Klúður Samfylkingarinnar

Klúður umsóknar íslands að esb verður að skrifast alfarið á reikning Samfylkingarinnar.
Með sínum ólýðræðislegu vinnubrögðum gerði flokkurinn þetta ferli ANDVANA fætt frá byrjun.


mbl.is „Mögulegt að velja hvort tveggja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

það var ekkert klúðurslegt við þetta nema þá helst að klára ekki samninginn og bera undir þjóðaratkvæði.

Óskar, 19.5.2013 kl. 21:45

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - enginn flokkur hefur barist eins mikið gegn því að þjóðin komi að esb - málinu og SF.
Ef flokkurinn hefði samþykkt 2009 að setja málið strax til þjóðarinnar og fengið lýðræðislegt umboð þá værum við ekki að ræða þetta núna.

Óðinn Þórisson, 19.5.2013 kl. 21:53

3 Smámynd: Sólbjörg

Það er ekki hægt Óskar að klára samninginn og bera hann svo undir þjóðina. Ekki frekar en þegar einhver gengst undir kynskiptiaðgerð, fyrst er undirbúningur viðtöl, alskyns aðlögun og svo framkvæmd aðgerðarinnar. Að ætla svo eftirá að láta kynskipta einstaklinginn greiða atkvæði um hvort hann hafi viljað aðgerðina er bara orðið fullseint á því stig málsins.

Að sama skapi er það virkilega svona erfitt fyrir fólk að fylgjast með fréttum og vita að það er engin samningur eingöngu reglugerðarbreytingar og upptaka nýrra laga, þegar þeim er lokið þá erum við kominn í ESB.

Sólbjörg, 19.5.2013 kl. 22:02

4 Smámynd: Óskar

Sólborg þetta með aðlögunina er mýta, kjaftæði og haugalýgi sem þið ESB andstæðingar hafið ítrekað reynt að bera á borð fyrir þjóðina. Staðreyndin er sú að í gegnum EES samninginn höfum við þegar tekið upp 75% af reglugerðarbálk ESB. Restin af aðlöguninni færi fram EFTIR að þjóðin samþykkti samning í þjóðaratkvæðagreiðslu og ætti sér stað ÞANGAÐ TIL þjóðin gengi formlega í ESB. Vinsamlegast hættið svo að bera þessar lygar á borð. Lágmark að ESB andstæðingar reyni að bera á borð fyrir fólk einhver rök sem fá staðist án lyga.

Óskar, 19.5.2013 kl. 22:05

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sólbjörg - rétt þetta eru ekki samningaviðræður - og hefur esb varað við að kalla þetta samingaviðræður - við erum eins og þú bendir á að laga okkar lög og reglur að þeirra.

Óðinn Þórisson, 19.5.2013 kl. 22:25

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - þjóð sækir ekki um aðild að esb nema ætla að ganga inn - það verður að liggja fyrir skýr vilji hjá bæði þjóð og þingi - í okkar tilviki er hvorugt.
Þrisvar JÁ þrisvar hefur Samfylkingin sagt NEI við því að þjóðin komi að málinu - fyrst átti þetta ferli að taka 18 mán - nú tala bjartsýnustu ESB - trúboðar um vor 2015.
ESB - Já fólk verður að hafa trú á sínum málstað og á að styja nýjan stjórnarsáttmála varðandi ESB þar sem veðrur örugglega ákvæði um að þjóðin segir til um það hvort esb - aðlöguninni skuli haldið áfram.

Óðinn Þórisson, 19.5.2013 kl. 22:31

7 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Óskar - Þú skrifar "þjóð sækir ekki um aðild að esb nema ætla að ganga inn" af hverju ertu alltaf að snúa þessu upp í einhvern skrípaleik? þegar samningur liggur fyrir fær þjóðin að velja já eða nei.Þjóðin á rétt á því að vita hvernig samningurinn lítur út fyrir Ísland.

Það er óþolandi að pólitískir hagsmunagæslumenn og klíku haftasinna geti komið í veg fyrir að þjóðin taki sjálf ákvörðun um þetta stórmál.

Norðmenn hafa tvívegis hafnað aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, árin 1972 og 1994. Fólkið þar var fært um að velja hvort það vildi í ESB eða ekki.

Friðrik Friðriksson, 19.5.2013 kl. 23:09

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Já og hvað? Var ekki hugmyndin í stóra pakkanum að breyta stjórnarskránni þannig að Alþingi sjálft gæti afgreitt umsóknina?

Halló! Einhver heima?

Sindri Karl Sigurðsson, 19.5.2013 kl. 23:26

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - smá leiðrétting ég heiti Óðinn..
Engar dagsetningar hafa staðist og esb mun aldrei samþykkja að hér fari fram þj.atkvæðagreislu um " saming " nema einhverjar líkur eru á þvi að hann verði samþykktur - það er bara þannig.
Þessir 2 flokkar sem nú eru að mynda stjórn hafa skýra stefnu varðandi ESB - AÐ þessum viðræðum verði ekki haldið áfram án vilja þjóðarinnar.
Samfylkignin hélt einfaldlega illa á málinu og klúðrarði því að þetta yrði klárað.
T.d hvað voru menn að púkka upp á JB svona lengi þegar lá fyrir að hann var ekki að vinna þá vinnu sem hann átti að gera og var í raun að svíkja stjórnarsáttmálann allan sinn ráðherraferli.

Óðinn Þórisson, 20.5.2013 kl. 09:36

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sindri - það var hluti af breytingu á stjórnarskránni að alþingi gæti afsalað fullveldi og sjálfstæði þjððarinnar til esb.

Óðinn Þórisson, 20.5.2013 kl. 09:38

11 Smámynd: Sólbjörg

Norðmenn höfnuð ESB aðild í tvígang eins þú nefnir réttilega Friðrik en þú ættir að googla meira þá munntu finna að eftir þá niðurlægingu fékk ESB nóg og breytti umsóknarferlinu. Þannig að þetta er úreltur sannleikur sem gildir ekki í dag, því er marklaust að vísa í Noreg þegar reglum hefur verið breytt. Gangi þér vel að kynna þér það nýjasta í ESB reglum.

Skilaboð frá ESB hafa ítrekað komið til okkar að það sé brýnt að leiðrétta þann miskilning að regluverk ESB sé umsemjanleg, það er það ekki. Eingöngu er verið að semja um dagsetningar hvenær við ætlum að koma lögum og reglum ESB í framkvæmd. Dagatal er ekki samningur um reglurnar bara um dagsetningu á framkvæmd laganna.

Leitt að einhver á vegum aðildarsinna er að blekkja svo stórlega, kannski sama fólkið og blekkti þjóðina um stöðu ríkissjóðs fyrir kosningar?

Sólbjörg, 20.5.2013 kl. 09:44

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sólbjörg - góð og málefnleg færsla.

 " eftir þá niðurlægingu fékk ESB nóg og breytti umsóknarferlinu "
þetta er  eitt af því sem esb - JÁ fólk vill helst ekki að komi fram.

Óðinn Þórisson, 20.5.2013 kl. 10:38

13 Smámynd: Sólbjörg

Takk Óðinn,

Í síbylju sl. fjögur hefur þurfti að hamra á einföldum staðreindum varðandi umsóknarferlið því er viðeigandi að segja eins og Vigdís Hauks; "það er ekki bara að aððildarsinnar "Berji hausnum við steininn" í þrjósku sinni - þeir eru nánast búnir "Að berja hausnum inn í steininn". Þessa abstrakt hugsun virðist vanta í aðildarsinna og heldu því fram að hún kynni ekki íslenska málshætti eða væri svona vitlaus.

Óðinn þegar ný stjórn verður mynduð fer þessi umsókn í tætara.

Sólbjörg, 20.5.2013 kl. 14:23

14 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Fullmótaður aðildarsamningur er borinn undir íslensku þjóðina í atkvæðagreiðslu að lokinni kynningu og umræðu. Synji þjóðin aðildarsamningnum mun Alþingi ekki aðhafast frekar í málinu.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB er bindandi sem þýðir að farið verður eftir niðurstöðu hennar.

Friðrik Friðriksson, 20.5.2013 kl. 14:46

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sólbjörg - vigdís var einn öflugasti baráttumaðurinn gegn icesave og hefur alltaf staðið í lappirnar gegn esb - besti mælikvarðinn á hvað hún hefur staðið sig er eineltið sem hún hefur lent í af hálfu vinstri - manna.
Þessi umsókn fer ekkert lengra án vilja þjóðarinnar.

Óðinn Þórisson, 20.5.2013 kl. 15:33

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - fráfarandi ríkisstjórn setti esb - á ís þannig að þessar " samingviðræður " eru í raun stopp.  

Fyrsta verkefni nýs utanríksráðherra verður að fara til Brux og tilkynna þeim að engar frekari " samningaviðræður " verða milli esb og íslands fyrr en skýr vilji þjóðarinnar liggur fyrir.

Óðinn Þórisson, 20.5.2013 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 888616

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband