17.4.2013 | 19:23
Vilt þú borga lægri skatta ?
Ef svarið við þessari spurningu er JÁ hefur þú bara einn valkost að setja x - við D - með því að þú borgir lægri skatta hefur þú hærri ráðstöfunartekjur.
Öflugt velferðarkerfi verður ekki án öflugs atvinnulís.
stétt með stétt það er Sjálfstæðisflokkurinn.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:24 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
rétt er það!!!
Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2013 kl. 19:52
XB lofa að "einfalda" skattkerfið.
En ekki lækka skatta.
Sem þýðir að þeir stiðja skattpíningu vinstri stjórnarinnar
Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2013 kl. 19:52
Takk fyrir innlitið
Óðinn Þórisson, 17.4.2013 kl. 20:49
Stétt með stétt.... í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Lægri skattar - það hljómar vel. Auknar ráðstöfunartekjur hljómar jafnvel ennþá betur. Alls engin aumingjastefna þar á ferðinni svo vitnað sé í orðfæri síðuhaldara. Set X við það hvenær sem er. Velferð felst líka í því að hafa efni á mannsæmandi lífi - fæði, húsnæði og flíkum. Og það án þess að þurfa að þræla sér út myrkranna á milli. Hærri skattleysismörk. Hærri lágmarkslaun. Fellur það vel inn í hugmyndafræði hægri sinna ? Er slagorðið "stétt með stétt" eitthvað meira en innihaldslaust orðagjálfur notað á hátíðarstundum til að friða slæma samvisku ? Mundi hinn dæmigerði sjálfstæðismaður, lögfræðingur á Range Rover vilja deila kjörum með verkamanni ? Varla.....
Ingi Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 20:49
seinni ath.semdndin hjá þér birtist ekki fyrr en ég hafði svarað fyrri ath.smendinni.
rétt framsókn mun ekki lækka skatta
Óðinn Þórisson, 17.4.2013 kl. 20:51
Ingi - það sem vinstri - menn vilja gera er að gera þá fátækari - fátækari eins og Margaret Thacher sagði - þetta snýst um að bæta kjör allra stétta - en ekki bara að taka af þeim sem eiga peninga - vinstiri - menn tala mikið um bætur - það sem skiptir máli er að fólk fái tækifæri til að bjarga sér sjálft - en ekki þyggja bara bætur.
Óðinn Þórisson, 17.4.2013 kl. 20:55
Ælaðirðu ekki að segja: Villt þú að auðugir og vel stæðir borgi lægri skatta á kosnað hinna verr settu ogí framhjáhlaupi skera niður velferðakerfið?
Hlýtur að ætlað að segja þetta því þetta er nú boðskapur þeirra Sjalla rétt sem framsóknar.
Og þetta virðast innbyggjarar einmitt vilja. Þeir vilja borga fyrir auðuga og vel stæða Sjalla og framara.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.4.2013 kl. 01:36
Já Óðinn þetta hljómar vel.
En ef skoðað er hvað gerist, þá er það auðmanna elítan sem græðir einu sinni enn og húsnæðislán heimilana fara upp úr öllu valdi.
Ef það eru skattalækkanir, hvert heldur þú að peningarnir fari?
Jú út í verðlagið og setur verðbólguna á fulla ferð, og hvað gerist með húsnæðislán heimilana?
Jú þau fara upp úr öllu valdi vegna þess að það er verðtrygging á húsnæðislánum heimilana.
Þetta er ein sú heimskulegasta stefna sem ég hef heyrt og lýginn að þetta hjálpi heimilunum ætti að vera (S) flokknum til skammar.
En auðmanna elítan hún fær allt sitt og meira til, og þetta er stefnuskrá (S) oh svei.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 18.4.2013 kl. 04:13
Ómar - þetta er ekkert nýtt að vinstri - menn segi að sjálfstæðisflokkurinn ætli bara að lækka skatta á þá sem hafa meiri tekjur EN það er ekki svo - þetta snýst um að lækka á allar stéttir og bæta lífskjör allra.
Óðinn Þórisson, 18.4.2013 kl. 16:08
Jóhann - skattalækkanir fara í að auka ráðstöfunartekjur fjölsk. í landinu - með því að efla atvinnulfíð þá geta fyrirtækin hækka laun og ráðið fleira fólk - VAXIÐ.
Eina sem getur komið heimililum til hjálpar er að lækka skatta og álgöur á þau.
Óðinn Þórisson, 18.4.2013 kl. 16:12
best fyrir flesta er að persónuafslátturinn verði hækkaður, þannig að engar tekjur undir 300.000kr verði skattlaggðar. Eftir það skiptir skattprósenta hvers einstaklings ekki svo miklu máli!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.4.2013 kl. 16:36
Óðinn hefur þú ekki heyrt um verðbólgu og hvað orsakar verðbólgu, og hvað gerist í verðtryggðum lánum þegar verðbólaga fer upp?
Þetta er auðmanna elítu skrum, afnám verðtryggingar verður að gerast ef það á bjarga heimilunum.
Þegar verðtrygging er kominn af þá er í lagi að fara út í skattalækkanir.
300 þúsund persónuafláttur er kanski möguleiki, það er að segja ef þeir sem setja ekkert í Ríkiskassan fá ekkert úr honum í bótagreiðslum.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 18.4.2013 kl. 19:27
las vegas veistu hvað 300.000isl kronur eru í evrum, eða dollurum?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.4.2013 kl. 19:32
Svona circa $2,500
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 18.4.2013 kl. 21:53
Skattur á að halda uppi velferðarkerfinu.
Því miður hefur skattur af þrælalaunum banka/lífeyrissjóðsrænds almennings farið í banka-mafíu-hítina, en ekki til velferðarmála.
Þeir ofurríku, skattfrjálsu og mafíutengdu hafa of oft sloppið við að borga samfélags-skatta, en njóta fríðinda á kostnað láglauna-skattpíndra skattborgara umfram öll réttlætismörk.
Sá sem hefur ráðstöfunartekjur undir lágmarksframfærslu hefur ekki efni á að borga skatt.
Það ætti allt heilvita og heilbrigt hugsandi fólk að skilja.
Samt er þetta svikna fólk skattlagt og margsvikið?
Hvað er að?
Það er raunverulegi kaupmátturinn fyrir lífsnauðsynjunum sem skiptir öllu máli!
Er alveg búið að útiloka úr hugarfari valds-sjórnsýslunnar að horfa á staðreyndirnar?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.4.2013 kl. 01:13
Anna - það er það sem sjálfstæðisflokkurinn hefur talað um að gera að lækka persónuafsláttinn.
Óðinn Þórisson, 19.4.2013 kl. 16:13
Jóhann - hvað gerist ef núverandi skattasefna heldur áfram - Jú fáktæt mun aukast.
Óðinn Þórisson, 19.4.2013 kl. 16:15
Anna Sigríður - hvað eru það 100 skattabreytingar á þessu kjörtímabili - sem mest hafa bitnað á millistéttinni - vísvitandi eflaust gert af hálfu vinstri - stjórnarinnar.
Lægri skatta - meiri ráðstöfunartekjur.
Óðinn Þórisson, 19.4.2013 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.