að fylgast með stjórnmálum það mkið ´85 þá enn í menntaskóla en ég veit að skattar og álögur hafa verið stórauknar á okkur almenning undanfarin ár.
Takk fyrir ath.semdina Óskar - þær eru alltaf hressandi.
Óðinn Þórisson, 7.4.2013 kl. 18:07
Sæll aftur Óðinn.
Margir rótgrónir sjálfstæðismenn bera því við að flokksforystan sé að færa flokkinn burt frá sjálfstæðis hugsjóninni, líkt og t.a.m. séra Halldór í Holti og enn aðrir treysta einfaldlega ekki forkólfunum vegna aðkomu þeirra að vafasömum fjármála gjörningum, auk ítrekaðs staðfestuleysis í höfuðmálum og landsfundar samþykktum.
Auðvitað lifir flokkurinn af þessar kosningar, en ef flokksmenn fara ekki að koma sér í róttæk þrif á næsta kjörtímabili, þá býð ég ekki í framhaldið.
Jónatan Karlsson, 7.4.2013 kl. 21:14
Jónatan - hef heyrt fólki sem hefur alltaf kosið x-d en núna m.a vegna BB ætlar að kjósa Framsókn
Allt undir 25 % yrði afhroð og nýr dagur í sögu sjálfstæðisflokksins tæki við 28apríl.
Óðinn Þórisson, 8.4.2013 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.