Munu Vigdís Hauks og Össur leiðast upp að esb - altarinu ?

Sigmundur geir nú það sama og Jóhanna gerði þegar hún skilaði inn umboðinu, læðast út bakdyramegin og virða ekki fjölmiðla viðlits.
Sigmundur er við það að tapa pókernum - BB neitar að tala við hann og gæti hann því setið upp með Össur, Björn Val og Steingrím í ríkisstjórn.

Mun Vigdís Hauks. lenda í því leiða Össur upp að ESB - altarinu ?


mbl.is Sigmundur Davíð læddist út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óðinn minn, ef einhver er að tapa pókernum þá er það formaðurinn þinn, sem er kominn algjörlega upp að vegg af hræðslu.  Eigum við ekki bara að leyfa þessu að hafa sinn gang?  Ef eitthvað er styrkist framsóknarformaðurinn í hvert skipti sem sjálfstæðismenn senda frá sér örvæntingafull skilaboð.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2013 kl. 13:08

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Svo er auðvitað möguleiki á að formaðurinn þinn og silurskeiðarbuddan lendi á endanum í langdregnum sleik þar sem slefan slitnar ekki á milli.

Alltaf að halda í vonina Óðinn..

hilmar jónsson, 1.5.2013 kl. 13:18

3 Smámynd: JRJ

Vinstri stjórninn og þeirra stefna galt afhroð í kosningunum og meirihluti þjóðarinnar kaus Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn, er það þá ekki gegn vilja meirihluta þjóðarinnar að mynduð sé hér önnur vinstri stjórn, það má ekki gleyma því að SDG er guðfaðir Jóhönnu stjórnarinnar sem er nú loksins liðin undir lok.

JRJ, 1.5.2013 kl. 13:23

4 identicon

Skil ekki þetta ráp hjá honum Sigmundi, auðvitað á hann að tala við stærsta flokkinn, sennilega finnst honum hann vera eitthvað minni máttar við hlið stóra bróðurs, Sjálfstæðisflokksins . Hann heldur að hann geti barið litlu framboðin til hlýðni og fengið þá til að draga esb umsóknina til baka, því þeir eru búnir að lýsa því yfir bæði samfylkingin og þessir björtu að það sé algjört frumskilyrði fyrir stjórnarþáttöku og ef Simmi Grimmi samþykkir það, þá er hann að svíkja sína öflugustu bandamenn, þ.e bændur og íslensku kúna

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 13:25

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - Bjarni hefur eftir að úrlit kosninganna lágu fyrir talað skýrt um að 2 stærstu flokkarnir myndu tala fyrst saman.
Það er ekki örvænting að tala skýrt það er meira merki um styrkleika.
Það er ekkert sjálfgefið að flokkarnir nái saman.
Það eru ekki stykleikamerki hjá SDG að copy/pasta vinnubrögð JS i samskiptum við fjölmiðla.
Ef hann vill vinna með sf&vg þá verði honum það að góðu.

Óðinn Þórisson, 1.5.2013 kl. 13:28

6 Smámynd: Óskar

Hvaða kröfur þykjast sjálfstæðismenn geta gert eftir næstverstu útkomu flokksins í sögunni? Hvað halda þessir menn eiginlega að þeir séu?

Óskar, 1.5.2013 kl. 13:30

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hilmar - mín óskaríkisstjórn er x - d og x - b - en ef SDG eins og þú orðar það vill frekar " sleik " við ÁPÁ og KJ þá er það hans val - og í bónus fær hann Björn Val - ekki öfunga ég SDG.

Óðinn Þórisson, 1.5.2013 kl. 13:32

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

JRJ - niðurstaða kosninganna var skýr - ríkisstjórnin SKÍTFÉLL - og er það ekki eðlilegt að þeir flokkar sem leiddu stjórnarandstöðuna gegn henni tali fyrst saman og láti reyna á hvort þeir nái saman.
Ef SDG velur vg&sf þá hlítur hann að elska sína KVALARA - hann hefur ósjaldan talað um svikin loforð stjórnarflokkana á þessu kjörtímabili - RÉTT han er Guðfaðir Jóhönnustjórnarinnar.

Óðinn Þórisson, 1.5.2013 kl. 13:36

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rafn - það eru margir sem eru undrandi á þessu rápi SDG. Get ekki séð að Guðmundur St. geti farið í samsarf við Framsókn þar sem hann sagði sig úr flokknum vegna esb - stefnu flokksins.
Samfylkinign hefur 3 * sagt NEI við því að þjóðin komi að esb - máinu og það yrði til að ganga endanlega frá flokknum að leggjast killiflatur fyrir kröfu Framóknar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB.
Bændur stóðu með Framsókn í kosningunum - ekki ætlar Framsókn að láta það verða sitt fyrsta verk að svíkja þá.

Óðinn Þórisson, 1.5.2013 kl. 13:40

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - hvaða kröfu getur Samfylkinign gert eftir stærsta tap flokks í lýðveldissögunni ?

Töpuðu 17 % og 11 þingmönnum og fallnir þingmenn flokksins farið hamförum um stöðu forystu flokksins.

Óðinn Þórisson, 1.5.2013 kl. 13:43

11 Smámynd: Óskar

Óðinn, Samfylkingin er bara ekki að gera neinar kröfur enda meðvituð um stöðu sina. Það sama verður svo sannarlega ekki sagt um sjalla sem sýna fáheyrðan hroka og frekju og tala jafnvel um einhvern sigur i þeesum kosningum!

Óskar, 1.5.2013 kl. 13:54

12 Smámynd: Friðrik Már

Það er engin launung og hefur alltaf verið haldið fram að málefnin skipta öllu, skuldavandi heimilana er mál nr. 1.

Bjarni má alveg svitna aðeins, það er ekki eins og leiðir Sjálfstæðisflokks séu þær einu réttu í stöðunni og ekkert nema eðlilegt að Sigmundur þreifi fyrir sér með hug annara áður en hann sest niður með Bjarna.

Mér finnst að fólk megi aðeins slappa af áður en það málar skrattann á vegginn og gera mönnum upp ástæður þess að vilja ekki tjá sig við fjölmiðla því þar þar á bæ eru menn einmitt snillingar að taka orð úr samhengi og fá þær niðurstöður sem þeim henta, þetta veit fólk en samt er eins fólk sé að missa sig og hikar ekki við að að láta hugann spinna allskyns vitleysur. Sigmundur hefur alltaf sýnt staðfestu og yfirvegun og það er ekkert í spilunum sem sýnir annað en að hann valdi hlutverkinu vel. Það fer vel á að setja hér með úrdrátt úr ræðu Vilhjálms Birgissonar svo menn hafi eitthvað um að hugsa meðan við bíðum.

" Það er nöturlegt og dapurlegt að heyra hvernig alltof margir stjórnmálamenn hafa talað um vanda skuldsettra heimila síðustu vikurnar. En oft á tíðum er talað um lýðskrum ef deila á byrðum hrunsins jafnt á milli alþýðunnar og þeirra sem eiga fjármagnið hér á landi og öllu vilja ráða. Þessir sömu stjórnmálamenn spyrja hver eigi að borga leiðréttinguna á forsendubrestinum hjá heimilunum og það þrátt fyrir að það sé margoft búið að útskýra það fyrir þeim.

Ég heyrði hins vegar ekki þessa sömu stjórnmálamenn spyrja hver ætti að borga þegar 427 milljarða voru settir á herðar skattgreiðenda til bjargar fjármálakerfinu, eða þegar leggja átti jafnvel hundruð milljarða skuldbindingu á skattgreiðendur vegna Icesave samninganna. En þegar kemur að leiðréttingu á forsendubresti heimilanna þá standa menn á öskrum og kalla lýðskrum, töfralausnir, hókus pókus! En það besta í þessu öllu saman er að stjórnmálamenn allflestir eru loksins farnir að viðurkenna að það er svigrúm til staðar sem hægt er að ná með samningum við erlendu vogunar- og hrægammasjóðina.

Því miður liggur það hins vegar fyrir að sumir stjórnmálaflokkar vilja alls ekki nota þetta svigrúm til handa skuldsettri alþýðu, enda finnst mér sumir stjórnmálamenn líta niður á alþýðuna og líta á alþýðuna sem grálúsugt fólk sem eigi að þegja, brosa og borga. Ég spyr því, er það sanngjarnt og eðlilegt:

• að skuldir heimilanna hafi hækkað um 400 milljarða frá 1. janúar 2008 vegna verðtryggingar?

. er það sanngjarnt að 4.645 fjölskyldur hafi misst húsnæði sitt til fjármálastofnanna frá 1. janúar 2009 sem þýðir að 3 fjölskyldur hafa misst húsaskjól sitt dag hvern?

• er það sanngjarnt að sumir stjórnmálaflokkar vildu leggja jafnvel hundruð milljarða ábyrgð vegna Icesave á skattgreiðendur?

• er það sanngjarnt að settir hafi verið 427 milljarðar á herðar skattgreiðenda til bjargar fjármálakerfinu?

• er það sanngjarnt að nánast einu leiðréttingarnar sem gerðar hafa verið á skuldum heimilanna hafi náðst í gegnum dómstóla?

• er það sanngjarnt að skattgreiðendur hafi þurft að ábyrgjast allar peningalegar innistæður í bankakerfinu?

• er það sanngjarnt að bankarnir hafi hagnast um tæpa 3 milljarða vegna hækkunar á verðbólgunni í síðasta mánuði?

• er það sanngjarnt að lífeyrissjóðirnir hafi tapað 500 milljörðum af lífeyri launafólks vegna glórulausra fjárfestinga í atvinnulífinu?

• er það sanngjarnt að búið sé að skerða lífeyrisréttindi á hinum almenna vinnumarkaði um 130 milljarða frá hruni?

• er það sanngjarnt að skattgreiðendur þurfi að ábyrgjast lífeyrisgreiðslur hæstaréttadómara, þingmanna, ráðherra og annarra opinberra starfsmanna upp á 600 milljarða?

• er það sanngjarnt að skjaldborgin sem lofað var utan um heimilin hafi reynst vera skjaldborg um fjármálastofnanir og erlenda vogunarsjóði?

Nei ekkert af þessu er sanngjarnt eða réttlátt. Það er hinsvegar dapurlegt að það séu til stjórnmálamenn sem tala um lýðskrum þegar koma á alþýðunni til hjálpar vegna forsendubrestsins."

Hér er svo öll ræðan :

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Vilhjalm_Birgisson/avarp-a-1.-mai?fb_action_ids=10151642508269603&fb_action_types=og.recommends&fb_source=other_multiline&action_object_map=%7B%2210151642508269603%22%3A560146520696864%7D&action_type_map=%7B%2210151642508269603%22%3A%22og.recommends%22%7D&action_ref_map=%5B%5D

Friðrik Már , 1.5.2013 kl. 13:55

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - hversvegna var ÁPÁ að skipta sér af því hver fengi umboðið ?
Gæti það verið vegna þess að hann er að reyna að komast í ríkisstjórn með sinn veiklaða flokk og með það mikla fordóma gagnvart Sjálfstæðisflokknum að honum hugnnast ekki að starfa með honum ?

Óðinn Þórisson, 1.5.2013 kl. 15:01

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik Már - ef það er val SDG að láta BB svitna þá er það hans mál  en málið er BB er mjög rólegur og yfirvegaður maður.
SDG á þá hugsanlega þá hættu að sitja uppi með  afHroðsflokkunum í ríkisstjórn og hafa það á sinni ferilskrá - ekki mun það auka hans virðingu.
Ég er ekki að " mála skrattann á veginn " eins og þú orðar það ég er einfaldlega að segja hér hlutina eins og þeir eru - hann gekk út bakdyramegin til að forðast fjölmiðla.
Hann hlítur áður en dagurinn er búinn að útskýra það - og vart hefur hann meira en daginn í dag til að ákveða hvað hann æltar að gera - halda hér áfram á sömu braut og síðustu 4 ár - eða hefja hér nýtt hagvaxtar og framfaraskeið.
Málefnii skipta öllum mái - björt framtíð og sf eru með eitt mál sem þeir munu ekki gefa eftir.

Óðinn Þórisson, 1.5.2013 kl. 15:09

15 Smámynd: Óskar

Árni Páll hefur auðvitað fullkomið leyfi til að hafa skoðun á því hver fer með umboðið. Eg hef nú bara ekki séð nokkurn áhuga hjá vinstra fólki yfir höfuð á því að komast í stjórn eftir þessar kosningar og mér persónulega sem jafnaðarmanni finnst það bara ekki skynsamlegt.

Hrunflokkarnir eru með yfir 50% atkvæða, þó ég þekki reyndar marga sem kusu framsókn en vilja alls ekki að hann fari í stjórn með sjöllu, ég segi bara við þá að þeim var nær að kjósa flokk út á loforð sem ekki er hægt að efna, í staðinn fá þeir hægri stjórn sem setur þjóðina sennilega aftur á hausinn innan ekki langs tíma. En nei, vinstri flokkarnir eiga ekki að fara í stjórn en þeir mega að sjálfsögðu hafa skoðanir áfram, þó það nú væri.

