Verður Samfylkingin 12 % flokkur ?

"að flokkurinn hafi færst of mikið til vinstri á síðasta kjörtímabili"
segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.

Þetta er nákvæmlega málið, jafnaðarmenn áttu enga samleið með flokknum enda hafði hann verið yfirtekinn af Þjóðvakaliðinu.

Hafa skal í huga að bæði Katrín Júl og Árni Páll fengu sitt pólitíska uppeldi í gamla alþýðubandalaginu.

Samfylkingin er komin til að vera 10 - 12 % flokkur nema að hann nái á einhvern hátt að fá dótturflokkana til að fara alfarið undir sinn hatt.
mbl.is Áttuðum okkur ekki á skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Hann skilur ekki eða vill ekki játa að flokki hans var nákvæmlega sama um skuldavanda fólksins og hin svokölluðu úrræði þeirra var sýndarmennska til komast hjá að taka á máli sem þau kærðu sig ekkert um að vinna.  Og hann vill ekki viðurkenna að flokkurinn stóð svo sannarlega með fjármagnsöflunum, með ómennskri peninga- og mútupólitík, út í gegn.  Vonandi eyðist flokkurinn.

Elle_, 1.6.2013 kl. 12:42

2 Smámynd: Elle_

Óþarfi að minna manninn á hvað þau börðust heiftúðlega gegn fólkinu, gegn eigin landsmönnum, fyrir ríkiskassa Breta og Hollendinga, fyrir ógeðið ICESAVE.  Skuld sem við skulduðum ekki.

Elle_, 1.6.2013 kl. 12:52

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elle - það verður að hafa í huga að síðasta eina og hálfa árið var jóhönnustjórnin í raun bara hagsmunasamtök um völd og fallinn bæði hugmyndafræðilega og þingmeiriihluti.

Jóhanna sagði fyrir löng að hún ætlaði ekki að gera meira fyrir heimilin.

Icesave - verður alltaf ljótur blettur á sögu Samfylkingarinnar og eins og pólitísku réttarhöldin yfir Geir þar sem 4 þingmenn flokksinshllíðu sínu fólki en dæmu Geir.

Stærsta tap stjórnmálaflokks í lýðveldissögunni og hefði raun átt skilið enn meira fylgishrun.

Óðinn Þórisson, 1.6.2013 kl. 13:20

4 Smámynd: Óskar

Það er engin hætta á að Samfylkingin verði 12% flokkur til framtíðar. Framsókn er þegar farin að svíkja stóru kosningaloforðin á methraða og hvert heldur þú að fylgið fari?

Óskar, 1.6.2013 kl. 13:43

5 Smámynd: Elle_

Ekki til ruslflokksins.

Elle_, 1.6.2013 kl. 14:19

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - þessi ríkisstjórn sem er nýbúin að taka við verður dæmd af verkum sínum.
Verk Jóhönnustjórnarinnar skilaði ríkisstjórnarflokkunum 28 % fylgistapi.

Óðinn Þórisson, 1.6.2013 kl. 14:47

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elle - það má mikið breytast hjá sf svo hann verði aftur það sem hann átti að verða breiðfylking jafnarmanna.

Óðinn Þórisson, 1.6.2013 kl. 14:48

8 Smámynd: Óskar

Óðinn, hreinsunarstarf og tiltekt er aldrei líklegt til vinsælda. Síðasta stjórn tók við landinu í brunarústum eftir sjálfstæðisflokkinn og því miður hélt fólk að það tæki minna en eitt kjörtímabil að hreinsa til eftir eitthvert versta efnahagshrun sem orðið hefur á vesturlöndum. Fólk er fífl, það var bara staðfest í þessum kosningum.

Óskar, 1.6.2013 kl. 15:27

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - vandamál sf kristallast í þínu svari - afneitun á eigin getuleysi til að fara með stjórn landsins.

Hér varð til sjálfsköpuð kreppa eftir 2008 vegna skatta og atvinnustefnu vinstri - stjórnarinnar.

Hvaða mál kláraði vinstri - stjórnin - ekki skuldamál heimilanna, ekki esb - málið - ekki stjórnarskrámáið o.s.frv.

Fólk staðfesti það í þessum kosningum að það vildi tækifæri til að bjarga sér sjálft og hafnaði forræðis, hafta og miðsýringarstefnu vinstri - flokkana.

Óðinn Þórisson, 1.6.2013 kl. 15:51

10 Smámynd: Elle_

Ósar og nokkrir enn hætta aldrei að tala um brunarústirnar og ætla víst að halda fram þeirri lygi út í hið óendanlega að Jóhanna og Össur og co. hafi verið að moka skít eftir aðra úr stjórn sem þau voru bæði í og endaði ekki fyrr en í janúar, 09.  Það eru allir sekir nema aumingja hvíþvegna en samt óþverraleg Samfylkingin.

Elle_, 1.6.2013 kl. 17:07

11 Smámynd: Elle_

Óskar.

Elle_, 1.6.2013 kl. 17:07

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elle - eflaust hefur það farið illa með Samfylkinguna þessi afneitun við að hafa verið í stjórn með x-d - þessi lína flokksmanna - þegar við komum að borðinu - svoleiðis stjórnmálaflokkur er á vondum stað.

Óðinn Þórisson, 1.6.2013 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband