Það er bara einn Sjálfstæðisflokkur

Þó svo að ég fagni fylgistapi vg&sf þá hef ég áhyggur af mjög slæmri stöðu Sjálfstæðisflokksins nú 18 dögum fyrir kjördag.

Allt breyttist eftir 28 jan - þá hófst stórsókn Framsóknar og virðist vera sem 4 af hverjum 10 Sjálfstæðismönnum ætli að kjósa Framsókn.

Ég hef verulegar áhyggjur af því að Framsókn með Eygló&Höskuld innanborðs muni vilja fara frekar í vinstri stjórn - vilja Sjálfstæðismenn framlegja stjórnarsetu Safmylkingarinnar - ég trúi því ekki.

Sjálfstæðismenn

Það er bara einn Sjálfstæiðsflokkur.


mbl.is Hefur ekki þungar áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Samkvæmt könnunum MMR, kom fylgishrun Sjálfstæðisflokks fyrst fram í nóvember/desember 2012. Fylgisaukning Framsóknarflokks virðist jafnvel hafa byrjað nokkru fyrr. Ljóst virðist að Landsfundir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks höfðu engin áhrif á fylgi flokkanna. Breytingar á fylgi beggja flokka er því sem nærst línuleg, allt fram að síðustu könnun.

 

Mín niðurstaða er sú, að breytingar á fylgi flokkanna yfir þetta tímabil, stafi af rökræðum sem farið hafa fram um allt land og munu halda áfram fram að kjördegi.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 9.4.2013 kl. 16:16

2 Smámynd: Óskar

Þó Loftur þræti fyrir það , þá vita allir að fylgi sjalla hefur verið í frjálsu falli frá landsfundinum.  Ástæðan er augljós.  Náhirðin og öfgahægri öfl tóku völdin í flokknum og mörkuðu stefnuna.  Frjálslyndir hægrimenn fóru til framsóknar, voru einfaldlega hraktir úr flokknum.  -- Þetta þarf reyndar ekkert að koma á óvart.  Víðast hvar í lýðræðisríkjum eru hægri öfgaflokkar með um 5-15% fylgi svo sjallar mega bara vera nokkuð sáttir miðað við aðstæður.  Þeir mörkuðu sjálfir þessa stefnu, staðsettu sig í hægra bláhorninu og þeir ættu að vita vel að það kemur niður á fylginu.

Óskar, 9.4.2013 kl. 16:43

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Loftur - vissulega hefur þetta haft ákveðin aðdraganda en Framsókn var sá flokkur sem beitti sér mest og sagði NEI alltaf við Icesave - það er klárlega að koma honum til góða núna.

Eflaust er ískalda mat BB að hafa einhver áhrif og svo hefur marðurinn nánst verið lagður í einellti af ákveðnum fjölmiðlum&bloggurum

Óðinn Þórisson, 9.4.2013 kl. 16:44

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - held að flestir í dag viðurkenni að landsfundurinn mistókst.
Það þarf að breyta ákveðnum hlutum hjá flokknum, t.d að allir flokksmenn kjósi formann.

Sjálfstæðisflokkurinn er hægra megin við miðju - engin öfga-hægriflokkur - ekki er ég það og er enn í flokknum.

Forysta flokksins verður að taka sig saman í andlitinu annars tekur við nýr tími hjá flokknum 28 aprí.

Óðinn Þórisson, 9.4.2013 kl. 17:30

5 Smámynd: Samstaða þjóðar

Óskar Haraldsson er þekktur fyir að kríta liðugt. Frjálst fall er lóðrétt og fylgi xD hefur ekki fallið svo bratt. Landsfundur xB var 8.-10. febrúar og xD 21.-24. febrúar. Fylgi beggja flokka hefur breytst nær línulega frá því fyrir áramót, þannig að tilgáta Óskars er ljóslega röng. Annað sem Óskar segir er bull og ekki vert athugasemda.

Sammála þér Óðinn. Framsóknarflokkur hefur verið staðfastur, en Sjálfstæðisflokkur hefur sýnt mörg merki um veikleika. Átakanlegast var þó afstaða meirihluta þingmanna flokksins í Icesave-málinu.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 9.4.2013 kl. 17:39

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Loftur - skoða verður ath.semdir frá óskari með það í huga að honum líkar ekkert allt of vel við Sjálfstæðisflokkinn.

Staðfesta Framsóknar í Icesvae - málinu er klárlega að hafa jákvæð áhrif á fylgi flokksins.

Forysta flokksins átti að fylgja landsfundarályktun flokksins - það gerði hún ekki - svo er bara spurning hvort eitthvað sé hægt að gera til að stoppa þessa blæðingu yfir ftil x-b.

Óðinn Þórisson, 9.4.2013 kl. 18:02

7 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Óðinn, sammála, eftir 28. jan. þegar EFTA dómurinn um Icesave var kynntur hrapar Sjálfstæðisflokkurinn. Líka sammála að það er bara einn Sjálfstæðisflokkur, hættan er hins vegar sú að hann verður ekki neinn ef núverandi þróun heldur áfram.

Safna verður liði EFTIR kosningar og skilgreina ástandið og leggja fram endurreisnaráætlun flokksins. Það skiptir máli að vinna hispurslaust í því að taka viðtöl við fólk og fá fram ástæðurnar að baki flóttanum. Einungis með því, að greina þær rétt mun flokknum takast að snúa þróuninni upp í sókn. Þetta starf er ekki hægt að gera með núverandi formanni við stýrið. Hann verður að víkja frá svo hægt sé að vinna starfið.

Ég skrifaði um þetta í dag sjá  http://gustafskulason.blog.is/blog/gustafskulason/entry/1292275/

Gústaf Adolf Skúlason, 9.4.2013 kl. 18:52

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gústaf - hef heyrt bæði í BB og HBK á síðustu dögum og ég hef ekki breytt minni skoðun frá landsfundi 2011 að HBK væri rétti aðilinn til að leiða flokkinn.

Nú þarf að spila sóknarbolta - það er enn tækifæri til að breyta þessari þróun og koma í veg fyrir fylgishrun.

BB verður formaður fram yfir kjördag - ég verð að hafa trú á því að flokkurinn nái sér á strik og fólk þegar inn í kjörklefann seti x - við D - þannig að t.d verði hægt að mynda hér hægri stjórn og farið verði i að efla aftvinnulfíð og vinda ofan af skattahækkunum Jóhönnuststjórnarinnar.

Óðinn Þórisson, 9.4.2013 kl. 21:20

9 Smámynd: Samstaða þjóðar

Eftir framgöngu BB í kvöld, mun ég ekki geta kosið xD. Ég ræð að vísu bara einu atkvæði   en mér kæmi ekki á óvart þótt fleirri hafi tekið sömu ákvörðun.

Eftir kosningar þarf að þrífa innviði flokksins, eins og Gústaf bendir á.

Loftur Altice Þorstiensson.

Samstaða þjóðar, 9.4.2013 kl. 22:32

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Loftur - hef heyrt frá of mörgum að þeir ætla ekki að kjósa x- d vegna BB.

Ef x- d fer undir 20 % - get varla hugsað þá hugsun til enda þá er flokkurinn kominn á nýjan stað og spuring hvort sé þá se einfaldlega ekki of seint að hleypa HBK.

Prófkjörið í Reykjavík sýndi gríðarlegt fylgi við hana - fékk 5438 atkvæði í 1.sæti.

Óðinn Þórisson, 10.4.2013 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband