7.5.2013 | 21:45
Fólk mun sjá mun á atvinnumálum
Eitt af því fyrsta sem fólk mun sjá þegar/ef atvinnuflokkarnir mynda hér nýja ríkisstjórn verður mikil breyting á atvinnulífinu hér í landi - atvinnugreinar verða ekki lagðar í einelti og skattar á álögur á það verða minnkaðar til að fyrirtækin fái aftur tækifæri til að vaxa og dafna og munu í framhaldi af því geta ráðið fleira fólk og borgað hærri laun.
Hvalveiðar ekki skaðað ferðaþjónustuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það vona ég svo sannarlega að verði. Það verður síðan í framhaldinu, ef allt fer eins og þú ýjar að, fróðlegt að fylgjast með umræðunni. Er illa svikinn ef blekstorknir pennar fara ekki á stjá og eigna sér heiðurinn með því að halda því fram að búið hafi verið blómlegt þegar við því var tekið.
Sindri Karl Sigurðsson, 7.5.2013 kl. 22:34
„Atvinnuflokkar“: er þetta nýyrði eða hvað áttu við Óðinn?
Þá er venja að tala um „skatta og álögur“ en ekki „skatta á álögur“.
Hvalveiðar skipta okkur viðskiptalega séð akkúrat engu en skaðar atvinnuvegi eins og ferðaþjónustu okkar mjög mikið. Með hvalveiðum viljið þið fórna meiri hagsmunum fyrir minni.
Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2013 kl. 23:29
" en skaðar atvinnuvegi eins og ferðaþjónustu okkar mjög mikið." Svo mikið að þeim fjölgar ár frá ári og er svo komið að landið er að þinni eiginsögn(og Þór sarri) sprungið. Er engin þversögn í þessu hjá þér?
"Með hvalveiðum viljið þið fórna meiri hagsmunum fyrir minni." þú getur skoðað hval hvar sem er og nær alstaðar fyrir minni pening en hvar annarstaðar færð þú hvalkjöt? miðað við hvernig ferðamönnum hefur fjölgað undanfarin ár má áætla að þeir komi gagnkvæmt til þess að sjá-éta skepnuna og því má gera ráð fyrir að hagsmunir Íslendinga liggi í því að nýta skepnuna til fulls, þ.a.s. skoða fyrst og éta svo eða öfugt, við getum alltaf flutt út aðra fiska en hvalina ásamt því sem að við getum flutt út allt að þrefaldaframleiðsluna af lambakjöti og nautakjöti
Brynjar Þór Guðmundsson, 8.5.2013 kl. 15:53
Sindri - það þarf að breyta hér um atvinnustefnu og það verður gert. Þá átta menn sig á muninum ái vinstri og hægri stjórn - eflaust munu einhverjir reyna að afbaka raunvöruleikann.
Óðinn Þórisson, 8.5.2013 kl. 17:13
Guðjón - " skattar og álögur ".
Afstaða ASÍ og SA gagnvart Jóhönnustjórninni segir allt sem segja þarf.
Þessir flokkar sem nú eru í stjórnarmyndurviðræðum hafa alltaf verið talsmenn öflug aftvinnulífs - atvinnuflokkar.
Óðinn Þórisson, 8.5.2013 kl. 17:16
Brynjar - þeir sem vilja stunda hvalveiðar eiga að fá að gera það - ef það gengur ekki fara viðkomandi fyrirtæki bara á hausinn.
Aðalatriðið er að það er ekki hlutverk stjórnvalda að ákveða hvaða atvinnugreynar fá hér að vaxa og dafna - framboð og eftirspurn.
Óðinn Þórisson, 8.5.2013 kl. 17:18
Hvalveiðar skipta okkur mikið meira máli en látið er í veðri vaka. Mönnum er tíðrætt um makríl og hve mikið hann étur úr vistkerfinu í kringum landið en ég er á því að hvalir séu mun stórtækari en sá sundmagalausi.
Þetta er tekið beint af vef Hafró:
"Gróf áætlun á fæðunámi hrefnu á Íslandsmiðum og nærliggjandi svæðum bendir til að hrefna taki til sín um 2 milljónir tonna af fæðu á ári, þar af er fiskmeti talið nema yfir 1 milljón tonna."
Og þetta af Vísindavef Háskólans:
"Þannig voru borin saman áhrifin af því að láta hvalastofnana ná hámarksstærð (engar hvalveiðar) eða að halda þeim í um 70% af hámarksstærð með hvalveiðum. Samkvæmt líkaninu minnkar þá langtíma afrakstursgeta þorskstofnsins um 20% hér við land, loðnustofnsins um 10% en rækjustofninn myndi líklega stækka eitthvað þar sem að þorskur étur mikið af rækju. Rétt er þó að benda á að margir óvissuþættir eru í líkaninu sem of langt væri að fara út í hér."
Allt tuð um að þessar veiðar skipti ekki máli eru áróður. Þeim áróðri er haldið að fólki af fólki sem vill ekki vita staðreyndir og kærir sig ekki um þær.
Sindri Karl Sigurðsson, 8.5.2013 kl. 19:42
Sindri - gott og málefnalegt innlegg.
Hvalur á ekki að vera nein undantekning meðan hann er ekki í útrímingarhættu og hann tekur til sín í fæðu frá okkur.
Óðinn Þórisson, 9.5.2013 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.