Óskar, 1.5.2013 kl. 15:26

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér skilst að eitt af málefnunum sem forsetinn reifaði við formenn flokkanna væri einmitt, þeirra sýn á hverjum þeir vildu sjá treyst fyrir umboðinu.  Ólafur Ragnar er skynsamur maður og hefur sýnt það svo ekki verður um villst, við erum heppin að eiga slíkan mann á stóli forseta.  Hann hefur reynsluna, þekkinguna og áræðið til að gera það sem réttast er.  Svo skulum við bara bíða og sjá hvað kemur út úr þessu öllu saman.  En ég verð að segja það eftir allt saman, og hverjir eru í þeirri aðstöðu að fá þetta umboð, þá treysti ég Sigmundi best til þess eftir allan hans málflutning.  Hann getur ekkert annað en reynt að gera sitt besta, annars er hann búinn að vera.  Það á reyndar líka við um Bjarna Ben, nema þar hangir öllu alvarlegra á spýtunni, því hann er líka að verja formannsstólinn sinn, því ef hann lendir utan stjórnar aftur, verður honum ekki vært þar.  Og það hefur ekkert með að gera að hann sé góður maður, heldur eru þarna kring um hann hrægammar sem bíða eftir að koma Hönnu Birnu til valda í flokknum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2013 kl. 16:27

17 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

JRJ, það slefaði í 51% sem kaus B og D ekki er það nú afskaplega mikill meirihluti. Óðinn ég held að menn séu að valta hérna yfir þig, svörin frá þér eru að verða svolítið vandræðaleg.

Hjörtur Herbertsson, 1.5.2013 kl. 16:38

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - það er rétt hjá þér það er ekki skynsamlegt fyrir rauðu flokkana að fara í ríkisstjórn.
SF þarf að nota tímann vel til áramóta - halda landsfund í feb 2014 fyrir sveitarstjornarkosningarnar ef ekki á að fara þar illa.
Það er til fullt af FramsóknarKommum sem hafa allt á hornum sér gangvart Sjálfstæðisflokkin - þannig er það hefur verið og verður.

Óðinn Þórisson, 1.5.2013 kl. 16:56

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - það er hæpið að rauðu flokkarnir myndu leggja til við Ólaf að umboðið færi til hægri flokks.
Það sem skiptir máli það er að stefna og gildi Sjálfstæiðsfllokksins komi að næstu ríkisstjórn - annars verður hér engin breyting.

Óðinn Þórisson, 1.5.2013 kl. 16:58

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hjörtur - 51 % er meirihluti - innan við 30 % studdu rauðu stjórnina þegar hennar tíma lauk.

Þér er frjálst að dæma umræðuna hér að einhver sé að valta yfir mig - ekkert gæti verið fjarri raunvöruleikanum - ég leyfi öllum hér að tjá sig ólíkt sf - bloggara sem útlokar fólk.

Kjósendur völtuðu yfir rauðu flokkana og þeirra svör í kosningabaráttuni voru ótrúverðug og léleg. - það liggur fyrir. 

Óðinn Þórisson, 1.5.2013 kl. 17:03

21 Smámynd: rhansen

Eg held við ættum að óska þess fyrst og fremst að komi góð stjórn og hætta þessum svakalega pólitiska flokkareyingi  ,með þvi breytum við aldrei neinu og þó aldgengasta munstrið se og verði kanski XB -XD þá er nátturlega ekkert hægt að bannfæra allt og alla fyrir mistök að eg vil segja fárra sem alltof mikið var hlustað á ...En eg er alls ekki móti Sjálfstæðismönnum eins og eg hef áður sagt ..og eg er vissum að það er ekkert slæmt að komast af við BB ,,en i Sigmundar sporum myndi eg hugsa mig  .um hvert eg vildi koma nálægt samskiptum við varaformanninn og hennar lið innann XD og þvi miður Óðinn þá er hun ekki leiðarljósið ykkar og kanski ekki treystandi til að valda ekki uppþotum ótimabærum ?.. En XD OG XB er ekki lögmál heldur ...En Sigmundi treysti eg manna best og er stolt af  honum þó magir hafi lagst lágt siðustu timana við að reyna niðurlægja hann En slikt bítur ekki á þá sem vita að þeir eru ekki sekir  um neitt af þvi sem ásakanir eru um! Og svo finnst mer allir ættu aðeins að slaka á og biða rólegir ...þetta er ekki fyrsta Rikisstjórn á Islandi  sem hefur verið mynduð ,þó vissulega gæti manni dottið það i hug ...ja eða su siðasta ? ..trúlega ekki ....

rhansen, 2.5.2013 kl. 14:39

22 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - þjóðin hafnaði vinstri - stjórninni afgerandi á laug og því er þjóðin ekki að óska eftir að þeir flokkar komi hér að aftur - a.m.k ekki næstu 4 árin.
Það er mín einlæga von að x - d og x - b nái saman - það yrði best fyrir þjóiðina - hvort BB eða SDG verði forstætisráðherra er fullkomið aukaatriði - hér þarf að bretta upp ermar eftir Jóhönnustjórnina.

Óðinn Þórisson, 2.5.2013 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband